Vikan


Vikan - 24.09.1970, Page 23

Vikan - 24.09.1970, Page 23
heyrði brothljóðið og sá glerbrot og blóm fljúga um forsalinn. Nic- holas var komin hálfa leið niður stigann, þegar hún kallaði: — Farið þið öll til fjandans! Ég hata ykkur öll! Hún hvarf út um dyrnar eins og elding, áður en hann komst í námunda við hana, og æddi út í náttmyrkrið. — Savalle, kallaði Nicholas og leit út í regnið og myrkrið. — Komdu inn, í Guðs nafni.. . Það kom ekkert svar, ekki einu sinni stríðnislegur hlátur. Hann þreif regnkápu og hljóp út á eft- ir henni. — Þykir honum vænt um hana ennþá? spurði ég frú Mede. — Nei, vina min, svaraði hún þreytulega. — Hann er bara hræddur um að hún fari sér að voða, eða reyni að ná sér niðri á einhverjum öðrum. Ég hefi séð iiana svona áður, þó aldrei svona ofsalega. Hún er yfirhafnarlaus og veðrið er voðalegt, en ég ef- ast um að hún hlaupi lengra en til næsta karlmanns! Rödd frú Mede var óvenjulega bitur. Við reyndum að laga til í for- salnum. Ég hellti upp á te og við. drukkum það í eldhúsinu. Við sátum þarna í heilan klukkutíma, þangað til við heyrðum gengið um útidyrnar. Mér fannst hjarta mitt þenjast út, svo ég ætlaði al- veg að kafna, ég heyrði hjartslátt minn. Frú Mede stóð upp, eins og til að vera við öllu búin. Nichol- as hlaut að hafa Savalle með sér, hugsaði ég, en að öllum líkindum grátandi og iðrandi Savalle. sem ekki einu sinni vissi hversvegna hún hafði ætt út úr húsinu. En Nicholas var einn. Hann var holdvotur og 'náfölur. — Það er eins og hún hafi sokkið í jörð, sagði hann. — Ég er búinn að leita allsstaðar ... Hún kemur örugglega aftur, þeg- ar henni sjálfri hentar. Farið nú í rúmið, báðar tvær. Ég hlýddi, hálfhikandi. Þegar ég var að leggjast út af heyrði ég að einhver opnaði útidyrnar. Það hlaut að vera Savalle. Ég hljóp fram ganginn, hratt en hljóðlega. Nicholas stóð í dyrunum og hann var ennþá í blautri regn- kápunni. Hann var hugsandi, en svo hvarf hann út. — Til að leita að Savalle, hugsaði ég, hrygg í bragði, — vegna þess að það er skylda hans. Ég svaf illa og vaknaði við fyrstu morgunskímuna. Storm- inn hafði lægt, og það hafði líka stytt upp. Það var eins og allt væri hreinþvegið. Það hlaut að vera flóð í ánni, því að ég fann sjávarlyktina. Þegar ég kom með tebakkann inn til frú Mede, sat hún alklædd í stól. — Ég gat ekki hugsað mér að fara í rúmið, sagði hún, — hélt kannski að Nicholas þyrfti á mér að halda, sagði hún og það var eins og hún væri að afsaka sjálfa sig. — Er Savalle komin? Ég hristi höfuðið. — Nei, ég er búin að fara upp og hún hefir ekki verið í rúminu. Ég- hafði til morgunverð handa okkur þremur. Þegar Nicholas kom niður, sá ég hve þreytulegur hann var. Hann strauk yfir ennið — Guði sé lof að ég þarf ekki að gera skurðaðgerð í dag. Við þögðum, meðan á máltíð- inni stóð. Ég gat ekki um annað hugsað en Savalle, hvert gat hún hafa farið, svona klædd og á hælaháum skóm. — Hvað ætlið þér að gera, ef hún kemur ekki aftur? spurði ég. Hann hrukkaði ennið. — O, hún hefir leikið þetta áður og verið í burtu í marga daga. Hún kemur heim aftur. Savaíle lcemur heim! Það setti að mér hroll. — Það er ekki um marga staði að velja. í þorpinu. Heima hiá Liam, þótt ég trúi ekki að hún sé þar. — En híá Joel Weir, sagði ég. — Ég gekk fram hjá í nótt, en þar var ekkert ljós. — Stuart, sagði ég. — ég skal athuga hvort hún er hjá honum. Ég hringdi til Stuarts. Rödd hans var kuldaleg. Nei, hann hafði ekki orðið var við Savalle. Ég spurði hvort hún hefði hringt til hans og hann spurði hvort mér kæmi það nokkuð við. Þegar líða tók á morsun:nn, neyddi ég sjálfa mig til að fara upp í herbergi Savalle. Rúmterm- ið var nokkuð krumpað og nátt- kjóll lá við fótagaflinn. Brúðu- safnið hafði aukizt. Mér fannst brúðurnar stara á mig, þær voru eitthvað svo óhugnanlegar. Síðdegis, þegar Nicholas kom heim, sagði hann: — Bíllinn er í bílskúrnum og hún hefir ekki tekið neitt með sér, engin föt, enga peninga. Ég verð að tilkynna lögreglunni hvarf hennar ... Ég svaf illa þessa nótt líka. Það var eins og einhver ógæfa vofði yfir okkur öllum. En biðin varð ekki löng. Nic- holas var nýkominn heim, þegar hringt var frá iögreglustöðinni og hann beðinn að koma, til að vita hvort hann bæri kennsl á konulík, sem hafði rekið á land, ekki langt frá Seabridge. Ég vissi það, áður en Nicholas sagði nokkuð, — sá konulíkið fyrir mér, í rauðum kjól, með sítt svart hár. Fyrir augum mér sá ég Savalle fljóta á vatninu með þang í hárinu. Nicholas kom inn í stofuna, þar sem við biðum eftir honum, gekk að glugganum og sneri baki í okkur. — Það var Savalle, sagði hann lágt. Hvorug okkar gat sagt nokkuð, það var ekkert að segja. — Drukknuð? spurði frú Mede. — Já. Straumurinn er í þessa átt, svo það getur ekki hafa skeð langt frá. Hann bar höndina upp að augunum. — Það verður rétt- arkrufning og réttarhöld. Hún var með blóðhlaupinn blett á kinninni og bláa bletti á hand- leggjunum. Kjóllinn var í tætl- um. — En þér eruð ekki sekur! hrópaði ég, skelfingu lostin. Hann sneri sér við og brosti dauflega. — Nei, en það verður kannski erfitt að sanna það. Lög- regluforinginn spurði: — Hvar voruð þér um nóttina, eftir að kona yðar fór út? Ég gat eigin- lega ekki svarað því, ég leitaði að henni. Mér fannst ég vera með sand- pappír í munninum. — Við vitum hvað skeði, sagði frú Mede áköf. — Við Serena sá- um, þegar hún hljóp út. Við get- um sagt hvað skeði, áður en hún hvarf. Um kvöldið kom Liam. Hann talaði um hversdagslega hluti, nýjan samning, sem hann hafði gert, vinnu sem hann hafði mik- inn áhuga á, nokkrar hugmyndir, sem Alan Drake hafði fengið. Ég minntist þess, sem Alan hafði sagt, að Savalle myndi koma heim, þegar bátur Joels kæmi frá Frakklandi. Bátur Joels lá við bryggjuna, þessa örlagaríku nótt. Nicholas þurfti að gera skurð- aðgerð á sjúkrahúsinu næsta morgun. Við reyndum að láta sem allt væri í eðlilegum skorð- um. Ég fór í búðina og mætti frú Danby í dyrunum. Hún mældi mig út og kipraði varirnar, áður en hún hvæsti: — Hann drap hana! Hann var afbrýðisamur — hún var svo glöð og kát, en hann vildi loka hana inni... Mér fannst þægilegt hvernig dapurleiki minn hvarf fyrir ofsa- legri reiði. — Þessi kátína henn- ar, frú Danby, stafaði af því að hún var svo oft drukkin. — Og þér útveguðuð henni áfengið. Þessvegna sagði herra Mede yður upp! Það voru fimm til sex við- skiptavinir í búðinni, svo þetta myndi fljúga eins og eldur í sinu um bæinn. Ég sá, mér til ánægju, 39. tbi. YIKAN 23

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.