Vikan - 24.09.1970, Síða 49
hann valinn í enska landsliðið og
með því gerði hann alls 12 mörk
í fimm leikjum, þar af tvisvar
sinnum þrennu í leik (Hat-trick).
Keppnistímabilið 1927—28
byrjaði Dixie þar sem frá var
horfið og gerði alls 12 mörk í 8
fyrstu leikjum Everton í deildar-
keppninni. í níunda leiknum sem
var á móti Manchester United
gerði hann öll mörkin fyrir Ever-
ton, sem vann leikinn 5—2.
Þá missti hann af einum leik,
þar sem hann þurfti að leika með
landsliðinu, en í tveim naestu
gerði hann þrennu í báðum, á
móti Portsmouth og Leicester.
f janúar 1928 sló hann marka-
met Everton, er hann gerði sitt
38. mark og Everton var orðið
efst í deildinni.
En þá fór að ganga illa hjá lið-
inu. Það tapaði fyrir Arsenal í
bikarkeppninni og Huddersfield
og Tottenham í deildarkeppn-
inni. Og þó Dixie gerði enn einu
sinni þrennu í leik, og nú í leik
á móti erkifjendunum, Liverjx>ol,
var það aðeins til að Everton
næði jafntefli í þeim leik.
í næstu fjórum leikjum tókst
liðsmönnum Everton ekki að
gera eitt einasta mark og varð
þetta til þess að Huddersfield
náði forystusætinu í deildinni,
með einu stigi yfir Everton, en
Huddersfield hafði leikið þrem
leikjum færri.
En þá fór allt að ganga í hag-
inn aftur og vann Everton 7 af 9
síðustu leikjum sínum og gerði
tvö jafntefli. Er þrír leikir voru
eftir í keppninni hafði Dixie gert
51 mark og þurfti því níu til við-
bótar til að slá ársgamalt met
George Camsell’s, sem gert hafði
59 mörk keppnistímabilið næsta
á undan.
Hann gerði tvö mörk í næsta
leik, sem var gegn Aston Villa,
en þann leik vann Everton 3—2,
fjögur mörk gerði hann er þeir
unnu Burnley 5—3, svo hann
þurfti að gera þrjú mörk í síðasta
leiknum, sem var gegn Arsenal
á Goodison Park.
Liðsmenn Arsenal byrjuðu vel
og fyrr en varði voru þeir komn-
ir marki yfir .... En þá tók Dixie
Dean til sinna ráða.
Áhorfendur, sem höfðu yfir-
fyllt leikvanginn og hvöttu hann
óspart áfram sáu hann gera tvö
mörk á aðeins fimm mínútum.
Hið fyrra með góðum skalla, en
hið síðar úr vítaspyrnu.
Mínúturnar liðu nú hver af
annarri og spenningurinn var að
gera út af við áhorfendur. Arsen-
al hafði tekizt að jafna leikinn
2__2 og aðeins átta mínútur voru
til leiksloka. Þá var dæmd horn-
spyrna á Arsenal.
Alec Troup tók spyrnuna sem
heppnaðist fullkomlega. Boltinn
þaut á ógnarhraða fyrir markið
og hver varnarmaður Arsenal á
fætur öðrum reyndi að hoppa
upp til að ná að skalla knöttinn
frá marki, en engum tókst það.
En Dixie Dean sem var lágvaxn-
ari en flestir þeirra lagði sig all-
an fram við uppstökkið og er
enni hans snart boltann, breytti
hann um stefnu og þaut í markið
án þess að nokkrum vörnum væri
við komið... metið var hans og
Everton hafði sigrað í deildar-
keppninni.
☆
Viðtal við Erlend
Framhald af bls. 13.
kom oft fyrir að lampar sem
héngu í lofti fóru af stað, perur
sprungu eða fóru úr sambandi,
myndum á veggjum var snúið
við og fleira álíka gerðist. Þegar
Bender var kvaddur til, byrjaði
hann undireins að rannsaka
hvort þessi fyrirbæri gerðust
ekki sérstaklega oft í námunda
við einhvern sérstakan á skrif-
stofunni. Hann þóttist fljótlega
vita að ein skrifstofustúlkan
myndi völd að þessum reimleik-
um. Þegar málið var athugað
betur, sýndi sig að reimleikarn-
ir urðu aldrei nema þegar hún
var að vinna á skrifstofunni.
Svo var farið með hana til Frei-
burg og fylgzt með henni þar,
gerð á henni sálfræðileg próf og
fylgzt með líðan hennar. Þá kom
fyrir að þessi fyrirbæri gerðust
líka, þó í minna mæli. En þau
gerðust einkum þegar vissir sál-
rænir erfiðleikar, sem stúlkan
átti við að etja, sóttu á.
— Það er auðheyrt að þú not-
ar ekki orðið reimleikar í gamla
skilningnum, að einhverjar ver-
ur handan grafar og dauða
standi að baki fyrirbærunum?
— Viðvíkjandi þessum reim-
leikum í Þýzkalandi, þá hélt því
enginn fram að um framliðnar
verur væri að ræða. Skýringin
sem venjulega er gefin er sú, að
hér sé um að ræða orku eða
kraft, það sem á útlendu máli
er nefnt psychokinesis, sem sagt
að í manninum sé kraftur, sem
einstaka sinnum geti valdið
hreyfingu hluta án þess að
vöðvaafl sé notað. Þetta varð til
þess að hafnar voru tilraunir til
að hafa áhrif á hreyfingu hluta
viljandi. Þeim tilraunum hefur
parasálfræðin mikið sinnt. Pró-
fessor Rhine hefur meðal annars
gert tilraunir með að kasta ten-
ingum, að fá upp þá hlið sem
menn vildu, en ég held að ár-
angurinn af því hafi ekki verið
mjög jákvæður. Hins vegar hafa
tilraunir með fjarhrif og hugs-
anaflutning tekizt mjög vel,
þannig að enginn efi getur leikið
á því að þar sé um raunveru-
leg fyrirbæri að ræða. Árangur-
inn með tilraunir í psychokin-
esis hefur aldrei orðið jafn góð-
ur og við fjarhrif, en þó nógu
góður til þess, að ef þar væri
um að ræða fyrirbæri í sUmum
vísindagreinum öðrum, myndi
enginn efast um að þau væru
raunveruleg. Við teningatilraun-
irnar kom til dæmis í ljós að
nær ævinlega náðist mun betri
árangur í fyrstu köstum en er á
leið tilraunina.
— Fyrirbæri eins og andaglas
og andaborð, sem margir hafa
áhuga á hér á landi, myndu
flokkast undir psychokinesis?
— Já, líklega. Þessum fyrir-
bærum hefur mjög lítið verið
sinnt. Það er sumpart vegna þess
að miklu erfiðara er að beita
líkindareikningi við svoleiðis
nokkuð en til dæmis við tenings-
kast.
— Þú minntist áðan á Drauma-
Jóa. Hefur parasálfræðin ekki
fengizt eitthvað við rannsóknir
á því sviði?
— Jú, með fjarhrif í draum-
um hafa verið gerðar umfangs-
miklar tilraunir í New York;
þar hafa Maimonides Medical
Center aðallega sinnt slíkum til-
raunum. En flest fyrirbæri, þar
sem um yfirskilvitleg áhrif er
að ræða, gerast einmitt í svefni.
— Er nokkuð vitað hve stór
hundraðshluti fólks býr yfir dul-
rænum hæfileikum?
— Parasálfræðingar eru flest-
ir þeirrar skoðunar, að allir
menn hafi einhverja dulræna
hæfileika, flestir þó að vísu í
mjög litlum mæli.
— Nú er það vitað mál, að til
dæmis hér á landi hefur verið
og er fjöldi fólks, sem er skyggnt
sem kallað er, sér eða þykist sjá
framliðið fólk og hulduverur.
Hvað er það í raun og veru sem
það sér?
— Parasálfræðin fullyrðir
ekkert um hvort framhaldslíf sé
til eða ekki. Þess ber að gæta í
því sambandi að þessi vísinda-
grein hefur hvað helzt verið iðk-
uð i Bandaríkjunum og Þýzka-
landi, og í þeim löndum fyrir-
finnast vart menn sem telja sig
skyggna á íslenzkan mælikvarða,
það er að segja þeir sem sjá eða
telja sig sjá svipi framliðins
fólks. Þó má geta þess að fyrir
nokkrum árum fór fram í
Bandaríkjunum víðtæk athugun
á sýnum sjúklinga í banalegu,
og kom þá í ljós að allmargir
-slíkir sjúklingar töldu sig sjá
framliðna ástvini og ættingja
rétt fyrir andlátið. Það þótti at-
hyglisvert að slíkar sýnir voru
tíðar hjá fólki, sem hélt fullum
andlegum kröftum og var ekki
undir áhrifum sterkra lyfja. —
Mest er rætt um skyggnifyrir-
bæri á íslandi og Bretlandseyj-
um. En innan parasálfræðinnar
hafa þau því miður lítið verið
athuguð.
— En dáleiðsla?
— Rússar áttu merkan mann
á því sviði, Vassilíef hét hann.
Hann gerði mjög miklar tilraun-
ir með þetta og var sjálfur
magnaður dávaldur. Hann skrif-
aði um tilraunir sínar bók, sem
varð metsölubók í Rússlandi og
hefur verið þýdd á mörg tungu-
mál. Hann taldi sig meira að
segja hafa dáleitt fólk austur í
Síberíu heiman frá sér í Lenín-
grað. Vassilíef fullyrðir í bók
sinni að hann hafi getað fengið
fólk til að dotta eða framkvæma
ákveðnar hreyfingar í dáleiðslu-
ástandi, án þess að stýra því með
orðum eða bendingum. Hann
byrjaði í sama herbergi og hinn
dáleiddi maður, en færði síðan
þann sem hann hafði dáleitt
lengra frá sér, í næsta herbergi,
í annað hús og svo framvegis,
unz hinn dáleiddi var kominn
alla leið austur í Síberíu. Það
kann að virðast einkennilegt, að
dulrænum fyrirbrigðum skuli
sinnt í svo efnishyggjukenndu
ríki og Sovétríkin gefa sig út
fyrir að vera. Orðrómur hermir
að Rússar hafi varið til þessa
m'iklu fé eftir að Nautilus fór
yfir Norðurpólinn. Franskt
tímarit laug því þá að Banda-
ríkjamenn hefðu haft samband
við kafbátinn með hugskeytum,
meðan hann var undir heim-
skautaísnum. Þetta lásu Rússar.
— Þú drapst áðan á að skynj-
un, sem ætti sér stað án milli-
göngu hinna þekktu skynfæra,
væri flokkuð í nokkra þætti.
— Extra sensory perception
er skipt í ýmsar greinar, svo
sem clairvoyance (fjarskyggni),
telepathy (hugsanaflutning),
precognition (forvizku) og
psychometry (hlutskyggni).
Hlutskyggni er þannig varið
að maður, sem hefur þá gáfu til
að bera, getur komizt að ýmsu
varðandi einhvern fjarstaddan
og bláókunnugan mann, ef hann
aðeins fær í hendur hlut, sem
honum tilheyrir. í Freiburg
kynntist ég manni að nafni Or-
lob, sem var mjög snjall í þessu.
Við Geir Vilhjálmsson, sálfræð-
ingur, sem þarna var við nám
ásamt mér, tókum þátt í einni
slíkri tilraun með honum. Hún
var þannig að þátttakendur, sjö
eða átta talsins, krotuðu eitt-
hvað á blað, og voru blöðin
síðan afhent Orlob, sem auðvit-
að hafði ekki hugmynd um
hverjir mennirnir voru. Hann
gaf síðan lýsingu á hverjum
þátttakanda, eftir að hafa litið á
það sem þeir höfðu krotað. Lýs-
— Þú verður að gefa honum
drykkjupeninga, svo við losnum
við hann!
39. tbi. VIRAN 49