Vikan


Vikan - 12.11.1970, Blaðsíða 5

Vikan - 12.11.1970, Blaðsíða 5
 : mi'/L Sacha Distel hamingjusamur Sacha Distel er greinilega bú- inn að ná sér eftir vonbrigðin með Brigitte Bardot forðum. Hann sér heldur ekki út úr því sem hann hefur að gera. í sum- arfríinu skrapp hann til Tahiti með Francine, konunni sinni, en þau söknuðu svo barnanna að þau flýttu sér heim og eyddu síðustu frídögunum með börnun- um, Laurent, sem er fimm ára og Julien, sem er tveggja, í St- Tropez. Eftir það fór Sacha í tveggja vikna söngferðalag um Suður-Frakkland, þar sem hann gerði mikla lukku. I september var hann svo í Köln við sjón- varpsupptöku og þaðan fór hann til París til hljómplötuupptöku, svo það er greinilega áskipaðir dagar hjá honum. Þegar hann er spurður hvort hann sé ekki þreyttur, segir hann: — Ég safn- aði svo miklu sólskini í sumar- leyfinu að mér dugir það allt ár- ið. ☆ Bæði með rúllur í hárinu Það er ekki bara dans á rósum að vera hippi. Maður verður að hugsa vel um hárið á sér, þvo það í tíma og ótíma, og ekki dugir að hafa það alveg rennislétt alla leið niður á rass. Þessi mynd er ofur- lítil sönnun þess og hún leiðir okkur líka fyrir sjónir, að ung og nútimaleg hjón verða bæði að iiggja með rúllur í hausnum á nóttunni. Aumingja þau! # vísur vikunnar Galdramenn kveða Stattu kyrr á gólfi, grár, í guðs nafni ég særi þig, hrærðu þig ekki heljar ár; en herrann Jesú styrki mig. Heklugjá er heljar-krá, henni gusar eldur frá; stofuna þá ég stefni þér á, stað skalt’ engan betri fá. Séra Magnús á Hörgslandi (Úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar) Fífldjarfi lávarðurinn Brezkur lávarður, Gretton að nafni, fékk skyndilega löngun til að láta festa sjálfan sig og dirfsku sína á léreft, svo að eftirkomend- ur hans hefðu óynggjandi sönn- un um hreysti og hugrekki hans. Hann fékk listmálara til að mála af sér mynd við hliðina á ljóni. Auðvitað var ljónið tamið, en engu síður vogaði lávarðurinn sér ekki að halda því fast upp að sér, rétt eins og hann væri með ung- barn í fanginu. Málarinn fékk hins vegar það hlutverk að hag- ræða svolítið veruleikanum eins og sjá má á myndinni. -p; Gamla fólkið trúir öllu. Miðaldra fólkið tortryggir allt. Og unga fólkið veit allt. 46. tbi. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.