Vikan


Vikan - 12.11.1970, Blaðsíða 4

Vikan - 12.11.1970, Blaðsíða 4
Margur gerir lítið úr því, sem honum er ekki lagið. íslenzkur málsháttur. Heilan strætisvagn fyrir sig Elizabeth Taylor hefur verið mikið veik í eitt og hálft ár. Hún er nú óðum að hressast, en er þó stöðugt undir lækniseftirliti enn. Nýlega fór hún með manni sín- um til London. Þau flugu í einka- þotu sinni og ekki nóg með það. Frá flugvellinum til borgarinnar óku þau í sérstökum strætis- vagni, sem enginn var í nema þau tvö. Elizabeth Taylor var skorin upp í maímánuði síðastliðnum, en enn hefur ekki verið hægt að fá að vita, hvað það er, sem ann- ar að henni. -fr Kvöld nokkurt, þegar rigndi.... Kvöld nokkurt, þegar regnið buldi á götunum í Lancashire í Englandi, heyrði kona að nafni Mary ámáttlegt ýlfur fyrir utan dyrnar hjá sér. Hún opnaði og þá blasti við henni stór og fallegur hundur af sömu gerð og hin fræga Lassí, sem allir þekkja úr sjónvarpinu. Konan sá aumur á skepnunni og hleypti henni inn, gaf henni að borða og drekka og bjó um hana við arininn. En morguninn eftir varð hún heldur en ekki undrandi. Þá var „gesturinn“ búinn að eignast ell- efu afkvæmi! Litlir og ósjálf- bjarga hvolpar voru eins og hrá- viði um alla stofuna. Konan var einstakur dýravinur og ákvað þegar í stað að hafa hjá sér bæði tíkina og alla hvolpana hennar — eins lengi og þau vildu njóta gestrisni hennar. Við birtum þessa mynd aðal- lega af því að hún er skemmti- leg. Annars var hún tekin á úti- fundi (pólitískum) í Bedford á 4 VIKAN 46. tbi. Englandi, og sýnir vel, að litli snáðinn hefur ekki mikinn áhuga á því sem móðir hans er að æpa. Ungur sundkappi Það er eitt af undrum verald- ar, að ungbörn geta lært að synda, áður en þau eru byrjuð að ganga. Litli sundkappinn á með- fylgjandi myndum er ekki nema sex mánaða gamall og heitir Jamie Dean. Sú litla hefur synt síðan hún var þriggja mánaða gömul. Hún á reyndar ekki langt að sækja sundhæfileikann, því að móðir hennar er hin fræga danska sundkona, Greta Anders- son. Hún rekur nú sundskóla í Kaliforniu og tók barnið með sér í laugina, þegar það var þriggja mánaða gamalt, eins og fyrr seg- ir. Hún fullyrðir, að hún hafi næstum ekkert þurft að kenna barninu, heldur hafi hún strax byrjað að busla og komizt nokk- urn veginn sjálf upp á lag með að synda. A annarri myndinni sjáum við þennan yngsta sund- kappa veraldar „í keppni“. Jam- ie litla Dean er að synda þvert yfir laugina, sem er fimmtíu metrar á lengd. Hún synti vega- lengdina á rúmum tveimur mín- útum, og er það sannarlega góð- ur tími.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.