Vikan


Vikan - 12.03.1970, Blaðsíða 37

Vikan - 12.03.1970, Blaðsíða 37
Undir sumarsól Framhald af bls. 12 mönnunum svo að um munaði. Það var ekki svo auðvelt að skilja þetta svona um leið. Hún var ekki fríð kona og hún hafði heldur ekki jafnskær augu og frú Trampe, — þau þoldu ekki samanburð. En hún hafði dimm og hættuleg augu, — já, þannig var það. Auk þess líktust auga- brúnirnar tveim íglum, sem teygðu saman ranana. Og hún var ljóshærð og varirnar voru eins og blóm. Það var nú svo. Frú Anderson fór seint á fæt- ur á morgnana og gestgjafafrúin varð að minna hana á stundvísi: morgunverður klukkan ná- kvæmlega 9. Frú Anderson sagði: — Eg skal mæta klukkan ná- kvæmlega 9 — nema á morgn- ana. Og þá varð jafnvel aðalræðis- manninum það á að líta á hana. Og aðalræðismaðurinn var nú þannig gerður, að enginn þurfti að kenna honum að lesa úr aug- um. Hann var af frægri skálda- ætt og orti sjálfur ágæt kvæði um náttúruna og mennina. Þegar tímar liðu fékk Ander- son reikninginn. Hún bað þegar um greiðslufrest. Hún ætti ekki peninga, sagði hún, en það myndu áreiðanlega verða ein- hver ráð með peninga einhvern daginn. Um kvöldið átti hún tal við etatsráð Adami. Hann var orð- inn ungur í annað sinn. Þessi sköllótti herramaður hafði mjög gaman af spurningum og svörum frúarinnar. Þegar etatráðsfrúin kallaði á mann sinn. kom aðalræðismað- urinn og settist í sæti hans. Hann sagði: — Eg öfunda etatsráðið af þessu langa samtali við yður. — Það eruð þér sem ég hef beðið eftir, herra aðalræðismað- ur, svaraði frúin. Eg þarf að spyrja yður að dálitlu og jafn- framt þakka yður. — Fyrir hvað? — Eruð það þér, sem látið setja blóm inn í herbergið mitt? - Blóm? ’Ég skil ekki... Haf- ið þér fengið blóm? — Afsakið, sagði hún. — Eg hef gert mér of háar vonir. Nú varð aðalræðismaðurinn skáldlegur út af þessum leyndar- dómsfullu blómum. — Hamingjan góða. Þetta hefði ég átt að hugsa út í. Við hefðum öll átt að senda yður blóm á hverjum degi. — Eg elska blóm, sagði frúin, en ég er of fátæk til þess að geta keypt blóm. Samtaiið barst að öðru og frú- in fór að segja aðalræðismann- inum allt af létta um hagi sína og hann gerði slíkt hið sama. Hann hafði aldrei fyr verið svo Heimilistrygging sem svarar kröfum tímans >> Skilmólar fyrir heimilistryggingar hafa verið endurskoSaðir og bætt inn nokkrum nýjum atriðum og tryggingum, jaf.nframt hafa tryggingaupphæðir fyrir óbyrgðar- og örorkutryggingar verið hækkaðar. Starfsmenn félagsins eru óvallt reiðubúnir til þess að veita yður aðstoð í tryggingamólum yðar. Aðeins eitt simtal og þér eruð tryggður. \V, ALMENNAR TRYGGINGAR^ PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SÍMI 17700 \\ II II II II II II II II II II II II I I I I I I II I I I I II II II II II II II II II II II II II I I II II I I II II II II II II I I II I I I I V opinskár við ókunnuga. Hann gerði sig að lokum hlægilegan. Frúin sagði: — En þér eruð kvæntur, herra ræðismaður — Elskendum er hollara að horfa fram en aftur, sagði aðal- ræðismaðurinn og andvarpaði. Við hádegisverðarborðið dag- inn eftir var aðalræðismaðurinn ákaflega feiminn og taugaóstyrk- ur. Það var vegna smákvæðis sem hann hafði stungið inn í munnþurrku frú Anderson. Þeg- ar frúin hafði fundið kvæðið og var byrjuð að lesa það, sagði hann við sessunaut sinn: — Það er meiri hitinn í dag. Það lék sá grunur á, að etats- ráðið, sá aldraði gljáskalli, hefði látið setja rósirnar inn í herbergi frú Anderson. En þegar frúin bar það á hann, harðneitaði hann því. — Nei, nei, það var ekki ég Eg má ekki kannast við það. Frúin horfði undrandi á hann. Hún sperrti brúnirnar, þessar tvær iglur, sem teygðu saman ranana. Hún sagði: — En hvað þér sögðuð þetta fallega. Röddin var eins og hörpubassi. Syngur etatsráðið? — Nei, það geri ég ekki..., það er að segja... einu sinni gat maður náttúrlega tekið á lagi. Hann var orðinn ungur í ann- að sinn. Það var víst þetta heil- næma loftslag og hafgolan, sem gerðu það að verkum. Etatsfrúin sendi boð eftir hon- um, en hann sinnti því ekki. —• Eg fer ekki, sagði hann. — Lof mér að hafa frið stundar- korn. Hvað vill hún mér eigin- lega? Og frú Anderson kinkaði kolli og var á sama máli. Hann skyldi bara sitja kyrr. — Við getum gjarnan talað um viðskiptamál, sagði hún. Þá 11. tw. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.