Vikan


Vikan - 12.11.1970, Blaðsíða 38

Vikan - 12.11.1970, Blaðsíða 38
FRÁ RAFHA 56 LÍTRA OFN MEÐ LJÓSI, yfir og undirhita stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element (grill). Klukka með Timer. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ ÖÐINSTORG - SÍMI 10322 vonzka hans lifði meðal lifenda, sem höfðu einhver samskipti haft við hann. Cissi varð æ viss- ari um að nafn þessa manns var lykillinn að leyndardómnum um Mikael. Gat Leo verið faðirinn og Katja móðirin? Til þess að komast að því rétta var Cissi hér nú, en hún vissi ekki hvern- ig hún ætti að setja þá spurningu fram. Hún varð fyrst að vinna traust stúlkunnar. — En foreldrar þínir hefðu skilið þetta, ef þú hefðir trúað þeim fyrir því. — Hann bannaði mér að gera það! Hann hótaði að láta vísa mér úr landi, ef ég gerði það. Katja hvæsti þessi orð, hatrið sagði til sín. — En nú er Leo dauður. Hvers vegna ferð þú ekki, til þeirra núna? —- Hvað heldurðu að þau hugsi, ef ég færi að nálgast þau núna, eftir heilt ár, og eftir að hafa lifað sem vændiskona allan þennan tíma? Gleymdu því ekki að Pólverjar hafa svolítið aðrar hugmyndir um siðgæði en Svíar, og þess utan erum við kaþólsk. — Eg held þú metir of lítils ást þeirra á þér. Þau munu fyr- irgefa þér. — Ef ég væri örugg um það! Það var örvænting í rödd stúlkunnar. — Ætlaðir þú að biðja Samson að komast að því fyrir þig? Katja kinkaði kolli og leit nið- ur á skóna sína. — Og einn daginn hittir þú líka Willie og hann varð ástfang- inn af þér. Hvers vegna hljópst þú frá honum? — ííg hljóp ekki frá honum! Eg.... — Þú faldir þig fyrir honum! Og eftir að þú komst aftur í gærkvöldi, þá flýðir þú líka frá honum. Veiztu ekki að hann elskar þig? — Hann heldur því fram, en það getur aldrei orðið neitt var- anlegt á milli okkar. Ég verð send til Póllands, um leið og yf- irvöldin komast að því að ég er hér. — Vitleysa, þú getur fengið hér hæli sem flóttamaður, eins og aðrir! — Það held ég ekki. Ekki þegar þeir komast að því að ég er búin að vera hér svona lengi skilríkjalaus. Ekki þegar þeir komast að því hvernig ég hef séð fyrir mér. — Ert þú. . . . Cissi átti erfitt með að finna rétt orð. — Ert þú ennþá.. . . ? — Nei, ekki lengur. Eg er bú- in að hitta aðra Pólverja, sem hafa hjálpað mér. Þau hafa ver- ið mér einstaklega góð. En þetta getur bara ekki gengið lengi. — Ég held að þú vanmetir Willie, Katja. Hann getur hjálp- að þér, ef þú gefur honum tæki- færi til þess. Katja leit upp, hræðsluleg en áköf um leið. — Heldurðu það í raun og veru? — Já, ég er viss um það. Og þú þarft ekki að óttast Leo leng- ur. Veiztu ekki að það er búið að finna flugvélarflakið? Það var greinilegt að Katja vissi það ekki. Hún reis til hálfs upp af bekknum og starði undr- andi á Cissi. — Nei, ég hef ekki heyrt það! Hafa þeir fundið eitthvað ann- að? Ég á við hvort hann. . . .? — Já,’það var sagt að eitt- hvað hefði verið athugavert við lendingartækin. Að þau hefðu líklega verið í ólagi áður en hann fór af stað frá Finnlandi. En nú finnst mér að þú ættir að fara heim í Ryttmástergötu. Fyrst til Willie og svo til.. . • — Nei! Þetta var eins og neyðaróp. Katja stóð upp, sneri baki í Cissi og tók til fótanna. Cissi þaut líka af stað, en það var of seint. Katja hljóp svo hratt að hún var komin alltof langt á undan. Cissi hefði ekki getað náð henni, þótt hún legði blöðin frá sér. — Katja! En stúlkan var horfin. Þegar Cissi kom heim kom tónaflóðið á móti henni. Þau höfðu með sameiginlegum átök- um flutt flygilinn inn í innsta herbergið í íbúðinni, en samt mátti heyra hljóðfærasláttinn, þótt allar dyr væru lokaðar. Cissi varð óróleg. Skyldi Mika- el hafa vaknað og legið öskr- andi, án þess að Sten heyrði til hans. Hún þaut inn í svefnher- bergið. En ótti hennar var ástæðulaus. Drengurinn lá rólegur í nýja rúminu og svaf vært. En dásam- legt. Það var greinilegt að hljóm- listin truflaði hann ekki. Þá var einu vandamálinu minna. Meðan kartöflurnar voru að sjóða, settist hún við eldhús- borðið og fór að fletta dagblöð- unum. Þar var lítið sagt annað en það sem hún vissi nú þegar um hvarf Leos van der Heft. Hún sat lengi og virti fyrir sér andlitin á myndunum. Andlit Leos var blíðlegt og brosandi. Engum gat dottið í hug að þetta hefði verið annað en notalegur ungur maður. Þess utan var hann óvenjulega laglegur. Það var ekki svo skrítið að konur hefðu fallið fyrir honum. Var hann faðir Mikaels? Cissi reyndi að finna einhvern svip, sem gæti bent í þá átt, en án ár- angurs. Og hver gat þá verið móðirin? Katja, ástmey Leos? Sylvia, konan hans? Og hver gat hafa eyðilagt tækin í vélinni? 38 VIKAN tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.