Vikan - 12.03.1970, Síða 47
MIOA
PRENTUN
HILMIR HF
SKIPHOLTI 33 - SlMI 35320
sinni. — Látum hann aðeins í
friði, sagði hann. — Segðu okk-
ur nú alla söguna. Frú Braddock
fór að þurrka sér um augun og
Benjamín settist.
— Jæja, sagði herra Braddock
og tók fram stól. — Eruð þið
búin að ákveða hvenær?
— Nei.
Frú Braddock settist og tók í
aðra hendina á syni sínum.
— Ertu búin að segja Robin-
son-hjónunum frá þessu.
— Nei.
— Hringjum snöggvast í þau.
— Nei.
— Ó, sagði herra Braddock,
— ég skil. Þú vilt bíða aðeins
með það.
— Ó, Ben, sagði frú Braddock
og fór að gráta aflur.
Beniamín ræskti sig. Ég held
það sé betra að þið vitið af því,
sagði hann, — en Elaine veit
þetta ekki ennþá.
Frú Braddock hætti að þurrka
sér um augun og lét vasaklútinn
síga hægt og rólega.
— Veit hún ekki hvað ennþá?
spurði herra Braddock.
— Að v’ð ætlum að giftast.
— Hvað?
— Það er svona klukkutími
síðan ég ákvað það.
Herra Braddock leit á konu
sma og síðan á Beniamín. —- Þú
hlvtur þó að hafa talað um þetta
við hana?
Beniamín hristi höfuðið.
— En þú hefur þó skrifað
henni?
— Nei.
— Hringt í hana?
— Nei.
— Guð minn góður. Ben. sagði
herra Braddock. — Þú æsir okk-
u.r upp og ætlarðu svo að segia
okkur að bú hafir ekki beðið
hennar ennbá?
— Einmitt.
Herra Braddnck stóð unn og
benti á ferðat^sVupa á gólfinu.
—; Hvað er með þetta?
— Ég ætla að keyra upp til
Berkeley í dag.
— Og biðja hennar?
— Já.
— Jæja, sagði herra Braddock,
tók við vasaklútnum af konu
sinni og setti hann í vasann. —
Þetta hliómar hálf-ankannalega.
Til hvers ætlar þú að fai'a með
farngur með þér?
— Ég er að flytja.
— Og búa þar?
— Já.
— Ben? sagði frú Braddock og
horfði á hann. — Við héldum að
þú . . .
— Hægan lagsi, sagði herra
Braddock. — Hún er þarna upp-
frá að ljúka við skóla og þú
ætlar bara að fara þangað og búa
í nágrenni við hana?
— Já.
— Ben, þú getur ekki gert það.
— Ég ætla nú samt að gera
það.
— Seztu niður og skrifaðu
henni, sagði herra Braddock. —
Hringdu í hana. Gerðu eitthvað
annað en að fara þangað og
angra stúlkuna einfaldlega vegna
þess að þú hefur ekkert annað
að gera.
— Ég elska hana, sagði Benja-
mín. Hann stóð upp og beygði
sig niður til að kyssa móður sína
á kinnina. Svo tók hann ferða-
töskuna og koddann upp af gólf-
inu.
— Ben, hlustaðu á mig, sagði
faðir hans. — Ég er viss um að
þú elskar hana. Og mér lízt ljóm-
andi vel á þetta. Þú og Elaine.
En drottinn minn dýri!
Benjamín gekk að dyrunum.
— Þú þekkir stúlkuna ekkert,
Ben. Hvernig veiztu að hún vill
giftast þér?
— Hún vill það ekki — ennþá.
— Nú? Ja — er ... henni hlýtt
til þín? Líkar henni við þig?
— Nei.
— Guð minn almáttugur, Ben!
sagði herra Braddock og fórnaði
höndum um leið og hann sté eitt
skref áfram. — Þú getur ekki
vaðið þarna upp eftir og ruðzt
inn í líf hennar svona?
Benjamín opnaði dyrnar. — Ég
sendi ykkur heimilisfangið mitt,
sagði hann.
Klukkan var farin að nálgast
fimm þegar hann kom til Berka-
ley og göturnar voru fullar af
fólki og bílum. Hann komst inn
á aðalgötuna og lagði fyrir fram-
an hótel. Um stund stóð hann og
horfði á stúdentana sem fylltu
allar götur og fór svo inn. Gamall
maður við afgreiðsluborðið leit
upp frá dagblaðinu sínu.
— Eru nokkur herbergi laus?
spurði Benjamín.
Maðurinn kinkaði kolli.
— Með síma?
— Sum.
— Gott, sagði Beníamín, — ég
ætla þá að ná í farangurinn
minn. Hann snerist á hæl og
gekk til dyra en stanzaði og gekk
aftur til mannsins.
— Nokkur góð veitingahús hér
í nágrenninu?
— Niðri á horni.
Beniamín þakkaði fyrir sig og
eekk niður á götuhornið. Eftir
að hafa farið vandlega yfir mat-
seðilinn sem var límdur í glugg-
ann, fór hann inn og leit í kring-
um sig; valdi borð. Þjónustu-
stúlka birtist við hlið hans með
matseðilinn.
— Eg var að spekúlera í hvort
ég þyrfti að gera pöntun áður en
ég ætlaði að borða hér í kvöld.
— Þér getið það hvort sem
heldur, herra.
— En verður ekki orðið
skrambi margt hérna um átta-
leytið?
— Það er erfitt að segja um
það.
Benjamín kinkaði kolli. —
Jæja, sagði hann, — viltu þá
taka frá borð fyrir mig.
— Nafn?
— Braddock. Herra Benjamín
Braddock.
— Borð fyrir hve marga?
— Bara tvö?
— Tvo?
— Já, sagði Benjamín, — og
— gætum við fengið þetta borð
þarna í horninu? Hann benti í
fjarlægasta hornið.
— Alveg eins og þér óskið,
herra minn.
í herberginu hans var sími á
borði við hliðina á rúminu. Hann
settist og horfði á hann lengi vel
án þess að snerta hann. Loks tók
hann tólið upp, en skellti því nið-
ur áður en miðstöð svaraði.
Hann stóð upp og gekk út að
glugganum. Á götunni fyrir neð-
an var allt morandi í stúdentum
og öðrum íbúum borgarinnar;
sumir rápuðu á milli búða og
aðrir stóðu í smáhópum og töl-
uðu saman. Benjamín horfði á
þá um stund en fór svo úr og í
bað. Síðan skipti hann um föt
og greiddi sér vandlega. Þá sett-
ist hann við símann, ræskti sig
og tók upp tólið.
— Halló? sagði hann þegar
miðstöð svaraði. — Gætuð þér
gefið mér símanúmerið hjá El-
aine Robinson? Hún er hér í
háskólanum.
Framhald í næsta blaði.
Hringur soldánsins
Framhald af bls. 21
augun eru stór eins og mylluh|ól og
svört eins og nóttin.
— Það er vegna þess að ég
reykti þennan óþverra, sem Grafton
gaf mér.
— Það datt mér í hug. Var það
gott?
— í fyrstu er það gott, maður
verður svo blessunarlega laus við
áhyggjur. En svo er eins og beinin
morkni og heilinn verður eins og
lopi, það er ekki hægt að hugsa. Ó,
Charles, veiztu að þeir verzla með
eiturlyf?
— Ég veit það, ástin mín. Leth-
man sagði mér sitt af hverju, hann
virtist varla vita hvað hann talaði
um. Vissir þú að hann er eiturlyfja-
neytandi?
— Grafton sagði það. Talaði hann
nokkuð um andlát Harrietar frænku?
Sagði hann þér að hún væri dáin?
— Ég vissi það.
Ég leit undrandi á hann.
— Áttu við að þú hafir vitað það
allan tímann?
— Já.
— Hvernig vissirðu það?
— Það voru auðvitað getgátur til
að byrja með. Vissir þú ekki að hún
hafði líka ofnæmi fyrir köttum?
— Hún? Það hefi ég aldrei heyrt.
En nú skil ég. Þú varst svo skrltinn,
þegar ég sagði þér að bað hefði
verið köttur í rúminu hennar, þér
fannst það ekki geta fallið inn í
myndina.
— Eigum við ekki að reyna að
komast eitthvað. þar sem við getum
séð hvað er að ske?
Við fórum að leita fyrir okkur
eftir einhverri leið upp á klettinn.
— Sagan af kettinum gerði mig
grunsaman. Þá reiknaði ég með því
11. tbi. VIKAN 47