Vikan


Vikan - 12.11.1970, Blaðsíða 33

Vikan - 12.11.1970, Blaðsíða 33
Vignir Bergmann; hugsandi gítarleik- ari. bentu helzt á að söngur og trommuleikur hefði batnað frá því sem áður var, þar sem nú gæti Ari einbeitt sér að trommu- leik og Guðmundur syngi mest einn, en að auki væru þrjár raddir í bandinu, svo á köflum væri hægt að syngja fjórraddáð. Sú hlið ætti alls ekki að breyt- ast neitt með tilkomu Vignis, því — Hafið þið nokkuð spáð í plötu? — Já, við höfum svo sem hugsað um það, og nú stendur það til. Sennilega verður það tveggja laga plata til að byrja með, en LP-plötu höfum við ekkert hugsað út í, svaraði Ari. — Jú, það er rétt, við vorum með stóra plötu í bígerð rétt fyr- ir breytingarnar, en hættum við af ýmsum ástæðum. Nú þykir okkur það bara ekki tímabært. En við Guðmundur erum báðir að syngja inn á litlar plötur, hann fyrir Tónaútgáfuna og ég verið HSH, sem hefur verið uppnefnd Hljóðfæraverzlun Af- komenda Sigríðar Helgadóttur (hash!). Báðar eru væntanlegar á markaðinn fljótlega. Guð- mundur hefur gert texta fyrir mig og sjálfan sig líka. Þá er ekki úr vegi að geta þess að við höfum auðvitað hug á að eiga Framhald á bls. 46. NAFNIÐ FRÁ BORGARNESI Ekki alls fyrir löngu barst okkur bréf frá ungri stúlku á Sauðárkróki, sem bað um mynd af hljómsveitinni NAFNIÐ frá Borgarnesi, auk ýmissa upplýsinga um meðlimi hljómsveitar- innar, en hún tók þátt í keppninni um beztu táningahljómsveitina 1970, sem háð var í Húsafellsskógi um Verzlunarmannahelgina. Nú hefur okkur tekizt að útvega þessa mynd og upplýsingarnar og hér er það: Hljómsveitin Nafnið var stofnuð í janúar sl., og var þá skipuð fjórum mönnum. Um það bil þremur mánuð- um síðar hætti einn, og hafa þeir fé- lagar verið þrír síðan. Þessir þrír eru: Vignir Helgi Sigurbjörnsson, gítar- leikari og söngvari, en hann var áður í hljómsveit af sömu slóðum, sem hét Rofar. Vignir á heima á Sæunnargötu 1, Borgarnesi og er fæddur 25. maí 1952. í vetur ætlar hann sér að nema við tónlistarskólann í Borgarnesi og um alla framtíð hefur hann hugsað sér að syngja og spila. Uppáhalds- hljómsveitir hans eru Deep Purple og Trúbrot. Vignir er fyrir miðju á myndinni. Bassaleikari hljómsveitarinnar er Kristján Heigason, en hann á heima á Kjartansgötu 5. Borgarnesi og er fæddur 5. maí 1950. Hann var líka í Rofum áður. Framtíðardraumur hans er að verða skólastjóri kvennaskól- ans að Varmalandi. Hann hefur mik- ið dálæti á Led Zeppelin og Trúbroti. Hann er lengst til vinstri á myndinni. Trommuleikarinn, Sveinn Ágúst Guðmundsson, Böðvarsgötu 11, Borg- arnesi á sér það eina takmark að verða ,,ródari“ hjá Deep Purple sem er uppáhaldshljómsveit hans — auk Skafta & Jóhannesar. Hann á sjálf- sagt afmælisdag eins og hinir, en því miður láðist okkur að útvega okkur upplýsingar um það. Sveinn er lengst til hægri. Ef þeir eru spurðir um framtíðina, svara þeir því eitthvaö á þessa leið: — Okkur langar til að spila og halda hópinn eins lengi og mögulegt er. Við stefnum að því að spila mú- sík fyrir fólk á aldrinum 7—129 ára. ^Hljómplötu gagnrýni ÞRJÚ A PALLi TRÚBROT Þegar Þrjú á palli íóru til Lundúna í fyrravetur til að taka upp lögin úr „Jörundi“, tóku þau í leiðinni aðra plötu sem átti að koma út nú í haust. En þegar til kom, var sú upptaka ónothæf vegna ýmis konar galla. Þess vegna var horfið til þess ráðs að fleygja þeirri upptöku og platan var tekin upp á nýjan leik hér heima í haust, á nýtt stereo-borð Péturs Steingrímssonar. Var það fyrsta upptakan sem það borð var notað við, og ber platan þess nokkur merki. Sjálft tríóið hefur batnað mikið á allan hátt, orðið samstilltara og mun meira jafnvægi er á milli raddanna. Þessi plata ber yfirskriftina „Við höldum til hafs á ný“, og eins og fyrr hefur Jónas Árnason gert öll ljóðin — um texta er tæplega hægt að tala í þessu sambandi: ljóð Jónasar eru á miklu hærra „plani“. Sannast sagna eru þau slíkur fjársjóður, að leitun mun vera að öðru eins. En snúum okkur þá aftur að upptökunni: Á köflum er eins og hún hafi farið fram í tómu vöruhúsi og ekki hefur pressunin verið til að laga hana mikið, því sá þáttur er væg- ast sagt illa gerður. Þó er ekki hægt að ásaka einn eða neinn fyrir upptökuna, Þrjú á palli og Pétur Steingrímsson gjalda þess eins að þetta var eins konar tilraun. En þrátt fyrir þennan galla, er platan skemmtileg og ætti enginn að þurfa að skammast sín fyrir hana. Það er nokkuð áberandi þegar maður hlustar á þessa LP-plötu, sem hina fyrri, að Troels Bendtsen hefur mestan skilning á við- fangsefninu og því er útkoman bezt hjá honum. Sérlega finnst mér hann góður í „Þvílík er ástin“ og „Hví ertu svona breyttur?“, en í síðara laginu fer hann svo skemmtilega hátt að manni finnst hann hafa verið fæddur til að syngja þann litla bút í enda lagsins. Undir- leikurinn er víða daufur, og er það sérstaklega áberandi í lögum eins og „Við höldum til hafs á ný“ og „Óðurinn um hann Angantý“. Þar er söngurinn heldur ekki nægilega hraustlegur, en fallega meló- dískur flautuleikur sem er í góðu samræmi við dragspil, bætir það upp. Helgi R. Einarsson syngur ekki eins mikið á þessari plötu og hinni fyrri, en hann nýtur sín aftur betur í „Brúðkaupsveizlu Villa kokks og Dómhildar", sem er yfirleitt mjög vel unnið lag. Hann syngur aðeins tvö lög einn, og þegar ég hlustaði á það í fyrsta sinn, t. d. „Síðasta skotaprins“ datt mér í hug sagan af elliæra bassasöngvar- anum sem farið var að kalla „strigabassa". Edda Þórarinsdóttir er bezt í „Svona er að vera siðprúð“ en aftur ber fullmikið á því að hún er leikkona í t. d. „í skini morgunsólar". Virtur tónlistarmaður íslenzkur sagði eitt sinn við mig að það skipti ekki meginmáli hvaff fólk gerði, heldur hvernig. Þrjú á palli fara ágætlega með gott efni, svo maður skyldi ætla að það væri bara nokkuð gott ef hægt væri að samantvinna tvennt framangreint. Þessi plata á eflaust eftir að öðlast miklar vinsældir, og helzt koma til greina í óskalagaþætti útvarpsins lög eins og „Óðurinn um árans kjóann, hann Jóhann“. Viðlag þess texta er annars heimspekikapítuli út af fyrir sig: „En ég elsk' ‘ann Jóhann, árans kjóann, jafnvel þó ‘ann sé eins og hann er“. Annars ætti það frekar að vera í verkahring bókmenntagagnrýnenda, að tala um ljóðlist Jónasar, en mínum. Það er aðeins eitt lag sem minnir mann illilega á fyrri plötuna, og það er „Halí-a-hó“, enda sjómannalag eins og mörg lög þeirrar plötu. Þar virðist heldur hafa verið kastað til höndunum. Margir aukahljóðfæraleikarar koma við sögu (auk þeirra Troels og Helga sem standa sig með prýði), og skal þar helzt nefna Ríkharff Pálsson, „kontrabassaleikara með láði“, eins og segir á baksíðu um- slags, en svo koma margir fleiri við sögu, og vil ég sérstaklega að- eins minnast á flautuleikarann góða, hver sem hann er. Útsetningar eru gerðar af Þóri Baldurssyni, fullar af rómantík og elskulegheitum á köflum, en „aðstoð við útfærslu og nánari músíseringu" veitti Jón Stefánsson, oreanisti og söngstjóri. Pramhald á bls. 47 46. tw. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.