Vikan


Vikan - 12.03.1970, Blaðsíða 50

Vikan - 12.03.1970, Blaðsíða 50
Úrval Kemur út mánaðarlega Gerizt áskrifendur Niger Company, Chartered and Limited. Að sið annarra slíkra gróðafélaga brezkra kom félag- ið sér upp her og hélt landvinn- ingunum áfram. 1897 mátti heita að öll Suður-Nígería væri á valdi félagsins, og urðu Benínmenn hvað síðastir til að lúta útlend- ingunum. Mannblótum sínum héldu þeir trúlega áfram til hins síðasta, og fannst Bretum mikið til um merki þess siðar er þeir tóku Benín. Var þar hvert altar- ið við annað löðrandi í manna- blóði, og einnig höfðu menn ver- ið hengdir upp í tré í löngum bunum eins og á Norðurlöndum fyrrmeir til dýrðar Óðni. Þrátt fyrir þetta skyldi enginn halda að Benínmenn hafi verið ein- hliða barbarar; þannig var mynd- list þeirra ein hin merkasta í Afriku. Konunglega Nígerfélagið komst fljótlega í ýmiss konar klandur, bæði vegna deilna við Frakka um nokkrar landspildur og sömuleiðis fórst þeim mis- jafnlega vel að tjónka við þá innfæddu. Varð þetta allt saman til þess að félagið var leyst upp og brezka stjórnin tók að sér allan myndugleik þess í Nígeríu, til að bjarga þar æru og hags- munum heimsveldisins. Þetta var sem sagt í megindráttum sama sagan og skeði í Indlandi og víðar. Formlega varð Nígería þannig hluti af brezka heims- veldinu þann fyrsta janúar 1900, og var stjóm nýlendunnar feng- ið sæti í Lagos. Norður-Nígeríu höfðu Bretar svo sem engan áhuga á, enda miklu minna þar um auðlindir sem þeir girntust en sunnan- lands. En emírar norðlendinga vildu ómögulega leggja af þræla- verzlun, sem að skilningi Afríku -manna var elzt og sjálfsögðust allra viðskiptagreina, og ekki gátu þeir heldur látið alveg vera að fara suður í land í ránsferðir eftir þrælaefnum, sem einnig var forn siður. Þetta gátu Bretar auðvitað ekki liðið svo að þeir lögðu norðurlandið einnig undir sig, sumpart fyrir þá sök að annars var aldrei að vita nema Frakkar ginu yfir því. Árið 1903 mátti heita að allt það svæði sem 50 VIKAN “•tbl- nú er Nígería væri tryggilega undir brezkri stjórn. Til að spara sér kostnað og rekistefnu við að stjórna norðurlandinu létu Bret- ar soldána og emíra Fúlana og Hása þar mikið til sjálfráða áfram, og hélzt svo allt þar til landið varð sjálfstætt. Um sögu landsins á nýlendu- skeiðinu nægir að fara fáum orðum. Sunnanlands varð inn- flutt evrópsk menning ríkjandi, kristni breiddist þar óðfluga út og enska varð mennta- og við- skiptamál. Ástæðan til þessa var sú að þar höfðu Bretar mikil umsvif og einnig að hin heiðnu samfélög voru í eðli sínu miklu umburðarlyndari gagnvart að- vífandi háttum en norðlending- arnir, sem að hætti trúbræðra sinna víðast annars staðar tóku það ráð að spyrna einhliða gegn utanaðkomandi áhrifum og for- pokuðust því óðum í sinni mið- aldamúhameðsku. Þótt samband skógarmanna við sléttumenn yrði meira við tilkomu Breta, þá varð það ekki að sama skapi vinsamlegra. Hásar og Fúlanar, sem frá alda öðli höfðu lifað i þeirri sælu trú að þeir væru ákaflega siðaðir og merkilegir menn af því að þeir kunnu til arabískrar skreytingalistar og mundu utanbókar nokkrar súrur úr Kóraninum, en höfðu litið niður á sunnlendingana sem óal- andi og óferjandi villimenn, þeir máttu nú í hraðvaxandi mæli sanna að þessir sömu sunnlend- ingar voru komnir langt fram úr þeim í skólamenntun, tækni- kunnáttu og öðru því sem heyrði til hinum nýja tima. Nú var röð- in komin að þeim að glotta á kostnað norðlendinganna og gera spott að þeim sem vanþróuðum nátttröllum. Sá þjóðflokkur nígerískur sem mest brilleraði við hinar nýju aðstæður voru íbóarnir í Aust- ur-Nígeríu. Samfélag þeirra var bein andstæða þess hjá Fúlönum og Hásum, sem höfðu lénsfyrir- komulag og röðuðu fólki í stéttir af mikilli nákvæmni. Hjá íbóum skipti ætt manna og uppruni svo sem engu máli, heldur at- gervi og árangur; samfélög þeirra voru stéttlaus og þeir höfðu aldrei komið upp hjá sér neinum ríkjum. Fyrir daga Breta voru þeir því haldnir mjög frumstæðir, jafnvel á sunn- lenzkan mælikvarða. En það voru einmitt margir eiginleikar hins „frumstæða" samfélags þeirra sem gerðu þeim auðvelt fyrir að aðlagast hinum evrópska anda. Þeir fóru ekki einungis langt fram úr norðlendingunum, heldur og slógu við Jorúbum og öðrum sunnlendingum, sem þó höfðu fyrr en þeir haft kynni af Bretum. Bretar höfðu sem sé ekki síður en aðrir lengi litið smáum augum á íbóa, enda kom það illa heima við brezkan skiln- ing að nokkuð gæti verið varið í þjóð sem hvorki hafði aðal eða eiginlega stjórnmála- og em- bættismenn. Framhald í næsta blaði. Hún verður að fá nýtt veggfóður, það komast ekki fleiri símanúmer á vegginn!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.