Vikan


Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 11

Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 11
Martha bcrst af öllu afli gegn fíknilyf jum og citurlyfjum, og hér liefar hún af methadonc, scm er lyf notað til að venja eiturlyfjasjúklinga af ósómanum. Hvað ætli skeði hér á landi ef einhver ráðherra- frúin hringdi til eins dagblaðsins og lýsti því yfir að rétt væri að krossfesta einhvem vissan þing- mann? Hamingjan góða, það er betra að hugsa ekki út í það. Martha Mitchell hafði hins vegar hugsað út í það — og lét ekki sitja við orðin tóm. 1 Wasliington er talað um að í ríkisstjórn Rikka Nixons séu tveir svartir sauðir: Spíri Agnúi, vara- forseti, og Martha Mitchell, eiginkona dómsmála- ráðherrans, Johns Mitchell. En þrátt fyrir að Ag- núi haí'i sagt ýmsa liluti sem lielzt ælti ekki að liafa eftir á prenti, þá hefur Martha sagt fleiri hluti. .. . Hún á hágt með að skilja hvers vegna frjáls- lyndir eiga erfitt með að þola liana. „Þeir eru á móti mér, en samt er ég að vinna fyrir þeirra málstað!“ lirópar hún. „Ég vil einfaldlega liafa málfrelsi, rétl eins og þeir, og samt herjast þeir við að láta þagga niður í mér.“ Martha Mitcliell segir að það liljóti að hafa ver- ið milcið áfall fyrir frjálslynda að vita af róttæk- um íhaldsmanni, en hún lieldur því einnig fram að hún hafi nokkrar liugmyndir sem séu mjög frjálslyndar og jafnvel róttækar. „Til dæmis,“ segir hún, „þá hef ég trú á að hér sé þörf á breyt- ingu.“ Ef liún fengi að ráða þá væri Ameríka eitthvað á þennan veginn: E'ngin stríð. Hún liatar út af lífinu það sem hún kallar „þetta ömurlega stríð“. Hún hefur að vísu komizt að þeirri niðurstöðu að það sé ekki liægt að liætta allt i einu að halda striðsrekstrinum í Viet Nam áfram, en hún viðurkennir líka að áð- ur fyrr hafi hún verið svo andvíg styrjöldinni austur þar, að hún hafi verið reiðuhúin að fara út og mótmæla með hverjum sem var. Hún ráð- lagði jafnvel kunningjum sínum, sem áttu sonu, er voru komnir á þann aldur að þeir gátu átt von á því að vera kallaðir í herþjónustu, að senda þá til Kanada. Góður vinur hennar segir: „í raun og veru er Martha á móti öllum stríðum. Ilún er þess fullviss að eina stríðið sem liefur átt rétt á sér frá upphafi sögunnar liafi verið „frelsisstríð- ið“ sem Bandarikjamenn liáðu er þeir losuðu sig við yfirráð Breta.“ Jafnrétti kynja og kynflokka, svo og gnótt tæki- færa fyrir alla, sama hvernig þeir eru á litinn og livaða menntun þeir hafa. Bandaríkin hættu öllum afskiptum af erlendum málefnum, og kæmu hvergi nærri „nema í sam- bandi við viðskipti“. Glæpavandamálið myndi verða stöðvað. „Það væri mjög auðvelt ef þingið samþykkti öll þau lög sem maðurinn minn liefur lagt fyrir það. En erlendar ríkisstjórnir yrðú að hjálpa okkur, við að lialda eiturlyfjum lit úr landinu. Eiturlyf eru aðalorsök fyrir öllum þeim glæpum sem hér eru framdir.“ Tímabundin stöðvun yrði sett á verð- og kaup- lag. „Þar með væri verðbólga lir sögunni og verk- föll sömuleiðis.“ Pólitíkusar (sem cru hara pólitíkusar) yrðu sett- ir af. Frúin segir þá hvorki fulllrúa sjálfra sín eða fólksins. „Ég veit að öldungadeildin er á höítun- um á eftir mér, og ég hef ekkert við það að al- liuga ef ég get gert eitthvað gagn.“ Stjórnmála- Framhald á bls. 44 Eins og kemur fram í greininni á hún það oft til að kíkja inn á skrifstofu dómsmálaráðherrans á ólíklegustu tímum og alltaf tekur hann henni jafn vel. Þessi mynd er tekin við slíkt tækifæri. Umdeildasta konan / í Washington -qp- — Ég elska hana, sagði John Mitchell, einhverju sinni er kona hans hafði sagt eitthvað er setti Ameríku á annan endann. — Það er það eina sem ég hef um málið að segja.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.