Vikan


Vikan - 12.11.1970, Blaðsíða 30

Vikan - 12.11.1970, Blaðsíða 30
Dröfn H. Farestveit, húsmæðrakennari Hveitiboliur með reyktu kjöti 4 hveitibollur (rúnnstykki) olía eða bráðið sm|ör 200—250 gr reykt kjöt (t.d. hangi- kjöt eða svínakjöt) 3 msk. smjör 2 msk. fíntklipptur graslaukur Skerið lok af bollunni og takið það mesta af innmatnum úr. Pennsl- ið að utan og innan með olíu eða bráðnu smjöri og bakið þaer gul- brúnar og stökkar við 225°—250°. Reykta kjötið skorið í smábita og hitað snöggt í 1 msk. af smjörinu. Blandið því sem eftir er af smjörinu saman við graslaukinn og skiptið því i bollurnar. Berið fram hrœrð egg með. Heitt brauS er réttur sem alltaf er vel þeginn, hvort heldur er eftir leikhúsferð, bíóferð eða í spila- og saumaklúbbnum. Þá er ekki úr vegi að bera fram heitt brauð á laugardags- eða sunnudags- kvöldi með t.d. heitri súpu. Heit samloka 8 þunnar brauðsneiðar smjör sinnep 4 sneiðar skinnka 2 tómatar 4 ostasneiðar paprika Onnur sneiðin í samlokunni smurð þunnu lagi af sinnepi og leggið þær saman með skinnkunni og steikið í smjöri á pönnu eða í grillofni á báð- um hliðum. Setjið nokkrar tómat- sneiðar ofan á samlokuna, ostasneið þar á ofan og steikið þar til osturinn er bráðinn. Stráið papriku yfir. Heitt ostabrauð 2 egg 4 msk. rjómi eða mjólk salt, pipar 2—2VÍ2 dl rifinn ostur 4 brauðsneiðar smjör graslaukur eða steinselja Þeytið saman egg og rjóma. Bæt- ið salti, pipar og rifnum osti f. Brauð- sneiðunum velt úr ostablöndunni og steikt við vægan hita. Klippið gras- lauk eða steinselju og skreytið með tómötum og salatblöðum. Berið fram vel heitt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.