Vikan - 12.02.1970, Blaðsíða 50
VIÐARÞILJUR
i miklu úrvali.
Viðartegundir. eik, askur, álmur, beyki, lerki,
fura, valhnota, teak, mansonia,
caviana.
HARÐVIÐUR og þilplötur, ýmsar tegundir.
PLASTPLÖTUR, Thermopal, ýmsir litir.
*
Harðviðarsalan sf.
Þórsgötu 14, símar 11931 og 13670.
— Þú hljómar . . . þú hljómar
svolítið vonlítill um lífið.
— Mér þykir fyrir því.
— Ertu vonlítill eða ertu bara
þreyttur?
Benjamín stóð upp og þurrk-
aði sér um munninn með hand-
arbakinu. — Ég veit það ekki,
pabbi, sagði hann, — og mér er
í rauninni sama. Fyrirgefðu.
Hann fór út úr stofunni, upp í
herbergið sitt og fór að sofa.
Tveimur dögum síðar ákvað
Benjamín að byrja. Hann
borðaði kvöldverð með foreldr-
um sínum og fór síðan í bað og
rakaði sig. Þegar hann hafði
burstað spariskóna sína og farið
í jakkaföt, fói hann niður og
sagði foreldrum sínum að hann
væri að fara á hljómleika í Los
Angeles. Hanr sýndi þeim aug-
lýsingu í dagb'.aði, fór út í bíl-
inn sinn og ók að Taft-hótelinu.
Hótel Taft stóð á hæð í einu
af betri hverfum borgarinnar.
Alla leiðina keyrði Benjamín í
gegnum hverfi stórra einbýlis-
húsa og aðkeyrslan að sjálfu hót-
elinu var löng og breið. Þar varð
hann að stanza töluvert frá, því
löng röð bíla, fléstir keyrðir af
einkabílstjórum, var þar við.
Þegar hann kom loks að aðal-
dyrunum kom þjónn út og opn-
aði dyrnar.
-— Þökk fyrir, sagði Benjamín
um leið og hann steig út.
Fólk á svipuðum aldri og
Benjamín var á leiðinni inn;
flestir piltanna í sumar-smóking-
um, hvítum jökkum og svörtum
buxum, en hinir í jakkafötum
eins og hann. Stúlka í skínandi
hvítum kjól og með fallega, hvíta
rós á úlnliðnum, gekk arm í arm
við ungan mann að dyrunum.
Benjamín fór á eftir. Fyrir inn-
an dyrnar brosti dyravörðurinn
og benti yfir anddyrið.
— Stóri salurinn, sagði hann.
— Hvað?
— Eruð þér ekki með Single-
man-fólkinu7
— Nei.
— Ó, ég biðst innilega afsök-
unar.
Hann kinkaði kolli og gekk
inn í anddyrið, lítandi í kring-
um sig; á afgreiðsluborðið og á
símaklefana sem voru meðfram
öllum veggjum. Fyrir framan
lyfturnar tvær stóðu lyftudreng-
ir í litskrúðugum einkennisbún-
insum. Hann gekk hægt og ró-
lega yfir þykkt, hvítt teppið og
inn í stóra' salinn, þar sem hinir
höfðu farið inn. Rétt fyrir inn-
an dyrnar stanzaði hann og
horfði inn. Þar sat fólk við hvít-
dúkuð borð os annað ráfaði um
salinn í leit að borðinu sínu. bar
«Qm öll voru merkt. Rétt. hjá
honum stóð maður o<r tvæ'r kon-
nr, sem heilsoðu öúum gestun-
um með handnbandi ort maður-
inn las n”mer nf blaðj s^m hann
dró upp úr vasa sinum: n”m°r-
ið var hað sárna O" á bonðinu
h'vpr viðkomandi gestir settust.
■np>— -Pyú
|.man «;+r-?S nw dvrunum
henor Beniamín hafði fylgzt
með nokkrum fara inn.
— Ó. sasði Benjamín, — ja,
ég er nú eiginlega ekki. . . . Hún
’-ép- h^ndi sinni framréttri. Hann
leit á hana en tók svo í hana á
móti. - Það er mér mikil ánægja
að kvnnast vður, en ég....
— Bvað heitir þú? SDurði hún.
É" heiti Beniamín Bradd-
Pr» ....
— Boniamín, mis lansar til að
kvnna bU fvrir svstur minni,
un°frú DeWitt".
XJnefrú D°Wit,tp van með stóra.
uipjica rós á ö^ru brióstinu. Hún
fo«rpði sjg fram og rét+i Benia-
mín höndina.
— C+aman að kvnnast, vður.
r.qrrði ■pontamín. — en ....
— Og þetta er herra Sinsle-
man, sagði frúin og kinkaði kolli
í áttina að manni sínum.
— Blessaður. Ben. sagði herra
Singleman og hristi höndina á
Benjamín. — Við skulum nú sjá:
Hvar getum við fundið borð
handa þér. . . .
— A . . . þið eruð ákaflega
vingjarnleg sagði Benjamín, —
en ég er alls ekki gestur hér.
— Hvað?
— Ég . . . ég kom hér til að
hitta vin minn Hann kinkaði
kolli og gekk út og aftur fram í
anddyrið.
Beint á móti honum var skilti
yfir dyrum, þar sem á var letr-
að: BAR. Benjamin gekk þar
inn. Hann settist við borð í horn-
inu við risastóran glugga, sem
nóði eftir endilöngum veggnum.
Hann sá þaðan út yfir hótellóð-
ina.
Þó svo væri að Benjamín
reykti sjaldan. keypti hann
sígarettupakka um leið og hann
pantaði fyrsta glasið og reykti
nokkrar á meðan hann drakk.
Hann sneri andlitinu stöðugt að
plugganum og horfði á ljósin fyr-
ir aftan og einstaka sinnum á
spegilmyndir fólksins sem kom
inn á barinn
Eftir nokkur glös borgaði hann
reikninginn, gaf þjónustunni ríf-
legt þiórfé og tór inn í einn síma-
klefann í andoyrinu. Hann fann
símanúmer, festi sér það í minni
og lokaði dyrunum. í langan
tíma sat hann þar og hélt á sím-
tólinu í annarri hendi og smá-
pening í hinni en gerði ekkert.
Loksins hengdi hann tólið aftur
á tækið og kveikti sér í annarri
sígaretfu Hann sat og reykti
góða stund og starði á klefa-
vegginn. Þé. stóð hann upp og
fór yfir í næsta klefa til að
hringja í frú Robinson.
Framhald í næsta blaði.
HVAR ER UXIN IANS NOA?
Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur
falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð-
um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð-
launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram-
leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói.
SÍSast er dregið var hlaut verClaunin
Jóhanna Hálfdansdóttir, Álftamýri 32, Reykjavík.
Nafn
Heimili
Örkin er á bls.
Vínnínganna má vitja i skrifstofu Vikunnar.
50 VIKAN 7 tbl