Vikan


Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 22

Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 22
NÍUNDI HLUTI Savalle var dáin, drukknuð. Logreglan hélt því fram að eitthvað gruggugt væri við það. Og Nicholas var yfirheyrður, tímum saman... Ætlaði Savalle aldrei að hætta að ofsækja okkur? Stormurinn jókst, þegar líða tók á kvöldið, og regnið lamdi rúðurnar. Ég opnaði fyrir út- varpið, en hljómlistin ofan af loftinu yfirgnæfði það. Það var spænsk hljómlist, villt og eggj- andi. Ég heyrði að Savalle söng með og trampaði taktinn. Storm- urinn hlaut að hafa þessi áhrif á hana, hugsaði ég, vekja í henni viliidýrseðlið. Ég háttaði og fór í rúmið, en mér var ómögulegt að festa blund við þennan hávaða, regnið, storminn og hávaðann frá her- bergi Savalle. Að lokum gafst ég upp við að reyna að sofna, fór í slopp og ætlaði niður í eldhús, til að fá mér mjólkurglas, en þeg- ar ég kom að stiganum, sá ég ljósrönd undan hurðinni, svo mér datt í hug að Nicholas hefði held- ur ekki getað sofnað. Þegar ég stóð þarna í óvissu, heyrði ég rödd Savalle fyrir aft- an mig. — Eruð þér að bíða eftir að Nicholas komi upp til yðar? hvæsti hún stríðnislega. Ég sneri mér við og sá að hún kom til mín. Augun voru gljá- andi, kinnarnar rjóðar og úfnir lokkar héngu yfir aðra öxl henn- ar. Hún var ennþá í rauða kjóln- um, hælaháum skóm og gekk hægt og tignarlega, eins og sýn- ingarstúlka. Ég hafði aldrei séð hana svona fagra. Hún lét hringla í armbandinu. — Ég ætlaði að fá mér mjólk, sagði ég. Hún kom svo nálægt mér að ilmvatnslyktin ætlaði að kæfa mig. — Ó, nei, þér ætluðuð að fara niður að hugga Nicholas, er það ekki nær sanni? Brosið hvarf af andliti hennar, eins og skrúfað hefði verið fyrir krana og það var megnasta fyrirlitning í rödd hennar. — Hvað ímyndið þér yð- ur eiginlega? Ástfangin stelpu- gála. Haldið þér að ég sleppi hon- um? Sjáið nú til. Hún hélt einum verndargripnum upp að andlitinu á mér. Það var lítil brúða úr gulli. — Þetta er frá Stuart, ég var hjá honum síðastliðna nótt, á heimleiðinni! Minjagripur ... Hlátur hennar var hvellur og Nicholas hefir eflaust heyrt hann, því að hann opnaði dyrnar og gægðist fram fyrir, en í því þreif Savalle til mín og ýtti mér upp að handriðinu, svo fast að ég fann hvernig það þrýsti að bakinu og ég hugsaði með skelfingu til stig- ans, sem var svo brattur. Nicholas var kominn til okkar á nokkrum sekúndum, þreif í Sa- valle og sneri henni að sér. — Hvað ætlarðu nú að gera? spurði hann ofsareiður. Frú Mede hafði heyrt hávað- ann, hún kom út úr herbergi sínu, líka alklædd, svo hún hafði held- ur ekki farið í rúmið. — Þetta er allt í lagi, sagði ég rólega. — Savalle reyndi að hrinda yður niður stigann. — Hinn eðli riddari kom held- ur snemma, illu heilli! sagði Sa- valle háðslega. Ég sá hvítglóandi reiðina og hatrið í augnaráði hennar, þegar hún reyndi að slíta sig af honum. — Fjandinn hirði þig, hvæsti hún og gretti sig framan í hann. — Veiztu hve innilegan viðbjóð ég hefi á þér? Hve ég nýt þess að kvelja þig? Þig og allt þetta hyski, sem er af sama sauðahúsi, þið kunnið ekki að lifa lífinu. Hver setning var nístandi háð. — Ykkur alla, þessa smáborgara- legu aumingja, með þessar smá- borgaralegu siðferðisprédikanir! Hvað veizt þú um lífið? Ekki neitt. Hinn stórkostlegi Nicholas Mede, sem er svo siðsamur að hann virðir hjúskaparheitið! Þú myndir aldrei snerta aðra konu, heldurðu það? Þú myndir ekki einu sinni líta á aðra konu! Þú myndir hneppa mig í fangelsi, ef þú gætir. Láttu mig í friði, það er það eina sem ég bið þig um. — Haltu þér saman, öskraði hann, og reiði hans var eiginlega ennþá óhugnanlegri en reiði Sa- valle, vegna þess hve rólegur hann var. — Þú hefur gert nóg illt af þér. Því er lokið, Savalle, þú skalt ekki fá að gera fleirum mein, skilurðu það? — Stór orð eru eins og feitt flesk! urraði hún. —■ Þú losnar aldrei við mig, nema þú drepir mig, og þú hefir ekki kjark til þess, elskan. Hún hallaði sér að honum og brosti. — Mér gæti jafnvel líkað vel við þig, þegar þú ert svona reiður, tautaði hún. — Það klæðir þig vel að vera reiður! Hann ýtti henni frá sér, en hélt samt í úlnlið hennar. — Hvað er það, sem þú vilt? spurði hann með biturri rödd. Þá hló hún. — Ég vil bara hafa þig í hendi mér. Ég vil geta opn- að lófann og séð þig þar og vita hvar ég hef þig, þegar ég kreppi hnefann! Og Serenu litlu líka. Savalle benti með höfðinu í átt- ina til mín. — Hún er svo áköf í að ná í þig, Nick, en hún verður að bíða og vera undirgefin þér og móður þinni. Hún má andvarpa, en það er allt og sumt. Viltu ekki hafa það þannig? Hún rang- hvolfdi augunum. — Heimsk og kjánaleg... — Við erum að tala um þigi sagði Nicholas og það var greini- legt að hann átti bágt með að stilla sig. — Um allt sem þú ert! Rotin í gegn! Savalle varð skyndilega blíð á svipinn. — Manstu eftir Martin, Nick? Þú eyðilagðir það fyrir mér og ég sór þess dýran eið að þú skyldir fá að iðrast eftir það. Þú rakst líka Danby. Savalle varð eins og sært dýr á svipinn. -— Danby var eina manneskjan sem gerði eitthvað fyrir mig. — Frú Danby ýtti undir drykkjuskap þinn, sagði Nicholas með fyrirlitningu. — Það kom mér einni við! hrópaði hún. — Ég geri það sem mig sjálfa lystir! Það koma fleiri eins og Martin.... — Ekki hingað í húsið. Ekki Joel Weir heldur eða Stuart Kimberley, yfirleitt engir aðrir. Skilurðu það? sagði Nicholas reiðilega. Hún reyndi að losa sig úr greipum hans. — Þú meiðir mig, Nicholas! Hún pírði augun. — Að hugsa sér, tók ég Stuart frá litlu dúfunni? Þú kannt ekki við það? Þú hefðir aldrei átt að taka Serenu litlu í húsið. Þér til ánægju. . . Ég stóð sem þrumu lostin og skalf af reiði. Nicholas sagði ekk- ert, en hélt henni alltaf fastri, hvernig sem hún reyndi að losa sig. Hún horfði á hann og sagði svo skyndilega: —Þegar ég hélt Serenu niðri í vatninu, þá fann ég hve það er notalegt að hafa líf annarra i hendi sér! Það var dásamleg til- finning, Nick! Ég hefði getað drekkt henni, og enginn hefði komizt að því. Og krakkaskratt- ann, sem var að njósna hér. Heldurðu að mér hefði ekki verið sama þótt hún hefði verið í garð- húsinu aila nóttina? Jafnvel þótt hún hefði dáið þar? Ég sá skelfingarsvipinn á Nic- holas og heyrði að frú Mede saup hveljur. — Þú hélzt að ég kæmi ekki heim aftur, sagði silkimjúka röddin. — Ég notaði alla þessa mánuði í London, til að æfa mig á nýja hlutverkinu, hlutverki ungu konunnar sem ætlaði að breyta um lifnaðarhætti, lifa ró- legu lífi hjá eiginmanni sínum. Það var dásamlegt. Ég var ekki ein í London, Nick, ég var í góð- um félagsskap! Það var eitthvað ógeðslegt við síðustu orð hennar. — Ég kem alltaf til þín, Nick, bætti hún við. — Og ég ætla að haga lífi mínu að eigin geðþótta. Og þér við hlið, — mundu það. Þú losnar aldrei við mig, ástin mín! Þetta var eins og siguróp. Hún gat nú slitið sig lausa og hönd hennar þaut upp, svo það glitraði á neglurnar. Nicholas vék sér undan, en höndin náði því að skilja eftir rauðar rispur á hálsi hans. — Mér þykir leitt að ég skyldi ekki geta klórað úr þér augun, elskan! sagði hún. Hann leit á hana og augnaráðið var þannig að jafnvel Savalle brá svip. En honum tókst að stilla sig. Hún var greinilega hrædd, en áður en varði var hún þotin niður stigann. Neðst í stiganum sneri hún sér við og var einna líkust æðislegum loga. Svo þreif hún vasa á borðinu og fleygði honum í gólfið, greip litla styttu og braut glerið í standklukkunni, eins og hún væri að fyrirgera tímatalinu. Ég varð alveg lömuð, þegar ég 22 VIKAN 39- tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.