Vikan


Vikan - 12.11.1970, Blaðsíða 41

Vikan - 12.11.1970, Blaðsíða 41
HUSGAGNAVERZLUNIN DÚNA AUÐBREKKU 59 SÍMI: 42400 KQPAVOGI AMBASSADOR KATARINA Staersta húsgagnaverzlun utan Reykjavlkur. — Ótrúlega fjölbreytt úrval sófasetta. — Sér bólstruð eftir ósk yðar. — Ný og glæsileg áklæði. — Borðstofur. — Svefnherbergi. — Pírahillur og sérstök húsgögn í úrvali. — Sendum myndalista ef óskað er. — Sendum ! póstkröfu um land' allt. Við erum ávallt spori á undan. Þess vegna sjáið þér allt það nýjasta í DÚNA. HÚSGAGNAVERZLUNIN DÚNA AUÐBREKKU 59 SÍMI: 42400 KQPAVOGI Hver hafði tækifæri til þess? Meðan hún lét hugann reika um þessa atburði, leit hún yfir gamlar fréttir í blöðunum. Hún tók varla eftir nafninu í slúður- dálknum, en svo kom undirvit- undin henni til að athuga það nánar. Það var mynd, sem ekki var stærri en frímerki og undir henni stóð: S^ved Sture. „Við alþjóðaráðstefnuna í Helsingfors í gær, var Seved Sture sendiráðsritari fulltrúi Svíþjóðar. Það er búizt við því að hann verði innan skamms ambassador .. Cissi lagði frá sér blaðið. Hún hafði þá fengið svar við einni spurningu sinni, að minnsta kosti einn af íbúum hússins hafði ver- ið staddur í Finnlandi og hefði getað staðið að því að eyðileggja tækin í flugvél Leos! Framhald í næsta blaði. SAGAN UM SÖGUNA Framhald af bls 24. liðnum krafðist ég þess, að mér væri skilað aftur handritinu. Þá lofaði hann að lesa það á tveim dögum, alveg örugglega. Og þrír bókmenntaráðunautar lásu það á tveim dögum. En það var nauðsynlegt að breyta því. Fyrsti ráðunautur skrifaði m. a.: — Allur þriðji og síðasti hluti bókarinnar er með öllu óþarfur. Bókinni ætti að ljúka með þessu, reyndar langdregna, rifrildi í 20. kapitula. Bókmenntaráðgjafi nr. 2 sagði m. a.: — Samt sem áður legg ég til, að efninu sé gerð ýtarlegri skil. Einkanlega er það nauðsyn- legt frá bls. 148 og í því sem þar fer á eftir. Tveir síðustu kapitul- arnir mættu gjarnan vera helm- ingi lengri Einkanlega saknar maður nánari lýsingar á ferða- laginu. f því einu væri efni í marga góða kapitula. Annars er bókin mjög vel samin. Nr. 3 skrifaði af feiknalærdómi og var mér býsnaerfitt að fylgja honum á fluginu. En svo mikið skildi ég, að á bókinni væru margir gallar, m. a. ófyrirgefan- legir gallar á byggingu sögunnar. En ráðgjafinn mælti samt með því að hún væri gefin út. Mynd- in af konunni væri illa teiknuð. Eg sagði við forstjórann: — ííg skil ekki, hvað hann á við. — Ég ekki heldur, svaraði hann. Mér finnst t. d. konan vel gerð. íSg kannaðist strax við hana. Hins vegar skil ég karl- manninn ekki. Mundi maður blátt áfram ekki hverfa út í buskann að þrem mánuðum liðn- um. Það hefði ég gert að minnsta kosti. — Já, en ekki hann. — Já, sem sagt, þér umskrif- ið það. Þér eigið væntanlega af- rit af handritinu. Það getur þá legið hér á meðan. Og ég fór heim til þess að byrja að umskrifa. En hvernig í ósköpunum átti ég nú að taka á þessu verkefni? Allt í einu varð mér ljóst, að ég vildi hafa bók- ina einmitt nákvæmlega eins og ég hafði sjálfur skrifað hana. Þessu svaraði forstjórinn: — Ja, þá getur varla orðið nokkuð úr þessu. Þér hefðuð hvort sem er ekki riðið frá þessu feitum hesti. — Hve mikið hefði það orðið, ef þér hefðuð fallizt á bókina? — Ja, 500 króna fyrirfram- greiðsla, ef við tökum hana. Og auk þess hin venjulegu 10% af útsöluverði, sem byrjendur eru vanir að fá. Þér getið hugsað yð- ar um, hvort þér viljið gera hin- ar nauðsynlegu breytingar. — Eg geri engar breytingar, svaraði ég. Ef þér takið ekki ákvörðun þegar í stað, sný ég mér til annars forlags. — Það væri mjög óhentugt eftir allt þetta amstur, sem við höfum haft af þessu, sagði hann. — Hafið þér talað við annað for- lag? Ég svaraði, sannleikanum sam- kvæmt, að svo væri. Bókin mín skyldi komast á markaðinn, hvað sem hver segði, enda væri þetta mín bók, en ekki bók forlagsins. Og í rauninni væri það höfund- urinn, sem gæfi út bókina, en ekki forlagið. Forlög eru búðir, sagði ég. — Ég sel það sem mér sýnist! Hann brosti eins og sá, sem allt veit og skilur. Og loks samdist með okkur. Bókin kom út sama haust. Gerði feiknalukku. Peningar í bank- ann, fjöldi nýrra vina og mjúk- málgar meyjar. Skrifstofustjórinn í pökkunar- firmanu sagði: — Eg er búinn að lesa bókina þína. Alveg ljóm- andi. Þú verður vitanlega stór- ríkur? Fröken Telander sagði: — Að hugsa sér, ég grét, þegar ég las hana. Hún er einhvern veginn allt öðruvísi að lesa á prenti. Og þetta líka fína bókaforlag. Vinur minn í skóbransanum sagði: — Ja, hvort þú hafðir á réttu að standa! Það er skrítið að hugsa til þess svona eftir á. Þú ert líklega ekki alveg staur- blankur núna, ha? Bókmenntaráðunautarnir héldu því einnig fram, að þetta væri óvenjulega góð bók. Ja, þeir kynnu að hafa verið ósam- mála um smáatriði hér og þar, 46. tbl. YIKlAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.