Vikan


Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 30

Vikan - 24.09.1970, Blaðsíða 30
Elvis í kvikmvnd nm siálfan sio Elvis Veron Presley vinnur nú að gerð kvikmyndar, sem á að bera hið einfalda heiti „Elvis“. Er hún gerð af MGM kvik- myndafyrirtækinu bandaríska, og verður frumsýnd vestanhafs í nóvember í ár. Fullgerð er myndin tveir tímar á lengd, og um það bil klukkutimi verður af kónginum á sviði. Um það bil 20 mínútum er tileinkað aðdáend- um hans; viðtöl og annað slíkt og afgangurinn er skot hér og þar. Stjórnandi myndarinnar er Denis Sanders, sem tvisvar hef- ur hlotið Óskarsverðlaun fyrir heimildarmyndir sínar, en þessi mynd verður sett í þann flokk. MGM fór upphaflega þess á leit við Elvis að einhverjum hluta myndarinnar yrði varið að gefa aðdáendum kost á að skyggjast örlítið inn í heimilis- líf hans, en þá kom umboðsmað- urinn, Colonel Parker, til sög- unnar og harðbannaði allt slíkt. Er það haft eftir Sanders að þegar hann hafi farið að hugsa meira um málið, hafi hann kom- izt að þeirri niðurstöðu að umbi hafi haft fylltilega rétt fyrir sér. Og nýlega lauk Elvis við að hljóðrita 32 lög í Memphis, allt á einni viku. Upphaflega var að- eins ætlunin að hann tæki upp 12 lög, en þegar í stúdíóið var komið kom í ljós að bæði hann og hljóðfæraleikararnir voru í það miklu „stuði“ að það var hreinlega haldið áfram unz allt haldbært efni var á þrotum. El- vis fór frá Memphis þegjandi hás — en með 32 lög, frábær lög, á segulbandsspólu í vasan- um. Nýjasta lag konungsins, „The Wonder of You“ hefur náð mik- illi hylli álíka mikilli og fyrsta platan hans, „Heartbreak Hotel“, gerði fyrir fjórtán árum síðan. Um þessar mundir er hann að uppfylla og ljúka við þriðja samning sinn við International hótelið í Las Vegas, en þar er auðvitað pakkfullt öll kvöld. SQCK IT TQ ME TIME í sumar hefur allt morað í popphátíðum um allan heim. Bæði í Ameríku, Evrópu og Asíu og töluvert hefur verið af því að gllt hefur endað í slagsmálum. Brezkir hljóðfæraleikarar hafa talað um að bindast samtökum um að koma ekki fram á banda- rískum popphátíðum, vegna þess að bandarísk æska kunni ekki að meta góða tónlist.. . . Crosby, Stills, Nash & Young komu ný- lega fram á popphátíð í Jap- an. . . . Ten Years After hafa nýlega lokið við hljómleikaför um Bandaríkin og lá við að þeir félagar fengju taugaáfall þegar þeir fréttu af því að tveggja laga plata þeirra hefði komizt hátt á vinsældalistum heima fyrir. í samkvæmi þar vestra var reynt að eitra fyrir þeim.... Þá voru Bloodwyn Pig einnig á ferðalagi um Bandaríkin og létu bezt af áheyrendum á aldrinum 65—75 ára.... Gagnrýnendur hrósa Jean Terrell, hinni nýju söng- konu Supremes, á alla kanta og telja hana jafnvel standa Díönu Ross framar. „Everybody's Got the Right to Love“ heitir nýj- asta lag Supremes og þykir með afbrigðum gott. . . . „Ohio“, sem er flutt af CSN & Y hefur verið bannað af bandarískum yfir- völdum, þar sem textinn þykir ekki nægilega hliðhollur Banda- ríkjaforseta. . . . Eric Burdon hefur stofnað nýja hljómsveit sem hann kallar „War“, og hygg- ur nú á stóra hluti; langar Eika greyið víst til að verða vinsæll á nýjan leik. . . . Michael D'Abo hefur nýlega sent frá sér tveggja laga plötu með sálmalögum og það sama er að segja af Mary Hopkin, nýjasta lag hennar er sálmur.... Bandarískir plötu- snúðar kusu nýlega Elvis Pres- ley bezta söngvara í heimi og Beatles beztu hljómsveit í heimi. Bezta tveggja laga platan var kjörin „Sugar Sugar“ og bezta LP-platan var „Abbey Road“. Kjör þetta er það sem með hvað mestri eftirvæntingu er beðið víða um lönd. . Tiny Tim, sem nýlega varð fyrir því óláni að kona hans missti fóstur, hyggur nú á tveggja mánaða hljómleika- ferðalag um Bretland.... fs- lenzkir aðilar eru að reyna að fá Joan Baez hingað.... Búið var að ráða Davy Jones, apakött, til að leika í brezku leikriti, en skyndilega var samningunum riftað, án þess að Davy væri nokkur skýring gefin. Þeir sem séð hann hafa í sjónvarpi furða sig ekki á því.... Delaney og Bonnie hafa verið ráðin til að leika aðalhlutverkin í kvik- myndinni „Vanishing Point", sem gerð verður af 20th Cen- tury Fox.. . . Tveir fyrrverandi meðlimir Canned Heat, bassa- leikarinn Larry Taylor og gítar- leikarinn Harvey Mandel, hafa gengið í lið með John Mayall (í stuttan tíma, auðvitað) til að leika með honum á hljómleika- ferðalagi um Japan og Banda- ríkin. .. . Andy Fairweather- Low, fyrrverandi söngvari Am- en Corner, hefur nú stofnað nýja hljómsveit, sem ber nafnið Fair Weather. Krítíkerar hafa kallað hana stælingu á Amen Corner, en Andy biður um tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Annars hefur Andy líka verið kallaður Sandy Foulweather-High. . . . Brezka tímaritið New Musical Express hefur hrósað Creedence Clearwater Revival svo mikið, að skammarbréfunum er farið að rigna yfir blaðið frá fólki sem lýsir „algjöru frati“ á bandið. . . . Nýjasta lag the New Seek- ers heitir „What have they done to my song?“ Flokkurinn þykir ekki gefa hinum upprunalegu Seekers mikið eftir. . . . Cilla Black og maður hennar, Bobby Willis, eignuðust afkvæmi um daginn, dreng sem hlaut nafnið Robert John.... Led Zeppelin voru í Þýzkalandi eftir að þeir voru hér, og gerðu allt hálf- brjálað þar. . Arthur Brown var nýlega kærður fyrir dóna- skap, eftir að hann hafði leyst niður um sig brækurnar á popp- hátíð á Sikiley. Á þeirri sömu hátíð gerðu mesta lukku þau fjögur sem skipa brezka söng- flokkinn Arrival. . . . Tom Fo- gerty í CCR segir að lagið „As Long As I Can See The Light“, sé það bezta er þeir hafi nokkru sinni gert.... Eric Clapton hef- ur stofnað nýja hljómsveit sem ber nafnið „Derek and the Domi- nos“......In the Summertime" hefur nú selzt í fjórum milljón- um eintaka; gagnrýnendur tala um að það sé skrýtið því Mungo Jerry sé ekki með neitt nema gamlar tuggur... . Marmelade ætlaði í hljómleikaferð um meg- inlandið nýlega en ætti hvið það því þrír meðlimir hljómsveitar- innar urðu feður tveimur dögum áður en átti að leggja af stað. . . . Fyrst bjó Kaninn til Mon- kees, þá Archies, svo Bugaloos og að lokum Tomorrow, en nú hafa þeir komið með band sem á að gegna sama hlutverki og Archies, og heitir það „Grass- hoppers". Sjónvarpsþættirnir sem hljómsveitin á að koma fram í heita „Doctor Do-little“. . . . Mike Nesmith, annar músík- antinn í Monkees hefur stofn- að hljómsveit sem hann kallar „First National Band“. Um þess- ar mundir er hann á ferðalagi um Bretland með hljómsveit sína, og nýlega kom út fyrsta LP-plata þeirra, „Magnetic South“. . . . Sagt er að Wilson Pickett sé búinn að vera, því hann sé aldrei með annað en lög sem aðrir hafa nýverið gert vin- sæl. Til dæmis má nefna „Hey, Jude“, „Sugar Sugar“, You Keep Me Hangin' On“ og „Hey, Joe“. Pickett var áður álitinn arftaki Otis Redding. . . . Einar Vilberg hefur verið ráðinn sérlegur ..kompónisti“ hljómskífugerðar- innar Söru og Karl Sighvatsson leggur nú stund á Yoga. 30 VIKAN 39 tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.