Vikan


Vikan - 24.09.1970, Side 32

Vikan - 24.09.1970, Side 32
ROBERT RUCK 4. HLUTI Teresa hemlaði og stöðvaði bílinn. Hjart- að barðist í brjósti hennar og þegar lög- regluþjónninn kom að bílnum, renndi hún glerinu í glugganum niður, með kæruleysis- brosi. — Gott kvöld, sagði lögregluþjónninn hæ- versklega. — Þessi gata er lokuð. Farið til MINUM vinstri og svo til hægri, þá komizt þér inn á götuna aftur. Hann leit ekki einu sinni á bílnúmerið, honum datt sennilega ekki í hug að bílnum hefði verið stolið. — Hvað hefur komið fyrir hér? — Það er einhver sem datt niður af þaki. Enrico stóð sem þrumu lostinn.... Nei, þetta gat ekki verið rétt! Eftir allt þetta erfiði var hann loksins kominn að staðnum, þar sem milljónirnar voru grafnar - og sá að það var búið að byggja hús, einmitt þar sem taskan var grafin ... — Datt af þaki? endurtók hún og hún fann stríkka á hársverðinum. — Þá hlýtur maðurinn að vera dáinn? — Já, svo sannarlega, svaraði lögreglu- þjónninn. — En haldið nú áfram, hér þarf að rýma tiL Hendur hexmar skulfu, þegar hún ræsti bílinn. Hvers vegna ætti þetta að vera Luigi? Hvaða ástæðu gat hann haft til að fara upp á þak? Samt sem áður stöðvaði hún aftur bílinn við götuhornið og gekk til baka. Hún sá sjúkrabíl og sá líka að það var verið að renna inn í hann börum, sem huldar voru gráu teppi. Lögreglan átti erfitt með að halda áhorf- endum frá. Fólkið ýtti og hrinti hvert öðru og áður en varði var Teresa komin fremst í hópinn. Hvað var þetta hvíta á götunni? Krítar- strik. Krítarstrik sem merktu útlínur manns- líkama. Hún heyrði einhvern segja: — Hann bjó ekki hér. Hvað var hann að gera þarna uppi? — Hver er þetta? spurði hún. — Þeir segja að hann heiti Fantoni, svar- aði maðurinn. Teresa rak upp hljóð og hljóp á eftir sjúkrabílnum. Lögregluþjónn greip um arm hennar og spurði: — Þekktuð þér hann? Hún gat ekkert sagt, kinkaði aðeins kolli. — Þá er bezt að þér komið með mér, sagði hann rólega og leiddi hana að lögreglubíln- um. • Carlo Cavallo var að kafna. Hann hafði talið sekúndurnar frá því að Teresa fór, honum taldist til að komnar væru tuttugu mínútur. Eitthvað hafði komið fyrir hana. Hann hafði heyrt rödd lögregluþjónsins, heyrt óljóst að einhver hafði fallið af þaki. Gat það verið Fantoni? Þá var fjandinn laus. Þá hafði hún auðvitað ekki getað setið á sér, hún var svo brjáluð í Fantoni. Og það hafði lögreglan auðvitað séð. Carlo var löðrandi af svita í þessu þrönga fangelsi sínu. Honum fannst ekkert loft eft- ir. Og ef Teresa kæmi ekki aftur.... Hann var gripinn ofboði. Hann varð að komast út. Hann leitaði allt í kringum sig eftir einhverju verkfæri, en fann ekki neitt. Með gífurlegu átaki gat hann snúið sér við, þannig að hann sneri baki í lokið. Nú! Hann var sterkur, það ætti að vera auðvelt fyrir 32 VIKAN 39- tw.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.