Vikan - 24.09.1970, Page 43
Þú ættir'aS far.
• fram á kauphækk-
\ uni
hana, en ég vissi ekki hvað það
átti að vera. Og þarna var elsku-
legi blindinginn hann Dan, bros-
andi út undir eyru og sá ekki
skuggann sem læddist yfir svip
litlu, fallegu dóttur hans.
Ég ýtti Isoldu frá speglinum.
— Sjáðu Isolda! Ég lyfti klútnum
af einu brauðfatinu. — Sjáðu
Sue!
— Ó, mamma!
Ég veit ekki hvað kom yfir
mig, en líklega hefi ég gera
kraftaverk í eldhúsinu þennan
eftirmiðdag, eða þá að heilagur
Judas hefir bænheyrt mig.
Við þustum öll fram að útidyr-
unum og eftir andartak var gleði
og glaumur í forstofunni.
Dan setti nýju plötuna á fón-
inn og sagði við mig að þessir
líkkistumálarar væru hreinustu
töframenn. Svo bárum við drykk-
inn fram, ég hafði gleymt að setja
vodka út í, en það tók enginn
eftir því og ég sagði telpunum
ekkert frá því.
Við Dan höfðum ákveðið að
vera inni í stofunni, rétt á með-
en gestirnir voru að samlagast,
og það tók mig aðeins fimm mín-
útur að sjá hvað skeði. Sue stóð
í miðjum strákahóp, en Isolde
gekk út að glugganum, með
handlegginn utan um axlirnar á
Daphne Buxton, sem var frekar
leiðinleg og ég hafði alltaf heyrt
að hún væri ekki afhaldin í sam-
kvæmum. Að vísu horfðu dreng-
irnir á Isoldu, en það var greini-
legt að þeir kunnu ekki við hana
í þessari múnderingu.
Ég sá fljótt að þótt krakkarnir
reyndu að vera eins og fullorðið
fólk, þá tókst það ekki sem bezt.
Reyndar var hægt að sjá að
stúlkurnar voru á þröskuldi full-
orðinsáranna, en það var síður en
svo að drengirnir væru búnir að
slíta barnsskónum. Sue tók strax
eftir þessu. Hún fór að segja
langa og fyndna sögu af ein-
hverri sem hét Ginger og hafði
nælt skrípamynd aftan á stærð-
fræðikennarann. Mér fannst
þessi saga ekkert sérstaklega
fyndin, en strákarnir ætluðu að
rifna af hlátri. Þeir þrengdu sér
fastar upp að Sue, en Isolda og
Daphne stóðu við gluggann og
töluðu hástöfum um einhverja
klassiska bíómynd.
— Sue, kallaði ég, — Sue, tal-
aðu snöggvast við mig ...
Hún þagnaði, horfði í kringum
sig og kom auga á Isoldu. Hún
kom til mín án þess að segja
nokkurt orð.
Ég lokaði eldhúsdyrunum. —
Sue, heyrðu, sagði ég með ákafa.
— Sjáðu, Isolda ...
— Ég veit það, mamma, þetta
er leiðinlegt? Hún kinkaði kolli
eins og gamall mandaríni. — Ég
reyndi að hafa áhrif á hana, þú
veizt, með kjólinn og hárið, en
hún getur sundum verið svo þrá.
Hún hefir ekki snefil af fata-
smekk, ekki snefil. Hún strauk
niður eftir kjólnum sínum og
brosti. — En það hefi ég, finnst
þér það ekki? Og hamingjan veit
að mér veitir ekki af því. Isolda
er svo lagleg, en ég. .. jæja, það
getur verið að ég lagist, en ég
vinn aldrei neina fegurðarkeppni.
Ég hné niður á eldhússtólinn
og leit undrandi á þetta undar-
lega barn, sem virtist hafa þó
nokkuð af veraldarvizku.
— Þessir strákar þarna inni,
hún veifaði hendinni í áttina að
stofudyrunum, — eru ennþá
mestu bjálfar, þeir eru ósköp in-
dælir, en samt eru þeir kjánar.
Hún belgdi sig út. — Þeir eru
of óþroskaðir til að sjá hve falleg
systir mín er. Auðvitað lagast
þeir eftir nokkur ár, þeir verða
bráðum sjáandi, og þá verð ég að
berjast með hnúum og hnefum.
Þá hirða þeir ekki um hvernig
fötum Isolda klæðist, hvort hún
klæðist silki eða gömlum sekk,
þeir líta þá aðeins á andlit henn-
ar, sem er svo dásamlega fallegt.
Lífið er skrítið, finnst þér það
ekki? En það sem er ennþá
skrítnara, Isolda veit þetta ekki.
Hún hefir aldrei haft traust á
sjálfri sér. Hún er svo gersamlega
laus við að vera hégómaleg og
þessvegna þykir mér svo ógur-
lega vænt um hana. Hún hló og
kyssti mig. — Hafðu engar
áhyggjur. Ég gleymdi mér
snöggvast og mundi ekki eftir
því að Isolda þarf duglegan um-
boðsmann. Korndu nú inn, ég
skal kippa þessu öllu I lag.
Og það gerði hún. Hún tvístr-
aði strákunum, með svo einstök-
um þokka, að hver stjórnmála-
maður hefði mátt öfunda hana.
Hún dreifði úr hópnum, kom
Daphne í samband við pilt, sem
greinilega var sama sinnis. Hún
dró Isoldu til sín og fór að segja
frá því hvað hún væri sniðug, ef
eitthvað bilaði, væri hún enga
stund að kippa því í lag. Strák-
arnir voru stórhrifnir og Isolda
ljómaði af ánægju. Svo kom Sue
ölium í leik, ekki of barnalegan,
en samt ekki flókinn. Allir
skemmtu sér konunglega — allir.
Angistin var yfirstaðin, Isolda
og Sue voru eiginlega meira en
systur, þær voru vinkonur, og
þær yrðu ábyggilega alltaf hrifn-
ar hvor af annarri. Isolda myndi
framvegis líta í spegil og virða
fyrir sér laglegt andlitið, án þess
að .hafa áhyggjur og Sue stæði
við hlið hennar og fitjaði upp á
kartöflunefið, hlæjandi, án öf-
undar. Og ef við Sue leggjum
saman, þá getum við haft áhrif á
lélegan fatasmekk Isoldar. Ég
var komin í ljómandi skap.
Ég gaf Dan merki. Við flýttum
okkur fram í eldhús og Dan
blandaði drykk handa mér. Við
sátum á eldhúsborðinu og fliss-
uðum, eins og krakkakjánar.
Dan lyfti glasi sínu. — Skál
fyrir matreiðslumeistaranum,
Guð blessi hana! Hann kysti mig.
— Þetta var stórkostlegur matur,
39. tbi. VIKAN 43