Vikan


Vikan - 24.09.1970, Qupperneq 19

Vikan - 24.09.1970, Qupperneq 19
Ævintýri í undirdjúpum Allar myndirnar sem teknar voru undir yfirborðinu, getum við kennt Sveini Fjelsteð um, og allar eru þær af blaðamanni Vikunnar. Þarna er hann í hákarlaveiðileik (Svenni var hákarlinn). hlaut það áð vera þess virði að komast að því af eig’in raun. Við byrjuðu má því að fara í Sundlaug Vesturbæjar einn laugardagseftirmiðdag. Veðr- ið var einstaklega gott, því miður liggur mér við að segja, því varla var hægt að snúa sér við án þess að rekast í einhvern saklausan laugar- gest. Nú, það fyrsta sem gert var, umræddan laugardag, var að reirðir voru á mig kút- ar, slöngur og allskyns tól, sem áttu að sjá mér fyrir lofti og öðru slíku, sem nauðsyn- legt er til að geta lifað af lengri dvöl undir yfirborðinu. Og hér er bróðurparturinn af leiðangursmönnunum tilbúinn að fara í það sem í annálum verður síðar kallað: Hin mikla expedissjón. Frá vinstri: Sveinn Fjelsteð, Ómar Valdimarsson, blaðamaður Vikunnar, og þá Júlíus Kemp(a). Krakkarnir hópuðust í kring og allir vildu fá að kafa eða þá að toga í slönguna sem ég hafði komið fyrir í talopinu á mér. M ér fannst það svo sem allt í lagi — þar til einn strák- pjakkurinn krolaði á eftir mér niður og vildi fá að prufa að anda úr „brúsanum“ á staðn- um. (Þremur dögum síðar komst ég að því að vatnið í Flosagjá er margfalt hreinna). Æfingin gekk nægilega vel til þess að við ákváðum að standa við áform okkar, og fórmn að gera nauðsynlegar ráðstafanir fyrir förina. Sveinn útvegaði neðansjávar- myndavél, merkilegan grip sem varð að pumpa í lofti fyr- ir notkun, og eins fékk hann mig ofan af því að gera erfða- skrá áður en við lögðum af stað. Og upp úr hádegi, þriðju- daginn 25. ágúst lögðum við af stað. Við vorum tveir frá VIKUNNT, undirritaður og Egill Sigurðsson, Ijósmyndari, og Sveinn ásamt félaga sín- um, Júlíusi Kemp. Báðir hafa þeir kafað töluvert áður, og meira að segja sótt sérlegan froskmannaskóla, sem starf- ræktur er hér í Reykjavík. Sveinn var búsettur í Ólafsvík um nokkörra ára skeið, og á leiðinni sagði hann okkur sögu af því er eitthverju sinni hann var að kafa í höfninni þar við bæ, en hann dundaði eitthvað við að skera neta- tægjur úr skipsskrúfum: — Allt í einu hafði ég það á tilfinningunni að það væri verið að horfa á mig, sagði Sveinn. — Mér snarbrá, en svo áttaði ég mig og hugsaði með mér að það væri þá al- deilis líklegt að einhver væri að horfa á mig þarna niðri á sjávarbotni! Svo hélt ég áfram að vinna, en tilfinningin var enn fvrir hendi. Eg sneri mér við — og þá brá mér aftur, enn meir en fyrr, því þarna var selnr sem starði á mig með þessum stóru og spyrjandi augum sínum. Ég varð hræddur, því ég hef heyrt sög- ur af þeim höggum sem selir geta gefið, en svo lagði ég frá mér verkfærin og horfði á í aftari hóp leiðangursins var Egill Sigurðsson, ljósmyndari blaSsins, og hér er hann aS . . . ja, þaS veit cng- inn. 39. tbi. VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.