Vikan


Vikan - 12.11.1970, Side 3

Vikan - 12.11.1970, Side 3
46. tölublað - 12. nóvember 1970 - 32. árgangur VIKAN hleypir af stokkunum í þessu blaði glæsilegri JÓLAGETRAUN, sem sér- staklega er ætluð yngstu lesendunum. Vinningar eru 500 talsins: leikföng af öllum stærðum og gerðum, bæði fyrir stráka og stelpur, striga- skólatöskur, bækur og margt fleira. Getraunin birtist í fjórum blöðum og vinning- arnir verða afhentir fyrir jól. Fóstruskólinn er til húsa í Lækjargötu 14B. Þar er á hverjum vetri hópur ungra stúlkna að læra meðferð ungbarna og ótalmargt fleira, sem fóstrur þurfa að kunna. VIKAN heimsótti Fóstruskólann á dögunum, og í þessu blaði segjum við frá heim- sókninni í texta og miklum fjölda af skemmtilegum myndum. Stjörnuspá ástarinnar, sem VIKAN birtir í þessu blaði, verður vafalaust kærkomin öllum, sem eru í giftingarhugleiðingum, bæði ungum og gömlum. Þar er hægt að sjá hvernig hin ólíku stjörnumerki eiga saman. Bréf með fyrirspurnum um þetta streyma til okkar árið um kring, svo að það er ekki seinna vænna að opinbera leyndardóminn. Steindór Hjörleifsson er óþarfi að kynna. Hann er í röð fremstu leikara okkar og hlaut meðal annars Silfurlampann fyrir leik sinn í Kviksandi 1962. Nú hefur Steindór gerzt leíkstjóri í fyrsta sinn. Hann stjórnar leikritinu Hitabylgja, sem frumsýnt var í Iðnó fyrir skömmu. VIKAN ræðir við Steindór í tilefni af því í næsta blaði. Ernest Henry Shackleton var einn í hópi þeirra mörgu landkönnuða, sem lagði leið sína til Suðurheimskautssvæðanna. Þar vann hann mikla sigra, og þar beið hann þungbæran ósigur og óx við hvort tveggja. Loftur Guðmundsson rithöfundur hefur þegar skrifað greinar um Magellan og Amundsen, en nú bætist Shackleton í hópinn. Tízkan er stöðugt breytingum undirorpin. Það sem er hæstmóðins nú á dögum þykir öllum fráleitt eftir nokkur ár. Engu síður er alltaf gaman að skoða gamlar tízkumyndir og rifja upp hvernig tízkan var á hinum ýmsu tímabilum. í næstu Viku rekjum við gang tízkunnar síðustu 30 árin. I ÞESSARI VIKU NÆSTU VIKU FORSÍÐAN Jólagetraun Vikunnar er hafin. Vinningar eru 500, leikföng í öllum stærðum og gerðum og margt fleira. Flettið upp á bls. 26 og 27 og takið þátt i þessari glæsilegu getraun. 1 FULLRI ALVÖRU FARSOTT, SEM BREIÐIST UM HEIMINN Þegar dag styttir, veður versnar og skamm- degismyrkrið tekur að grúfa yfir landinu, berast tíðari fregnir um ýmiss konar slys og óhöpp. Þá fjölgar einnig árekstrum og umferðarslysum vegna hálku, myrkurs og ýmissa annarra erfið- ari aðstæðna, sem fylgja vetrinum. Umferðaslys eru alltof tíð hér á landi, þrátt fyrir margs kon- ar varúðarráðstafanir, sem gerðar eru af hálfu umferðarnefnda, lögreglu og slysavarnafélaga. í nýjasta hefti af NATO-fréttum er grein, þar sem birtar eru fróðlegar upplýsingar um um- ferðarslys, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Þar segir meðal annars, að árið 1968 hafi um- ferðarslys valdið dauða um það bil 55.500 manns í Bandaríkjunum og að 3.5 milljónir manna hafi særzt alvarlega vegna þeirra eða um 10.000 á degi hverjum. í Bandaríkjunum eru umferðar- slys nálega tíu sinnum fleiri en öll ofbeldisverk samanlögð, þ.á.m. morð, rán, nauðganir, uppþot og líkamsárásir. Vegna umferðarslysa missir þjóðfélagið nær því eins mörg vinnuár og vegna hjartasjúkdóma og fleiri en vegna krabbameins og heilablóðfalls. Árið 1968 beið sérhver banda- rísk fjölskylda fjárhagstjón, sem að meðaltali nam 291 dollara vegna umferðarslysa, en samtals nam tjónið 15 milljörðum dollara. Þetta vaxandi vandamál er ekki einskorðað við Bandaríkin ein. í tímariti alþjóðlegu heilbrigðis- málastofnunarinnar er ástandinu nýlega lýst sem „farsótt, sem breiðist út um heiminn og kemur við í hverju landi." Umferðarslys eru sem sagt ekki síður alvarlegt vandamál en þau sem stafa af öðrum félagslegum meinsemdum, svo sem of- beldishneigð, sjúkdómum og fátækt. Tölfræði- legur samanburður leiðir í Ijós, að á ýmsum sviðum umferðaröryggis eru vandamálin jafnvel enn meiri í Evrópu en Bandarikjunum. Á tíma- bilinu frá 1966—67 voru dauðsföllin á hver 100.000 skráð ökutæki 54.4 í Bandaríkjunum, en 126.0 í Vestur-Þýzkalandi, 80.2 á Ítalíu, 67.9 í Frakklandi og 59.1 í Bretlandi. Ekki er íslands getið í tölum þessum, en von- andi erum við ekki ofarlega á blaði enn sem komið er. Engu að síður er hollt að hafa þær uggvænlegu staðreyndir, sem getið hefur verið hér að framan, í huga í byrjun nýs vetrar og auka varúðarráðstafanir gegn umferðarslysum eins og frekast er unnt. Farsóttin hefur þegar borizt hingað til lands og getur breiðzt ört út, ef ekki verður nægilega reynt að halda henni í skefjum. G.Gr. Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaðamenn: Dagur í»orleifsson, Matthildur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning: Hall- dóra Halldórsdóttir. Auglýsingastjórar: Sigríöur Þorvaldsdóttir og Sigríöur Ólafsdóttir. — Ritstjórn, auglýsingar, afgreiösla og dreifing: Skipholti 33. Símar: 35320 — 35323. Pósthólf 533. VerÖ 1 lausa- sölu kr. 60,00. Áskriftarverð er 575 kr. fyrir 13 tölu- blöö ársfjórðungslega, 1100 kr. fyrir 26 blöö miss- erislega. Áskriftargjaldiö greiðist fyrirfram. Gjald- dagar eru: nóvember, febrúar, maí og ágúst. 46. tbi. VIKAN 3

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.