Vikan


Vikan - 12.11.1970, Blaðsíða 6

Vikan - 12.11.1970, Blaðsíða 6
BÚSÁHÖLD LAUGAVEGI 59 SÍMI 23349 Winther bríhiól fást í þrem stærðum. Einnig reiðhjól í öilum stærðum. Umdeild skötuhjú Kæri Póstur! Nýlega birtir þú bréf frá ein- hverjum, sem heimtaði að sjón- varpið hætti að sýna þættina um Skelegg skötuhjú. Manninum fannst þessir þættir bæði leiðin- legir og asnalegir og að mér skildist stórhættulegir. Ég er al- gerlega ósammála honum og á bágt með að trúa því, að hann sé fulltrúi fyrir marga sjón- varpsáhorfendur. Þess vegna skrifa ég þér þetta bréf til þess að skoðun þeirra, sem hafa ánægju af Skeleggum skötuhjú- um komi líka fram. Það er alltof algengt hér hjá okkur, að fáein- ir sérvitringar ráði öllu, enda eru það helzt þeir, sem hafa ánægju af að láta ljós sitt skína í blöðunum. Auðvitað eru þessir þættir ein- tómt grín og einmitt þess vegna tekur enginn heilvita maður „hryllinginn" alvarlega. Skelegg skötuhjá hafa notið mikilla vin- sælda víða í Evrópu, til dæmis í Þýzkalandi. Mér er vel kunnugt um það, því að ég dvaldist þar um tíma í fyrravetur og kynnt- ist skötuhjúunum vel þá. Góði Póstúr! Birtu nú þetta bréf mitt, en láttu það ekki lenda í þinni stóru ruslakörfu. Eg veit um marga, sem hafa ánægju af Skeleggum skötuhjú- um, og það er hart að fá ekki að hafa sína þætti í friði fyrir ein- hverjum köllum, sem eru löngu staðnaðir og hafa ekki gaman af öðru en Shakespeare og Maður er nefndur eða einhverju slíku sveitamannakjaftæði. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Ein skelegg af þýzkum ættum. Það er meira en sjálfsagf að koma smekk bréfritara á fram- færi. Ekkert skal fullyrt um það, hvor hópurinn er stærri, þeir sem hafa ánæarju af Skeleggum skötuhjúum, effa hinir, sem hafa megnustu fyrirlitningu á þeim. En þaff er þó alltaf bót í máli, aff hinir síffarnefndu geta varizt ófömuffinum — meff því aff skrúfa fyrir tækiff sitt. Halda fyrir nefið Kæri Póstur! Við erum hérna tvær stelpur, sem erum að fikta við að drekka vín, en við verðum alltaf að halda fyrir nefið, þegar við drekkum það. Við skiljum ekki, hvernig karlar geta þambað vín eins og sælgæti. Munum við venjast víninu og hætta að halda fyrir nefið því meira sem við drekkum? Eða er þetta smekk- ur okkar á víni? Og hvað þarf maður að vera búinn að drekka lengi til þess að vera orðinn háður því? ViltU gefa okkur svar við þessum spurningum — án útúr- snúninga. Tvær sem halda fyrir nefið. Flestar tegundir áfengis eru vondar á bragffið, en körlum þykja áhrif vínsins svo eftir- sóknarverff, aff þeir láta þaff ekki á sig fá. Og meff tíff og tíma fer þeim aff þykja óþverr- inn hreinlega góffur á bragffiff og nægir í því sambandi aff minna á allan þann sæg af lofsöngvum, sem Bakkusi eru sungnir. En hví skyldu menn vera að pína sig til þess aff láta sér þykja gott, þaff sem er þaff alls ekki í raun og veru og er þar aff auki stór- hættulegt og hefur steypt mörg- um góffum manni í glötun? í þessu sambandi er freistandi aff minnast á reykingarnar. Þaff er í rauninni furffulegt, hversu margir reykja, þegar tekiff er tillit til þess, hve vont er að reykja í fyrstu skiptin og hve mikiff menn þurfa á sig að leggja til þess aff þeim finnist þaff gott. Eins og kunnugt er, kemur oft fyrir, að fólk blánar og selur upp, þegar þaff er aff byrja að reykja. En þetta var nú útúrdúr. Það er sem sagt ekkert undarlegt, þótt ykkur finnist vín vont á bragffiff, og við ráð- leggjum ykkur aff drekka aldr- ei svo mikiff, að þiff hættiff aff halda fyrir nefiff. Hver eru störf sjúkraliða? Sæll, elsku Póstur minn! Ég er mikill aðdáandi Vikunn- ar, enda kaupi ég þig alltaf og er að öllu leyti ánægður með það sem þú kemur með. Nú langar mig mjög mikið til þess að biðja þig að gera mér stóran greiða. Mig langar fjarska mikið til þess að verða sjúkra- liði og vona, að þú viljir gjöra svo vel að gefa mér svör við nokkrum spurningum. Hver eru aðalstörf sjúkraliða, hvað er námið langt og hver eru inntökuskilyrðin? Eg er sautján ára strákur og hef gagnfræðapróf. Hvað lestu úr skriftinni? Eg skrifa mjög hratt. (5 VIKAN 46. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.