Vikan


Vikan - 12.03.1970, Síða 22

Vikan - 12.03.1970, Síða 22
I þessari grein lýsir Irving Stone fyrsta stórsigri Jacks London á rithöfundabrautinni og hinum sífelldu fjárhagsörðugleikum hans. Jack London hafði tekizt að selja eina smásögu, og nú hóf hann ritstörf með þeim ákafa og þrautseigju, sem honum var eiginleg. Fyrst og fremst varð hann að auka þel^kingarforða sinn. Haun gat ekki skrifað skýrt, nema hann gæti hugsað skýrt, og væri viðlesinn. Ilann byrjaði samstundis að lesa lífeðlisfræði, mann- fræði, hagfræði og sögu. En hann las ekki eins og há- skólastúdent. sem þylur í helg og biðu einungis til þess að standast próf. Hann las eins og gráðugur úlfur, sem fleygir sér hamslaus yfir varnarlausa hráð, þangað til hann hafði sogið hverja ein- ustu hugsun inn í heila sinn; allt sem hann gat notað skrif- aði hann hjá sér og raðaði þvi i spjaldskrárkerfi, sem hann hafði alltaf við hendina. Kýnni hans af heimspeki- kenningum Spencers opnuðu honum nýja og áður ókunna heima. Þar lcynntist hann manni, sem skipaði þekking- lúini fyrir liann í eina sam- stillta heild, opinberaði hon- um heimsmynd, sem var svo auðskilin, að hún líktist skipslíkönum þeim, sem sjó- menn búa til og setja í flösk- ur. Það var ekkert duttlunga- fullt við það allt var bundið óhagganlegum lögmálum. Darwin. Spencer, Karl Marx og Nietzsche urðu fræðarar hans. og Nietzsche hafði jafnvel enn meiri álirif á tilfinningalif hans en Spencer. Einkum var það kenning hins fyrrnefnda um ofurmennið, manninn, sem er stærri, sterkari og gáfaðri en allir aðrir, — riddarann, sem sigrast á öllum örðug- lcikum og stjórnar lýðnum, sem liafði djúp og varanleg áhrif á hann. Kenningin um ofurmennið var honum mjög að skapi. Hann leit á sjálfan sig sem ofurmenni, risa, sem að lokum mundi fá að stjórna fjöldanum, kenna honum, leiða hann og skipa honum fyrii verkum. Jack lét jiað ekki á sig fá, þótt Ni- etzsclie halaði sósíalismann i samræmi við lieimspeki- kenningar sínar. Hann vildi trúa á ofurinennið og sósíal- ismann jöfnum höndum, þótt ósamrýmanlegt væri. Árum sainan tókst ltonum að sitja þessa tvo andlegu gæð- inga, þó að þeir toguðu hvor í sína áttina. í augum Jacks var orðið töfrum gætt. Orð gálu verið falleg, sterk, bitur, innblás- in ... Hann las með alfræði- orðahók i annarri hendinni, skrifaði ný orð niður á blað og stakk svo blöðunum í raínmahornið á dragkistu- sþeglinum, svo að liann gæti eft sig á þeim, á meðan hann var að raka sig og klæða. Þegar hann þurfti á ein- liverju ákveðnu orði að lialda í sögur sínor, leitaði liann í þessum endalausu listum, og ef liann svo fann orð. sem einmitt liafði þann hljóm og þá merkingu, sem liann var að leita að, þá varð hann mjög glaður Þegar hann skrifaði, greip hann sama æðið og þegar hann las. Hann undi sér ekki nema fimm tíma svefns og var jafnvcl sárgramur yfir því að þurfa að sc’>a þessum stulta tíma Svo kom sú langþráða stund, þegar fvrsta sagan, sem hann hafði selt, „í Iangferð“ birtist í „Over- land Monthlv“. Það var fyrsta spor hans út á rithöf- iþidabrau tina. En tímaritið sveikst ekki aðeins um að senda lionum þessa fimm dollara, scm þeir höfðu lof- að honum, þeir sendu hon- um ekki einu sinni eintak af tímaritinu. Hann mændi löngunarfullum augum inn i blaðasölurnar, því að hann átti ekki tíu sent til þess að lcaupa blaðið. Hann varð að fá þau lánuð hjá Edward Applegarth, til þess að fá að sjá sitt eigið afkvæmi á prenti. Blaðasalarnir í Oakland seldu upp öll eintökin af „Overland Monthly“ og urðu að fá fleiri hlöð til viðbótar. Vinir Jacks i „Málfundafé- Löngum sat Jp.ck London mestan hluta sólarhringsins við skriftir. Hann fór sjaldan út, svaf lítið og varð horaður og þróttlítill. Þar við bættist, að hann hafði varla í sig og á. 22 VIKAN 11. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.