Vikan


Vikan - 24.09.1970, Qupperneq 31

Vikan - 24.09.1970, Qupperneq 31
HEYRA MÁ Cþó iægra látíj ÖMAR VALDIMARSSON McCARTNEY: Paul McCartney nýtur þess að vera loks frjáls sinna ferða og að vera laus við hina Bítlana. Nú má oft sjá hann þramma um götur Lundúnaborgar — svona klæddan. Já, þeir geta leyft sér ýmislegt, þessir herrar. t>H§ n|'ftsl mm ■ [ : MICK ^Hljómplötu gagnrýni Enn einu sinni hafa S.G.-hljómplötur gefið út plötu, og virðist ekkert lát ætla að verða á dugmikilli starfsemi útgáfunnar. í þetta skipti er það tveggja laga plata með hinni vinsælu söngkonu og „sjónvarpsstjörnu" Kristínu Ólafsdóttur. Það eru orðin meira en tvö ár síðan síðast kom út plata með Kristínu, og vakti sú töluverða hrifningu, enda ágætis plata. Nýútkomin plata hennar er þó betri, og er það auðheyrilegt að Kristín hefur þroskazt mikið sem söng- kona. 1 þetta skipti eru það þó ekki þjóðlög, eða lög í þjóðlagastíl, sem hún syngur, þó hún sé yfirleitt álitin þjóðlagasöngkona, heldur eru það dægurlög, sem bæði hafa náð töluverðum vinsældum hér á landi sem víðar. Á A-hlið er lagið „Ég einskis barn er“ (M. Foree/C. Goben — Jóhanna Erlingsson), sem heitir á frummálinu „I‘m nobody‘s child“, og er texti Jóhönnu nánast bein þýðing. Söngur Kristínar er af- bragðsgóður, jafn og fyllandi, og hæfilega „sentimental". Hljóð- færaleikur er til fyrirmyndar, en grun hef ég um að hann sé feng- inn erlendis frá. Textinn er það sem kalla mætti „hjartnæmur“, og með töluverðum vonleysisblæ, eins og reyndar fleiri textar Jóhönnu. Hinum megin er lagið „Ég mun aldrei framar elska neinn“ (B. Bacharaeh — Ómar Ragnarsson), og er úr söngleiknum „Promises, Promises“, en hefur notið alþjóðlegra vinsælda með heitinu „I‘ll never fall in love again“. Enn sem fyrr er söngur Kristínar góður, en ef til vill full daufur fyrir svo leikandi létta melódíu. Hljóðfæra- leikur er góður, og hafði ég sérlega gaman af að hlusta á bassaleik- inn, sem sker sig töluvert úr í gegnum hljómsveitina. Upptaka er góð og pressun sömuleiðis. Ljósmynd Jóhönnu Ólafsdóttur á fram- hlið umslags er virkilega skemmtileg, en ég er búinn að fá leið á auglýsingunum aftan á S.G.-hljómplötuumslögum. Hljómskífugerðin SARAH gaf nýlega út sína fyrstu hljómplötu. Ef þessi plata á að vera sýnishorn af þeim gæðavarningi sem við megum búast við í framtíðinni, þá „legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði“. Þetta fyrsta framlag þessa nýja fyrirtækis er hin mesta niðurlæging fyrir íslenzka hljómplötuútgáfu. Nú er það svo að margir þeirra sem fást við að leika inn á ís- lenzkar hljómplötur í þeirri von að gera einhverja góða hluti, eyða mörgum mánuðum í óupphituðum bílskúrum og samkomuhúsa- kjöllurum áður en þeir láta sér detta í hug að fara inn í upptöku- sal til hljóðritunar. Nokkrir fara meira að segja til útlanda, svo framlag þeirra njóti sín nægilega vel. Svo kemur plata þeirra út og selst ekki. Allt þeirra erfiði virðist unnið fyrir gíg. En einn vordag ganga nokkrir hljóðfæraleikarar sig inn í sjón- varp og „rúlla í gegn“ tveimur lögum; þegar tekin er upp tónlist fyrir sjónvarp, er vitað mál að 50% athygli áhorfenda fer í mynd- ina, og því er út í hött að gefa sjónvarpsupptökur út á plötu, en það er einmitt það sem SARAH hefur nú gert. Fyrirtækið keypti upp- tökurnar af sjónvarpinu og lét pressa eftir þeim. Útkoman er vita- skuld slæm. Á A-hlið er ,»Friður á jörð“ (Lennon/McCartney — Stefán Hall- dórsson), og er það uppátæki út af fyrir sig svo sem allt. í lagi. Það eru 5 hljóðfæraleikarar úr 5 hljómsveitum sem flytja þetta lag, og er flutningur þeirra sjálfsagt viðeigandi, því ekki þótti, flutningur þeirra Lennon-hjóna neitt listaverk þegar þau sendu frá sér „Give Peace a Chance". (Heitir þetta „orkestra" Samsteypan). Hinum megin er lagið „Við lindina“, sungið af Ásgerði Flosa- dóttur. Þetta er reyndar sama lagið og er á A-hlið plötu Kristínar, en stenzt hvergi samanburð. „Samsteypan“ leikur undir. Textinn er eftir Loft Guðmundsson, og fullur af himinMáma, heiðarbárum og sólskini. Það er mín bjargföst trú að Ásgeröor geti sungið, en til þess þarf hún tilsögn og æfingu, mikla æfingu, því ennþá er hún ung, og röddin það óstyrk að Ásgerður veldur ekki viðfangsefninu. Því er það illa komið fram við hana að gefa út þessa plötu; afstaða hennar sjálfrar er mjög skiljanleg. Platan er öll mjög hroðvirknislega unnin, en þó slær umslagið öll met. 39. tbi. VIKAN 31

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.