Vikan


Vikan - 12.11.1970, Síða 43

Vikan - 12.11.1970, Síða 43
Leikfang fyrip aila fjölskylduna 216 spurningar 216 svör Svarið er rétt, þegar Ijósið kviknar. Heildsölubirgðir: Páll Sæmundsson Laugavegi 18a — Símar 14202—14280 veitingahúsið var, er þau borðuðu saman í fyrsta sinn . . . Fyrsta kvöld- ið þeirra í íbúðinni hennar . . . Bið- stofan hjá Parkington lækni . . . Rödd Kens, þegar hann hrópaði á eftir henni: Þú hefur myrt barnið mitt . . . Skyndilega heyrði hún rödd Jacks og þar með var hin skelfilega myndasýning á enda. — Þetta er sá bezti dagur, sem éq hef lifað á aevi minni. Ég vona, að þið þurfið aldrei að iðrast þess að hafa stutt mig til framboðs. Cathy stendur við hlið mér eins og klettur og styður mig með ráðum og dáð. Er það ekki, Cathy? Hún heyrði sína eigin rödd segja, eins og úr fjarska: — Jú, það geri ég. Að svo mæltu náfölnaði hún, fann til ákafs svima og tók um höfuð sér. Jack tók eftir þessu og sagði: — Cathy, elskan mín, liður þér illa? Cathy reyndi að standa á fætur, og gat það með naumindum, en fæturnir voru svo undarlega linir og máttlausir. — Ég held, að ég verði að fara heim. — Er hann aftur farinn að sparka, sá litli, spurði Jack. Cathy kinkaði kolli. — Væri þér sama, þótt við færum núna, Margot? Ben kom og lagði höndina um öxl Cathy. — Þó það nú væri, að þú fengir að sleppa núna. Þú hefur sannarlega staðið þig eins og hetja. Ég er stolt- ur af þér. Cathy var komin niu mánuði á leið, þegar hún dag nokkurn kom úr læknisskoðun. Hún varð að leggja bilnum á bílastæði, sem var alllangt frá læknastofunni og þurfti því að ganga nokkuð langa leið. Hún kveið fyrir að þurfa að ganga. Hún var alltaf svo þreytt upp á síðkastið. Það stafaði ekki af barn- inu, heldur hinum stöðuga, nagandi kvíða vegna Ken og mörgum and- vökunóttum. Taugaspennan var orðin svo mikil, að hún verkaði lam- andi á hana. Hún herti þó upp hug- ann og lagði af stað. A leiðinni gekk hún framhjá kyrr- stæðri járnbrautarlest. í einum glugga hennar birtist skyndilega andlit Kens. Hún áttaði sig ekki á þessu alveg strax, en svo snarstanzaði hún. Þetta var Ken, það var ekki um að villast. En hversu oft hafði hún ekki verið viss um, að hún sæi hann í seinni tíð? Samt hafði aldrei verið um hann að ræða. Hún lokaði augunum and- artak, en opnaði þau aftur og horfði óttaslegin í gluggann. En andlit Kens var horfið! Lestin ók af stað, og Cathy andaði léttara. Henni hafði þá missýnzt einu sinni enn. En á siðustu stundu hopp- aði maður út úr lestinni og hraðaði sér í áttina til hennar. Nú þurfti hún ekki að vera í vafa um, hvort þetta væri hann eða ekki. Hún tók til fót- anna. Það var ekki auðvelt, en óttinn knúði hana áfram. Það var mikill fjöldi manna á gangstéttinni og hún ruddi sér braut í gegnum það og skeytti því engu, þótt hún fengi ill- girnislegar augnagotur fyrir tillits- leysið. Hún þorði ekki að líta um öxl. Hún var þess fullviss, að Ken elti hana. Þegar hún komst loksins að bíln- um, skalf hún svo, að hún missti bíl- lyklana. Það var síður en svo auð- velt fyrir hana að taka þá upp, eins og hún var á sig komin, en hún skeytti því engu. Hún mátti engan tíma missa. Hún opnaði hurðina ( flýti, settist við stýrið, setti lykilinn í og reyndi að setja bílinn i gang . . . Ó, guð minn góður! Hann fór ekki í gang! Hún sneri lyklinum aftur og aftur, en árangurslaust. Gat verið, að gangsetjarinn hefði bilað aftur? Hún reyndi að setja bílinn í gang í síð- asta skipti. En það tókst ekki. Hún opnaði hurðina aftur, sté út úr bíln- um og hélt, að hún mundi hníga niður. í sama bili heyrði hún fótatak nálgast. Hún fylltist nýjum þrótti og tók til fótanna. Fótatakið nálgaðist stöðugt, færðist ætíð nær og nær. hversu hratt sem hun reyndi að hlaupa. Hún tók að finna til verkja. Þeir ágerðust stöðugt og urðu loks svo sárir, að hún varð að stanza. Góður guð, ég held, að barnið sé að koma, hugsaði hún. Hún tók um magann með báðum höndum og reyndi að halda áfram hlaupunum. Ken var kominn fast á hæla henni og ekki mundi líða á löngu, þar til hann næði henni. En verkirnir voru sárari en svo, að hún gæti afborið þá. Hún missti jafnvægið og féll aftur fyrir sig. Grátandi og hjálpar- vana lá hún þarna á gangstéttinni og megnaði ekki að rísa á fætur. Skelfilegir verkir fóru um allan líkama hennar. Ken var kominn til hennar. Hún lokaði augunum til þess að þurfa ekki að horfa framan í hann. Hún stundi full örvæntingar: — Gerðu mér ekkert mein, góði Ken! Lofaðu mér að fæða barnið fyrst. Þú mátt ekki skaða saklaust barnið. Hann rak upp hrossahlátur. Framhald í næsta blaði. NJÚSNIR I KfllRÖ Framhald af bls. 11. eflaust hlutskipti hans. Lotz lagði heftin frá sér á borðið. „Herrar mínir,“ sagði hann. „Ég hlýt að óska ykkur til hamingju. Þetta var vel gert.“ 46. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.