Vikan


Vikan - 12.11.1970, Blaðsíða 10

Vikan - 12.11.1970, Blaðsíða 10
NJOSNIR I KAIRO „ELSKAN, segðu þeim það litla sem þú veizt Hver hafSi séð Egyptum fyrir skeytasafninu? Auðvitað hraðlugu þeir því að þeir hefðu náð því af eigin rammleik. Augljóst var að leyni- þjónusta einhvers annars ríkis hafði komizt yfir sendingarnar, þýtt þær og afhent Egyptum fyrst nú nýlega. En hverjir? Rússar? Þjóðverjar? SÍÐARI GREIN Loíz-hjónin í réttarhöldunum. ÚRDRÁTTUR EFNIS FYRRI GREINAR: Leyniþjónusta ísraels reynir að flæma úr Egyptalandi þýzka verkfræðinga, sem vinna að gerð eidflauga og flugvéla fyrir Nasser. Hermdarverkum og mannránum er beitt í þessu skyni, en aðalmaðurinn í aðgerðum leyniþjónustunnar er njósnarinn Wolfgang Lotz, sem búsettur er í Kairó og þykist vera Þjóðverji og fyrrverandi liðsforingi í Afríku- her Rommels. Hann stofnar til vináttusam- banda við marga verkfræðinganna og nær upp úr þeim miklum upplýsingum. En um síðir komust Egyptar á snoðir um starfsemi hans. Kvöld eitt, þegar Lotz, Waltraud kona hans og foreldrar hennar komu heim, sat fyrir þeim skari dökkklæddra manna. Lotz var laminn í höfuðið og handjárnaður. Wolfgang Lotz var enginn aukvisi og þar að auki bjartsýnn að eðlisfari. Þegar dökk- klæddu mennirnir, sem voru útsendarar eg- 10 VIKAN 46. tbi. ypzku öryggisþjónustunnar, fóru með hann inn í húsið, var hann ennþá sannfærður um að hann gæti snúið sig úr þessari gildrunni. í stofunni beið hans lítill maður með svart, snöggklippt yfirvararskegg. „Samír Nagi heiti ég,“ sagði hann. „Ég er málaflutnings- maður egypzku leyniþjónustunnar. Þér er- uð handtekinn!“ Lotz æpti: „Þér eruð bandóður! Þér vitið ekki hvað þér gerið! Maður verður þó að halda sér við það sem rétt er!“ Og hann krafðist þess að fá að tala við Korab fylkis- stjóra. Samír Nagi.lét sér hvergi bregða. „Jússúf Korab og aðrir þér samsekir verða þér ekki frekar að liði en orðið er. Við höfum hand- tekið þá líka!“ Lögreglumenn rannsökuðu stofuna í flýti. Svo var gengið upp á aðra hæð, þar sem svefnherbergið var. Samír Nagi benti á vegg- skáp og spurði: „Hvar er lykillinn?" Lotz var með lykilinn í vasanum. Leynilögreglu- maður einn tæmdi vasa hins fjötraða njósn- ara og opnaði skápinn. Þar fundust hin og þessi búsáhöld, þar á meðal báðvog, sem loftskeytatæki Lotz voru falin í. Einn leynilögreglumannanna setti vogina á borð og opnaði hana fyrirhafnarlaust. „Jæja,“ sagði Nagi hlæjandi, „hvað segið þér við þessu?“ Á því andartaki vissi ísraelski njósnasnill- ingurinn að hann hafði tapað leiknum. Að voginni gekk ekki nema einn lykill, sem Lotz geymdi á öruggum stað. Ljóst var að Egyptarnir höfðu leitað í húsinu um dag- inn, meðan íbúar þess voru fjarverandi, og brotið upp vogina. Meðan þetta gerðist í svefnherberginu, beið Waltraud Lotz fangin í inngarðinum. Mikils þótti köppum þessum við þurfa, því að sex egypzkir leynilögreglumenn stóðu vörð yfir henni og var hún þó handjárnuð. Foreldrar hennar voru í gæzlu í forgarðin- um. Faðirinn, sem var maður hjartveikur, lá magnlaus í grasinu. Með Lotz var farið út í svartan glæsibíl og svört hetta dregin yfir höfuð honum. Síðan þaut bíllinn af stað. Klukkustund síðar hófst yfirheyrslan. Hún fór fram í auðu, tréþiljuðu herbergi. Lotz var látinn sitja á bekk með járnfótum, sem voru múraðir fastir við gólfið. Fyrir framan hann sátu við borð þrír menn, einn þeirra Hassan Alisj, hinn illræmdi varaforstjóri egypzku leyniþjónustunnar. Hann lagði tvö þykk hefti á borðið og sagði rólega: „Flett- ið þér þessu i ró og næði. Eftir það getum við ræðzt við af skynsemd." Lotz gerði eins og honum var sagt og sá þegar að í þeim voru saman komin skeyti þau, er hann hafði sent á dulmáli til Tel Avív, og var ekki að sjá að neitt vantaði á rétta ráðningu. Honum spratt sveiti á enni. Hassan Alisj sagði: „Við höfum hlerað fjar- skiptasamtöl yðar í þrjú ár og safnað þeim saman. Þér sjáið þá vonandi að það þýðir ekki að ljúga lengur.“ Hver hafði séð Egyptum fyrir skeytasafn- inu? Auðvitað hraðlaug Hassan Alisj því að þeir hefðu náð því af eigin rammleik. Þá hefðu þeir ekki beðið í þrjú ár, heldur mið- að sendinn út miklu fyrr og hafizt síðan handa. Augljóst var að leyniþjónusta ein- hvers annars ríkis hafði komizt yfir send- ingarnar, þýtt þær og afhent Egyptum þær fyrst nú nýlega. En hverjir? Rússar? Þjóð- verjar? Lotz var í hópi „forréttindafanganna" í Túra- fangelsinu og bjó þar viS góSan hag. Hann var látinn laus eftir sexdagastríSiS fræga voriS 1967. En Lotz hafði engan tíma til að brjóta heilann um það. Hann vissi að hann yrði umfram allt að halda fast við sína þýzku „ævisögu“. Undir því var líf hans komið. Kæmust Egyptar að því að hann var majór í ísraelsku leyniþjónustunni, yrði gálginn Framhald á bls. 43 Verst horfSi fyrir Lotz er lagt var fram í réttar- höldunum bréf frá Þýzkalandi, þar sem upplýst var að hann væri ísraelskur borgari og háttsettur í leyniþjónustu ísraels. Lotz er sennilega dýrasti fangi sem um getur. í skiptum fyrir hann slepptu ísraelsmenn hátt á fimmta þúsund egypskum stríðsföngum. 46. tbi. VIKlAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.