Vikan


Vikan - 12.11.1970, Blaðsíða 31

Vikan - 12.11.1970, Blaðsíða 31
HEUT BRAIID Fylltar hveitibollur 4 bollur (rúnnstykki) heit mjólk •150 gr skinnka 2 msk. rifinn ostur 30 gr smjör V2 msk. sinnep salt, pipar, steinselja Skerið lok af hveitibollunum, og holið að innan með gaffli og hrærið það sem kemur innan úr með volgri mjólkinni, þannig að það verði jafnt mauk. Bætið síðan í smáttsaxaðri skinnku, osti og smjöri, bragðið til með kryddi og steinselju. Hveitiboll- urnar penslaðar að innan með smjöri og setjið maukið í þær. Bakið við 200° í 15—20 mínútur. Berið þá fram heitt með tómatsósu. Einnig má hita hveitibollurnar í ofni og útbúa góðan jafning t.d. með sveppum, aspas eða rækjum og jafna með eggjarauðu og fylla hveitibollurnar með honum. Sardínubrauð 4 brauðsneiðar smjör 2 msk. fíntsaxaður laukur 2 harðsoðin egg 2 ds. sardínur í tómat 2 msk. tómatkraftur dill salt, pipar 4 ostasneiðar Ristið eða bakið brauðsneiðarnar. Saxið eggið og blandið með lauk og sardínum. Bætið dilli í og tómat- krafti. Kryddið með salti og pipar. Skiptið jafnt á brauðsneiðarnar og leggið ostasneið yfir. Bakið við 250° í 6—8 mínútur, eða þar til osturinn hefur bráðnað. Rækjubrauð 4 brauðsneiðar smjör rækjur, frystar eða niðursoðnar 1—2 msk. kaperskorn dill 100 gr mayonesse 1 eggjahvíta Ristið brauðið og smyrjið. Stíf- þeytið eggjahvítuna og blandið sam- an við mayonessið. Setjið rækjurnar á brauðsneiðarnar ásamt kaperskorn- unum og dillinu. Skiptið síðan may- onessinu á sneiðarnar og bakið í ofni við 225° í 5—7 mínútur eða þar til sneiðarnar eru orðnar fallega gulbrúnar. Kræklinga-aspasbrauð 4 brauðsneiðar smjör V2 ds. aspas kræklingadós flesk Þerrið kræklingana. Skiptið flesk- inu í litla bita og rúllið utan um hvern krækling. Festið saman með tannstöngli. Steikið því næst flesk- kræklingana og takið tannstönglana úr. Steikið brauðsneiðarnar gulbrún- ar. Skipið volgum aspasnum á brauðsneiðarnar og setjið heita flesk-kræklingana á þær og berið fram heitt. Heitt lifrakæfubrauð Steikið brauðsneiðarnar í smjöri. Því næst eru steiktir púrruhringir og sveppasneiðar í smjöri. Lifrakæfu- sneið sett á brauðsneiðina, þar á of- an púrruhringir og sveppasneiðar. Rifinn ostur að lokum settur efst. Sett í mjög heitan ofn og bakað þar til osturinn er bráðinn. 46. tbi. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.