Vikan


Vikan - 12.11.1970, Blaðsíða 12

Vikan - 12.11.1970, Blaðsíða 12
mm EFTIR LUPUS Jil HKIOBN Alþýðuflokkurinn átti lengi erfitt uppdráttar á því landssvæði, er nú kallast Norðurlandskjördæmi vestra. Helzt mátti hann sín nokkurs á Siglufirði og keppti um þingsætið þar með sæmilegum árangri eft- ir að kaupstaðurinn varð sérstakt kjördæmi og skilinn frá Ey j af j arðarsýslu. Mál- svari hans, Erlendur Þor- steinsson, beið þó lægra hlut fyrir Áka Jakobssyni fyrrum bæjarstjóra og síðar ráð- herra þrjú skipti í röð, en Áki vék úr Sósíalistaflokkn- um eins og þreyttur heldri jnaður og gaf ekki kost á sér til framboðs við kosningarn- ar 1953. Erlendur varð samt enn af hnossinu þráða, þvi að Einar Ingimundarson bæjarfógeti vann yfirburða- sigur á Siglufirði í umboði Sjálfstæðisflokksins. Hræðslubandalag Alþýðu- flokksins og Framsóknar- flokksins 1956 gerbrey tti bins vegar pólitískum við- horfum þar í kaupstaðnum. Reiknaði Gylfi Þ. Gíslason með Harald Guðmundsson og Hermann Jónasson sem prófdómara Áka .Takobsson inn i Alþýðuflokkinn og þóttist liafa vænan drátt á öngli. Bauð Áki sig fram í hinu gamla kjördæmi sínu og felldi Einar Ingimundar- son hárri sniðglímu. Einar launaði bonum hins vegar lambið grátt við fyrri kosn- ingarnar 1959. Lá Áki kylli- flatur og líkt og í roti og vissi ekki, hvaðan á sig stóð veðrið. Gylfi mun enn Iiafa reiknað af sínum vélræna dugnaði, en Áki heyrði ekki tölur bans eða útskýringar og bar sig eins og sært dýr í skógi, er skríður í leyni til að deyja. Tók hann ekki i mál framboð í Norðurlands- kjördæmi vestra liaustið 1959. Þá skaut Jóni Þor- steinssyni upp allt í einu eins og varamanni á fyrsta borði i skáksveit. Sýndist honum ósigur vís, en Jón tefldi meistaralega og kom mjög á óvart. Mun enginn hafa undrazt frammistöðu hans meira en Áki Jakobsson, er látið bafði sér happ úr liendi sleppa. Jón Þorsteinsson fæddist 21. febrúar 1924 á Akureyri, sonur Þorsteins .Tónssonar verkamanns þar og konu hans, Guðrúnar Guðmunds- dóttur. Þótti sveinninn efni- legur og var settur til mennta. Varð Jón stúdent í höfuðstað Norðurlands 1944, en las síðan lög við Háskóla íslands og laulc prófi í þeim fræðum 1949. Hann var full- trúi hjá bæjarfógetanum í Vestmannaeyjum sumarið 1949, en rak svo málflutn- ingsskrifstofu á Akureyri 1950—1954. Jón Þorsteins- son var lögfræðingur Al- jjýðusambands íslands 1955 1960, en hefur liaft fram- færi af málfærslu og nefnda- störfum upp frá því jafn- hliða þingmennsku. Situr Iiann löngum i Reykjavík, en á lögheimili norður á Blönduósi. Skólabræður Jóns Þor- steinssonar vissu stjómmála- skoðanir bans, enda er mað- urinn ófeiminn og segir gjarnan bug sinn. Samt gaf bann sig lítt að þjóðmálum framan af og beið færis. Honum bauðst efsta sæti á lista Alþýðuflokksins í Norð- urlandskjördæmi vestra haustið 1959, þegar Áka Jak- obssyni blæddi. Keppti Jón vasklega, blaut 495 atkvæði ög varð landskjörinn. Jók bann fylgi sitt 1963 og hélt þingsætinu, þó að liöllum fæti stæði, en gat sér enn meiri orðstir 1967. Hreppti Jón þá 652 atkvæði í kjör- dæminu og aðeins átján færri en Björn Pálsson á Löngumýri, er rak lest hinna héraðskosnu á þessum slóð- um. Virtist Jóni uppbótar- þingsætið naumast áhyggju- efni framar, en nú læzt hann munu víkja brott úr höllinni við Austurvöll, þegar bann fer að anga að vori. Vaka annaðbvort fyrir honum at- vinnubagsmunir eða brögð í tafli. .Tón Þorsteinsson er mað- ur skarpgreindur, stálminn- ugur og skjótráður, vel máli farinn og ritfær, skeleggur og svo framgjarn, að fáir þykja bonum kappsamari. Kveður að honum i orða- seririum, hvort heldur í ein- rúmi eða á málfundum. Ilins vegar er hann einþykkur og slríðlundaður og lætur eng- an veginn misbjóða sér. Sam- herjum finnst liann því rek- ast illa i flokki, en andstæð- ingar bafa beyg af honum. Jón telst ihaldssamur í af- stöðu, vantrúaður á fræði- kenningar og mannasetning- ar og óþægilega ráðríkur og breinskilinn. Mun hann löngu þreyttur orðinn á stjórnarsamvinnu Alþýðu- flokksins við Sjálfstæðis- flokkinn, en lítt fýsandi þess 12 VIKAN «• tw.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.