Vikan


Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 5

Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 5
Ringo Starr í „Candy“ í sumar hefur verið frumsýnd víða í Evrópu kvikmyndin „Candy“ en í þeirri mynd leikur mikill fjöldi þekktra leikara, svo sem Charles Aznavour, Marlon Brando, Richard Burton, James Coburn, John Huston, Sugar Ray Robinson og Elza Martinelli. En sú, sem mesta athygli vekur í myndinni, er ung, sænsk stúlka, Ewa Aulin, en hún leikur titil- hlutverkið, Candy, sem er nú- tímabarn í fyllsta máta og gjör- sneydd öllum siðferðishömlum. Ewa var næstum óþekkt, þegar henni var fengið þetta hlutverk, en hafði þegar aflað sér frægðar, meðan á töku myndarinnar stóð. Á meðfylgjandi mynd sjáum við Ewu Aulin ásamt Ringo Starr sem leikur lítið hlutverk í mynd- inni. # visur vikunnar Út af kvæði Davíðs Stefánssonar, Dalakofanum, orti Vilhjálmur Benediktsson frá Brandaskarði: Illt er að eta einn úr skel og eiga fátt til vina, en sælt er að vera saddur vel og syngja um fátæktina. Eftirfarandi tvær snilldarvísur eru eftir séra Helga Sveinsson: Þegar sektin sækir að sálarfriði manna, flýja þeir oft í felustað frjálsu góðgerðEfnna. Til að öðlást þjóðarþögn, þegar þeir aðra véla, gefa sumir agnarögn af því sem þeir stela. Úr umferSinni Það var biðröð við afgreiðsluop það i réttarbyggingunni, þar sem tekið var á móti greiðslum upp í sektir fyrir umferðarbrot. Einn maðurinn í röðinni var aldeilis óvenjulega fýlulegur á svipinn, þegar hann greiddi sekt sína. Þegar afgreiðslumaðurinn fékk honum kvittun fyrir greiðsluna, tautaði maðurinn illskulega: — Og hvað á ég svo að gera við þennan snepil? — Geyma hann, svaraði af- greiðslumaðurinn glaðlega. — Og svo þegar þér eruð búnir að fá tíu svona snepla, þá fáið þér reiðhjól! Mao hefur nýja herferð 39. tbl. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.