Vikan - 12.03.1970, Qupperneq 31
Benjamín hrökk við og leit á
hana.
— Er það ekki? sagði hún aft-
ur.
— Ég man það ekki.
— Förum þangað.
— Á Taft-hótelið?
— Já.
— Bíddu aðeins, sagði hann
og hristi höfuðið. — Það er svo
langt í burtu.
—- Nei, aðeins tveir eða þrír
kílómetrar.
— Já. En kannske er enginn
bar þar.
— Við skulum athuga það.
— En Elaine, sagði hann, —
ég — hérna — hvers vegna datt
þér Taft-hótelið í hug?
Hún snéri sér við í sætinu og
horfði á hann. — Hvað er að?
— Ekkert, sagði hann. — Ég
meina — ég var bara að velta
því fyrir mér hvort þeir hafa
bar eða ekki. Við skulum athuga
það. Já, við skulum athuga hvort
þeir hafa bar þar eða ekki.
Þau gengu inn í Veranda-
salinn og Elaine valdi borðið í
horninu við gluggann. Benjamín
tók af henni kápuna og þau sett-
ust. Elaine leit út um gluggann
um stund, en svo snéri hún sér
að Benjamín. — Mér finnst eins
og ég hafi verið hér áður, sagði
hún. — Er ekki danssalur hérna?
— Ég veit það ekki.
— Jú, ég held það. Mig minn-
ir að ég hafi komið hingað ein-
hverntíma í einkasamkvæmi.
Benjamín kinkaði kolli án
þess að líta á hana. Elaine opn-
aði munninn til að segja eitthvað
meira, en hætti við það og yggldi
sig í áttina að anddyrinu. Hún
beygði sig áfram og lagði aðra
hendina á handarbak Benjamíns.
— Það er einhver maður þarna
sem glápir á okkur, sagði hún.
Benjamin hristi höfuðið.
— Einn lyftuþjónanna, sagði
hún. —• Hann starði á okkur
þegar við komum inn og gerir
það enn.
— Elaine, komdu.
— Sjáðu, sagði hún. — Þeir eru
orðnir tveir. Þeir tala um okk-
ur.
— Elaine —
— Þeir standa þarna og glápa
á okkur. Ég er viss um að þeir
eru að tala um okkur, því ann-
ar var að benda á okkur.
Skyndilega kom þjónustu-
stúlkan og setti tvö glös á borð-
ið. Síðan fór hún. Elaine leit upp
og starði á eftir henni. — Hvað
er að ske? sagði hún.
Benjamín ræskti sig.
— Benjamín?
— Elaine, komdu.
— Hvers vegna kom hún með
þessi glös?
— Ég pantaði um leið og við
komu minn.
— Nei, þú pantaðir ekki um
leið og við komum inn.
— Drekktu bara úr glasinu
þínu.
— Hvað?
— Drekktu.
— En henni hafa orðið á mis-
tök.
Benjamín hristi höfuðið. —
Nei, sagði hann. — Ég pantaði
um leið og ég kom inn.
— Nei!
— Elaine, ég pantaði þetta,
sagði hann. ■— Ég hvíslaði þessu
að henni um leið og við gengum
framhjá henni.
— Af hverju segirðu þetta?
— Þetta er satt!
— Nei!
— Drekktu úr glasinu þínu!
Hún leit á glasið á borðinu fyr-
ir framan hana. — Þetta er ekki
það sem ég vildi.
—- Fjandinn hafi það! Benja-
mín þreif glasið, sem var fullt
af Martini, og kláraði úr því í
einum teyg.
—• Benjamín, hvað er að ske?
— Ekkert.
— Jú, eitthvað er á seyði hér.
Hvað er það?
— Mér líkar ekki þessi staður.
— Hvers vegna?
— Af því bara.
— Hvers vegna laugstu að mér
þessu með glösin?
— Það var ekki lygi.
— Af hverju ertu þá svona
æstur?
— Komdu! sagði Benjamín og
stóð upp. Hann var rétt búinn
að henda borðinu um koll, um
leið, tók kápu Elaine af stólnum
við hliðina á borðinu og rétti
henni hendina, eftir að hafa hent
nokkrum smápeningum á borðið.
— Komdu! Komdu!
Hann flýtti sér á undan henni
út úr Veranda-salnum og fram
í anddyrið. Afgreiðslumaðurinn
brosti þegar hann sá hann og
sagði: — Gott kvöld, herra
Gladstone. Benjamín flýtti sér
framhjá honum.
— Benjamín? sagði Elaine.
— Komdu! Hann dró hana út.
— Benjamín? Þekkja þeir þig
hérna eða hvað?
Þau gengu út um dyrnar og
út að bílastæðinu. Benjamín
opnaði dyrnar fyrir hana og lét
hana hafa kápuna. — Viltu fara
inn? sagði hann.
— En . . . Benjamín?
— Djöfull! Inn með þig,
Elaine!
Hún fór inn í bílinn og Benja-
mín lokaði á eftir henni; fór
síðan inn hinum megin. Um leið
og hann hafði lokað á eftir sér
byrgði hann andlitið í höndum
sér og hristi höfuðið. í dágóða
stund sat hann þannig. -— Elaine,
sagði hann að lokum. — Mér
líkar við þig. Mér líkar afskap-
lega vel við þig.
Hún horfði á hann en svaraði
ekki.
— Trúirðu því, Elaine?
Hún kinkaði kolli.
— Trúirðu því?
— Já.
— Þú — þú ert fyrsta mann-
eskjan í langan tíma sem mér
hefur líkað við. Fyrsta persónan
sem ég hef getað afborið að vera
með.
Hún tók með hendinni í aðra
hendina á honum og dró hana
frá andliti hans.
— Ég mei'na — þetta líf virð-
ist allt vera svo tilgangslaust.
Þetta er ekki neitt neitt. Hann
hikaði andartak en dró svo hend-
ina að sér og hristi höfuðið. —
Mér þykir fyrir þessu, sagði hann
og fór í vasann eftir bíllyklun-
um. — Ég skal fara með þig
heim.
Hún horfði á hann setja bílinn
í gang. — Benjamín? sagði hún
svo.
— Já?
— Heldurðu við einhverja
konu?
Benjamín stirðnaði.
Elaine hristi höfuðið. — Fyr-
irgefðu, sagði hún.
— Elaine?
— Fyrirgefðu, endurtók hún.
— Mér kemur þetta ekkert við.
Benjamín snéri lyklinum ró-
lega til baka og drap á bílnum.
I nokkrar mínútur starði hann
á höndina á sjálfum sér, en svo
út um gluggann. — Það skeði
SKEMMTILEG
FRAM H ALDSSAG A
í SÉRFLOKKI.
bara, sagði hann. — Bara eitt-
hvað andstyggilegt sem skeði
með öllu hinu. Hann leit á ahna.
— Skilurðu það. Geturðu skilið
það, Elaine?
Hún kinkaði kolli.
— En hvað finnst þér um mig?
— Hvað?
— Já, hvað finnst þér um mig
núna?
Hún kinkaði kolli.
— Hvað finnst þér?
Elaine yppti öxlum. — Ég held
að þú haldir við einhverja konu,
sagði hún. — Hvað annað á ég
að halda?
— Fyrirlíturðu mig?
Hún leit á hann.
— Er það ekki, Elaine?
Hún tók aftur í hendi hans.
•— Benjamín? sagði hún — Var
hún gift?
Hann kinkaði kolli.
— Fjölskylda?
— Sonur. Já, hún var gift og
átti son.
— Komust þeir að því?
— Nei.
— Og nú er allt búið?
— Já.
Elaine hristi höfuðið. — Hvers
vegna ætti ég að fyrirlíta þig?
sagði hún.
— En Elaine — ég meina . . .
sagði hann um leið og hann
sneri sér að henni, — hvað ef
það væri einhver sem þá þekkt-
ir? Hvað myndi þér þá finnast?
— Ég veit það ekki.
— Myndirðu hata mig?
— Það held ég ekki, sagði hún.
— Var það?
— Hvað?
— Var það einhver sem ég
þekki?
— Nei.
— Bara kona sem þú hittir á
bar?
Benjamín kinkaði kolli.
— Og var hún einmana og leið
og allt það?
— Já.
— Jæja, þá reikna ég með að
þú hafir létt af henni leiðind-
unum. Ég meina — mér kemur
þetta í rauninni ekkert við. Mér
þykir fyrir því að ég skuli vita
þetta.
— Nú?
— Ja, það virðist valda þér
einhverjum áhyggjum að ég
skuli vita það.
— Elaine, það veldur mér
Framhald á bls. 45
n. tbi. VIKAN 31