Vikan


Vikan - 14.05.1970, Side 29

Vikan - 14.05.1970, Side 29
8 hluti-Niðurlag leyti þessu ríki, sem hún hefur ráðið yfir. En hún er smeyk við þig ekki bara hússins vegna, heldur líka vegna Jims." „Heldurðu, að Jim geti fallið vel við mig, Peggy?" „Má vera. En það, sem Jim er vel við og það sem hann hefur gott af, er tvennt ólíkt. Ef þú ert með einhveriar hugleiðingar um Jim, ætt- irðu ekki að halda þeim til streitu. Hann verður að eignast konu, sem tekur hann eins og hann er, en ekki konu, sem vill breyta honum eftir sínu höfði. Jæja, eigum við nú að athuga suðurálmuna?" „Ekki núna, ég er orðin dauðþreytt og finn til í bakinu. Eg er ekki búin að ná mér betur en þetta." „Taktu inn pillu," sagði Peggy brosandi. „Við hittumst svo í kvöldmat." Lori ákvað að fara að ráðum Peggyar, tók inn eina svefntöflu og sofn- aði mjög fljótlega. Hún vaknaði klukkan fimm við hávaða neðan úr ganginum. Neir Jim og Frank voru að flytja Ijósakrónuna inn í danssalinn. Nú leit ganggólf- ið út eins og opið sár. Þar niðri var Aline á stjákli og leitaði að síðustu brotunum af Ijósakrónunni með vasaljósi. Það var komið fram á varir Lori að spyrja hana, hvort hún hefði fund- ið keðjufleyginn. Það var mikilvægt fyrir Lori að vita, hvort þessi fleygur hefði losnað úr smátt og smátt af sjálfu sér ellegar hann hefði verið fjarlægður viljandi . Þegar Jim skömmu seinna við kvöldverðarborðið lagði hinn ryðgaða fleygbolta á borðið við hlið Lori, fann hún hjartað hoppa í brjósti sér af gleði. „Ég held ég hafi fundið öll brotin," sagði Aline ánægð. „Ef þú vilt strengja snúru, Jim, skal ég byrja að koma krónunni upp í kvöld." „Haltu þér i stilli", svaraði Jim hlæjandi. „Handverksmennirnir verða fyrst að gera við loftið." 1 7. KAFLI Þetta hafði verið indælasta kvöldið, sem Lori hafði átt í húsinu. Þeim var öllum svo létt um hjartað. Jim bauð henni góðar nætur við stigaupp- ganginn og gekk inn til Aline í danssalinn. Nokkru seinna heyrði hún dyr lokast og taldi, að nú væri Jim geng- inn til náða; gizkaði á að hann hefði verið í danssalnum svo sem klukku- stund að rabba við Aline. Hún seig aftur í hálfgert mók, en glaðvaknaði skyndilega við að heyra kynlegt hljóð yfir höfði sér. Það hlaut að koma frá háaloftinu. Það var eins og verið væri að draga eitthvað eftir því. En svo varð allt þögult aftur. Hún kveikti Ijósið og gekk út í ganginn. Þar heyrði hún hljóð af rennandi vatni í rörunum. Einhver hlaut að vera í baði, — og klukkan orðin tvö um nótt. Er hún var nýkomin upp f rúmið aftur, heyrði hún óttalegt hljóð. Það líktist helzt því, að hundur væri að ýlfra ámátlega yfir því að vera baðaður. Henni fannst nú loftið, sem hún andaði að sér í herberginu, vera óþægilega þungt, svo hún flýtti sér út á svalirnar. Þegar hún gekk fram hjá baðherberginu, heyrði hún flygiIleikinn. Hún varð að viður- kenna með sjálfri sér, að hljóðið kom neðan frá. Það var sami ólgandi takturinn og áður. Hún gekk niður stigann, og hljóðið heyrðist betur. Það kom greinilega frá stóra flyglinum í músikherberginu. Þar var ekkert Ijós, svo sá sem lék, hlaut að kunna lagið utan að. Þegar Lori var næstum komin að dyrunum, lamaðist hún næstum af hræðslu. Mannvera kom út úr myrkrinu. Ljót mannvera — og Lori gaf frá sér óp. Ekki gat hún séð, hvort heldur það var karl eða kona, en klædd í kjól, sem minnti helzt á poka. Höfuðið laut fram og var argintætulegt, því ógreitt hár huldi það að miklu leyti. Lori flýtti sér að hörfa undan, og var nærri dottin um koll. Hún hljóp að stiganum og leit snööggvast skelfd um öxl. Músikin varð hærri og villtari. Eina hugsun hennar var að komast sem fyrst burt frá þessari Ijótu veru, og hún var forviða á, hvað hún var fljót upp stigann. Með síðustu kröftunum kastaði hún sér á hurðina að herbsrgi Jims. Fantasi Impromtu hljómaði nú allsstaðar í kringum hana. Hún tók um húninn. Hurðin var læst og Lori hamaðist á henni með berum hnefum. Ekkert svar. Henni lá við örvæntingu af ofboðslegri hræðslu og óhugnaði en tókst að komast til herbergis síns. Þar var þó Ijós og allt kunnuglega. Hún læsti að sér og spennti stólbak undir hurðarhúninn og fleygði sér upp í rúmið. Hvar var Jim. Hafði hún misreiknað sig, var það þrátt fyrir allt hann, sem hafði leikið svona undarlega og tryllt á flygilinn? Hvað hafði Aline sagt? Að örlög hans væru ákveðin, ekki mundi hún betur. Hafði Jim, eins og eldri systir hans, erft hið tvískipta skapferli, sem gerði hann að vinsamlegum ungum manni á daginn en þunglyndum vitfirringi um nætur, sem lék æðislega á flygil og gaf frá sér tryllt óp? Innst í hugskoti Lori var eitthvað, sem sagði henni, að þetta hefði verið kvenmaður,- hreyfingar líkamans og handanna hefðu minnt frem- ur á konu en karl, — lítil vofulík vera. Og berfætt. Lori bætti hverri stað- reyndina við aðra........ Hún hafði séð Georgíu Kensington, systur Jims, sem talið var vera dáin ... Lori hafði aldrei séð legsteininn hennar, og engin hafði getað sagt, hvað orðið hefði um hana. Nú skyldi hún, hverjum fulli matarbakkinn var ætlaður. Vesalings konunni, var haldið á llfi I kjallaranum. Það var skýringin á andúð Aline á ókunnugum og hatri hennar. Svo heyrði Lori aftur hljóð, — mjúkt og krafsandi. Hljóðið hætti og Lori varð íitið á hringstigann. Hann titraði. Lori spratt fram úr rúminu og gekk aftur á bak að dyrunum, yfirkomin af hræðslu og óhugnaði vegna þess viðbjóðs, sem viðgengizt hafði á Kensington Manor síðustu áratugina. Hönd hennar greip um handfangið og tók um það. En hurðin var læst. Einhver hafði þá læst hana inni, án þess hún heyrði lyklinum snúið. Hún vatt sér við í örvinglan sinni, — og nú sá hún tvo bera fætur efst I Framhald á bls. 45. 20. Lbi. VIKAN 29

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.