Vikan - 12.03.1970, Page 21
— Hvernig líður þér, hér er tölu-
verður reykur.
Það var það reyndar. Ef mér
hefði verið mögulegt að finna til
hræðslu, þá hefði ég gert það
þarna. Við fálmuðum okkur niður
hringstigann, — mjög hægt, því að
við sáum ekkert fram fyrir okkur;
það gat orðið lífshættulegt fyrir
okkur að verða fyrir meiðslum.
Svækjan var óbærileg, reykurinn
var svo mikill að okkur logsveið í
háls og lungu. Hundarnir komu
geltandi á eftir okkur, en ekkert af
hinum dýrunum.
— Heldurðu að dýrin drepist
þarna úti? spurði ég hóstandi.
— Þau ættu að geta bjargað sér.
Þau geta alltaf farið í vatnið, ef í
hart fer. Stanzaðu nú, hér eru dyrn-
ar, við skulum sjá hvað er bak við
þær.
Hann opnaði varlega. Reykurinn
þyrlaðist á móti okkur og allsstaðar
glórði í eldtungur. Hann flýtti sér
að loka.
— Það lítur sannarlega út fyrir að
við verðum að snúa okkur að glugg-
anum, eftir allt.
— Það getur verið að þessi eldur
sé aðeins frá blysunum og Ijósunum
í veggnum, Ijósunum sem þau voru
búin að koma upp fyrir næturstörf-
in. Ég var skelfingu lostin þegar ég
sá þessi blys á leiðinni út.
Hann opnaði aftur, svolitla rifu.
— Þetta er rétt hjá þér, lofaður
veri Allah. Við erum heppin. Reyk-
urinn fer í hina áttina. Hann dró mig
inn fyrir hurðina og skellti henni
aftur, þegar hundarnir voru líka
komnir í gegn.
— Komdu, nú hlaupum við. Guði
sé lof að við sjáum til. Geturðu
þetta?
— Auðvitað. Ég vona bara að við
lendum ekki í flasinu á úlfaldalest-
inni.
— Við verðum heppin, ég er bú-
in að segja þér það.
Og það vorum við. Nokkrum mín-
útum síðar, eftir hlaupin gegnum
kveljandi reykinn í ganginum, kom-
um við að bakdyrunum. Ég tók
keðjurnar frá, meðan Charles bisaði
við lásinn. Lykillinn passaði og dyrn-
ar opnuðust, enda voru öll járn vel
smurð.
Hundarnir þutu fram hjá okkur.
Uti var loftið hreint og svalt. Char-
les lagði armana um mig og bar
mig upp brekkuna að klettinum við
trén. Bakhliðið skall í lás að baki
okkar og lokaði okkur úti frá Dar
Ibrahim.
Þá fyrst heyrði ég hávaðann. Það
var ekki brakið og hávaðinn, innan
úr „miðjunni", ég var orðin vön því
hljóði, en þetta var nýr hávaði, eins
og frá öskrandi mannhafi. Það kom
frá vinstri, frá aðalhliðinu.
Hundarnir voru nú orðnir rólegir,
og fylgdust með okkur, þegar við
gengum meðfram múrnum á bak-
hliðinni.
Við námum staðar í skugga við
sykamortrén. Charles vafði mig að
sér.
— Þú skelfur, er þér kalt?
— Nei, alls ekki, ekki ennþá, ég
hefi ekki haft tíma til að láta mér
verða kalt. Heyrirðu hrópin? Verð-
um við ekki að athuga þetta?
— Það er engin ástæða til þess,
sagði hann þurrlega. Burtséð
frá því að mér er skítsama þótt
Grafton og Lethman verði að ösku,
þá held ég að allir þorpsbúar séu
þarna samankomnir, og bráðum
koma langferðabílarnir frá Beirut,
þeir láta ekki svona brennu fara
fram hjá sér. Við megum heldur
ekki gleyma framferði þeirra við
þig, elskan mín. En hvern fjandan
varstu að gera þarna inni; ég hélt
þú værir fleiri mílur í burtu, og
hefðir ekki hugmynd um það sem
fram fór hér. Hvað kom fyrir?
— Þeir fóru með mig hingað aft-
ur. Svo sagði ég honum í stuttu
máli frá öllu sem fyrir mig hafði
komið. En þegar hann fór að býsn-
ast yfir því, sagði ég:
— En þú, hvað varst þú að gera
hér? Hvað kom þér til að leita að
mér. Hvernig vissirðu að ég var hér?
— Ég heyrði til þín. Þú öskraðir
eins og sírena, áður en eldurinn
brauzt út
— En hvernig komstu inn aftur,
þeir sögðu að þú hefðir flúið út um
stóra hliðið.
— Það gerði ég líka. Þeir reyndu
að svæfa mig með þessum viður-
styggilegu eiturlyfjum, en ég þótt-
ist bara sofa. Jassim, karlgreyið, lét
gabbast, og svo sló ég hann niður
og flýtti mér út. Það var bara fjandi
óþægilegt að þeir höfðu tekið frá
mér fötin mín, þegar þeir læstu mig
inni .... Ég skil ekki hve Lethman
er einfaldur, að honum skyldi detta
í hug að það gæti hindrað mig í
því að fara allra minna ferða, ef ég
kæmizt út.
— Hann þurfti sjálfur á þeim að
halda. Hann ók bílnum þínum til
Beirut, og hefir eflaust viljað llkjast
þér sem mest.
— Bölvaður dóninn! En svo tók
ég lyklana af Jassim og hljóp út,
.nakinn, eins og ég kom í heiminn.
Ég fann þessar buxur t einum klef-
anum, tók bara það nauðsynlegast,
og hélt áfram. Ég vissi að ef þeir
veittu mér eftirför, þá myndu þeir
fara beina leið að vaðinu, svo ég
hljóp bak við húsið, meðfram
kvennabúrsgluggunum. Þú hefðir átt
að sjá hve glæsilegur ég var, með
buxurnar í hendinni og stöðugt að
stinga mig á þyrnum.
— Vesalingurinn minn.
— Já, og svo nam ég staðar and-
artak, bak við trén og kom mér !
buxurnar, og þá„ . . þá heyrði ég
þig æpa. Gerði hann þér eitthvað
skrattakollurinn?
— Ekkert að ráði, ég öskraði
þegar kötturinn kom. Hvernig
komstu svo inn?
Hann hafði horft leitandi niður
fyrir sig, meðan við vorum að tala
saman, og rak svo upp óp og beygði
sig niður.
— Hér er það . . . Hvað var ég að
segja? Jú, þegar ég heyrði þig
hljóða. Ég flýtti mér í buxurnar og
hljóp eins hratt og ég komst að
stóra hliðinu, en þeir höfðu lokað
því. Þá fann ég reykjarlyktina og
hljóp, eins og skrattinn væri í hæl-
um mér að glugganum þarna og
klifraði inn. Það var ekki svo erfitt.
— Ekki erfitt! Ég sá nú vegginn
! fyrsta sinn utan frá. — Mér sýnist
þetta ómögulegt.
— Ekki fyrir svona stóran, sterk-
an og hughraustan mann eins og
Charles, aðdáenda þinn og auð-
mjúkan þjón. Ég vissi að þú varst
komin út í trjágarðinn, því að ég
heyrði þig kalla á hundana, og þeg-
ar ég kom þangað, sá ég Orkina
hans Nóa á eynni ! tjörninni. Heyrðu,
hvað ertu með um hálsinn?
— Það er verndargripur, sem ég
keypti fyrir bílinn þinn, til varnar
gegn vonda auganu. Þú sagðir að
það væri nauðsynlegt að eiga slíkan
verndargrip, sagði ég. — Þetta er
handa þér, ástin mín, ég held að
þetta sé mesti heillagripur. Þú ert
næstum þv! eins glæsilegur og ég.
— Það þýðir ekkert fyrir þig að
vera með gullhamra.
— Ég er ekkert að gera að gamni
m!nu, mér finnst þú mjög glæsileg-
ur.
— Sama segi ég, þú ert eins og
hellt hafi verið yfir þig úr ruslafötu,
Framhald á bls. 47
XI. tbi. VIKAN 21