Vikan


Vikan - 12.11.1970, Blaðsíða 22

Vikan - 12.11.1970, Blaðsíða 22
Hann hristi höfuðið og sló út með báðum höndum, og áður en hann svaraði sagði Cissi. — Ég heiti Cissi Caronius og bý í Ryttmástergötu 6. Við hitt- umst í stiganum í morgun og ég veit að hún hefur miklar áhyggj- ur. Ég get ef til vill hjálpað henni. Hún þarf ekki að hræð- ast neitt frá minni hlið, ég kem hingað sem vinur hennar. . . . Maðurinn stóð grafkyrr og þögull. FRAMHALDSSAGA EFTIR LENA LOUIS SJÖTTI HLUTI — Mig langar til að hitta hana sem fyrst, helzt innan einnar klukkustundar. Viljið þér gjöra svo vel að biðja hana að hitta mig við Kungsholmen, fyrir ut- an byggingar DN klukkan hálf sjö. Maðurinn svaraði engu enn og Cissi gekk út úr íbúðinni. í dyr- unum sneri hún sér við og sagði: —- Ég verð einsömul. Maðurinn var hugsandi á svip, en ekki ein óvinveittur, og Cissi gekk út á götuna með þeirri vissu að hún hefði sannfært hann. Hún var auðvitað ekki al- veg viss, en henni fannst þetta eina leiðin til að hjálpa stúlk- unni. Cissi tók neðanjarðarlestina til Kirkjuklukkurnar slógu fimm, þegar Cissi flýtti sér gegnum gömlu borgina. Hin þrönga Vest- erlánggata var full af smáverzl- unum og þegar hún var komin í hana miðja fór hún að hægja á ferðinni, til að missa ekki af þeirri verzlun, sem hún var að leita að. Hún fann hana: Bouti- que Szyr. Dyrnar voru opnar vegna hitans og þegar Cissi kom þangað inn, tók það hana smá- stund að venjast myrkrinu. — Eruð þér að leita að ein- hverju sérstöku? Það var greinilega erlendur hreimur í röddinni og maðurinn bak við búðarborðið var heldur ekki líkur Svía, hann var með blásvart hár og dökkur yfirlit- um. Nafnið Szyr gat líka vel verið pólskt, hugsaði Cissi. Hún hafði það á tilfinningunni að þarna væri eitthvað sem leiddi til dökkhærðu stúlkunnar, sem hún hafði hitt í stiganum um morguninn. Mig langar til að hafa tal af Kötju, sagði Cissi rólega. Brosið hvarf af andliti manns- ins og svipur hans varð tor- tryggnislegur og jafnframt óræð- ur. Fyrirgefið? Katja? — Já, dökkhærðu, fallegu stúlkuna frá Póllandi. Þér vitið hvar hún er. Örugg rödd hennar hafði sýni- lega áhrif, en maðurinn hélt áfram að þykjast undrandi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.