Vikan


Vikan - 12.03.1970, Blaðsíða 6

Vikan - 12.03.1970, Blaðsíða 6
Hvíldarstóll ný gerð á snúningsfæti með ruggu. HÚSGAGNAVERZLUN VIÐ NÓATÚN — SlMI 18520 Bl! Js L 0 Ð P\ 71 [ ~—i - ISKARTGRIPIR1 □ 1 Modelskartgripur er gjöf sem ekki gleymist. - SIGMAR OG PALMI - Hverfisgötu 16a. Sími 21355 og Laugaveg 70. Sími 24910 Þér sparifl með áskrilt VIKAN Skflptioltl 33 - sími 35320 Þykir fínt að drekka Sælí, Póstur! Mig langar til að svara bréfi, sem skrifað var um Tónabæ. Það voru sautján ára stúlkur, sem spurðu Kvers vegna krökkum á þeirra aldri þætti ekkert varið í að fara í Tónabæ. Skýringuna á því er að finna í þeim móral, sem nú er ríkjandi meðal unglinga. Hann er þann- ig, að það sé fínt og „ofsa töff“ að drekka. Meiri hluti krakka, sem orðn- ir eru sextán ára, hefur smakk- að áfengi, og mjög margir fara ekki út að skemmta sér nema hafa áfengi um hönd. Svo er líka önnur ástæða, sem vert er að nefna og hún er sú, að sautján ára krakkar vilja ekki skemmta sér með fimmtán ára „börnum“ og velja því heldur vínveitingastaði borgarinnar, en þar er æði oft greiður aðgangur fyrir sautján ára unglinga, þó að svo eigi ekki að vera. T. Ég þakka kærlega þetta bréf og gaman væri að fá fleiri skoðan- ir unglinga á þessu máli. Ekki vil ég þrátta við „T“ um áfengis- neyzlu unglinga. Hann er líklega þeim hnútum betur kunnugur en ég. En leitt er til þess að vita, ef unglingum er „greiður aðgang- ur“ að vínveitingastöðum og veitt þar vín eins og þeir vilja. Stjörnumerki og bumba Kæra Vika! ííg hef lengi ætlað að skrifa þér og læt nú verða að því. — Segðu mér, hvort Ljónið og Meyjan eiga vel saman og hvað ég á að gera til að ná af mér feitri bumbu. Vonast eftir svari fljótt, gamla mín. Einn montrass. P.S. Hvernig er skriftin. Það eru allir að skamma mig fyrir hana. Fyrst vil ég taka það fram, að ávarpið „gamla mín“ á ekki sem bezt við mig, því að ég er karl- kyns. En hvað um það: Ljónið og Meyjan eiga ágætlega saman og ekkert því til fyrirstöðu, að þau geti lifað saman í sátt og samlyndi. Á bumbunni þeirri arna verður víst ekki sigrazt nema með einhvers lags megrun- arkúr. Skriftin er fínleg og áferðafalleg og því engin ástæða til að skamma þig fyrir hana. Danskennari Kæri Póstur! Þakka þér fyrir allt skemmti- legt. Mig langar aðeins að spyrja þig, hvernig nám ég þarf að hafa til að verða danskennari. Hvað þarf ég að vera gömul? Og að síðustu: Mundir þú kalla það gott framtíðarstarf? Ég treysti á dómgreind þína. Vertu svo blessaður. B.O.B. Jú, mér finnst það aldeilis prýði- legt framtíðarstarf að vera dans- kennari, en það kvað vera langt nám og nokkuð erfitt og kostar áreiðanlega einhverja dvöl er- lendis. Annars skaltu hafa sam- band við Hermann Ragnars, Heiðar Ástvaldsson eða einhvern annan danskennara og fá hjá honum nákvæmar og nánari upplýsingar. Tokið úr sambandi Svar til „Einnar í vanda“: Það fer ekki á milli mála, að eitthvað hefur verið „tekið úr sambandi“ eins og þú kemst að orði. Hegðun unnusta þíns er ekki eðlileg, allrasízt með tilliti til þess, að þú ert vanfær. En þar sem ástir ykkar eru jafn sterkar og áður og ekkert athugavert við samband ykkar, - þú segir jafn- vel að hann hafi lýst því yfir ný- lega, að hann Iíti ekki á neina aðra stúlku en þig — þá hlýtur orsökin að vera allt önnur. Ætli hann sé ekki hreinlega í slæmum félagsskap, en hafi ekki einurð og skapfestu til að losa sig úr honum? Þú skalt athuga það mál vandlega, því alls ekki er óhugs- andi, að þú getir hjálpað honum og — sett hann í samband aftur. Robertino og Chevalier Virðulegi Póstur! Eg stend í miklum deilumál- um við nokkra kunningja mína einkum og sér í lagi móður mína. Við þrösum mikið um söngvar- ann Róbertino, hvenær hann sömg fyrst inn á plötu, 'og einnig hvenær hann kom hingað til landsins, og hve gamall hann er. Og fyrst, ég skrifa þér á annað borð leikur mér forvitni á að vita hvort franski söngvarinn Maurice Chevalier hafi komið 6 VIKAN 11. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.