Vikan


Vikan - 12.11.1970, Blaðsíða 23

Vikan - 12.11.1970, Blaðsíða 23
Torildstorgsins og þaðan var að- eins tíu mínútna gangur að stór- hýsinu þar sem Svenska Dag- bladet og DN-Expressen höfðu aðsetur sitt. Hún byrjaði við DN og þurfti ekki að leita lengi. Leyndardóm- urinn um hvarf Leo van der Heft var á hverri forsíðu marga daga í röð. Cissi sá strax að hún komst ekki yfir að lesa þetta allt, hún skrifaði hjá sér númer blaðanna, svo hún gæti keypt þau. Það tók sinn tíma, það þurfti að sækja blöðin niður í kjallara, en að lokum hafði hún náð í fjögur númer af þrem dagblöð- um, svo það var orðinn gríðar- stór pakki. Klukkuna vantaði tíu mínútur í sjö, þegar hún kom aftur út á götuna. Skildi Katja koma? Cissi leit upp og niður eftir götunni, en gekk svo yfir að nýbyggingu rússneska sendiráðsins. Hún hafði tiltekið tímann klukkan hálf sjö. Hve lengi hafði hún tíma til að bíða? Það mátti ekki verða miklu meira en kortér, því að hún þurfti að komast heim til að sinna Mikael. En Cissi þurfti ekki lengi að bíða. Katja kom rétt strax. Hún kom aftan að Cissi, svo hún varð ekki vör við hana fyrr en þær gengu samhliða. Cissi snarstanzaði og greip um arm Kötju. Nei, þú mátt ekki stanza, við skulum halda áfram! Röddin var mild en útlendi hreimurinn mjög greinilegur. Dökku augun voru sorgmædd. Á leiðinni eftir götunni gaf Cissi stúlkunni nánar gætur. Hún var fíngerð og fagurlimuð, í einföld- um sumarkjól, en það var eitt- hvað sem ekki var eins og það átti að vera. Það tók Cissi nokkr- ar mínútur að vita hvað það var. Þrátt fyrir sumarhitann og eitt- hvert sólríkasta sumar sem hún mundi, var stúlkan ekkert sól- brennd. Armar og fótleggir voru svo fölir, að það hefði alveg eins getað verið snemma vors. Þegar þær komu að Mariebergsgarðin- um, settist Katja á bekk og Cissi sló sér niður við hlið hennar. Dökk og hræðsluleg augu stúlk- unnar virtu Cissi fyrir sér. — Hvað viltu mér? — Við gætum kannske hjálp- að hvor annarri. Þú þarfnast hjálpar. Ég líka. — Hvers vegna heldurðu að ég þarfnist hjálpar? spurði Katja og það var þrjózkuhreimur í röddinni. — Vegna þess að ég veit hver þú ert. Catarina Skopalski, dótt- ir Hans og Söru. Cissi sá að stúlkan varð ofsa- hrædd, svo hún flýtti sér að segja: — Ég hef ekki talað um þetta við nokkurn mann, allra sízt þau. Þau halda að þú sért ennþá í Varsjá. -— Hvernig veizt þú það? — Ég talaði við móður þína fyrir nokkrum klukkutímum síð- an. Ég sá mynd heima hjá henni og þar þekkti ég þig. Þú varst reyndar ekki nema tólf ára á þessari mynd, en þú hefur ekki breytzt mikið. Jafnvel hár- greiðslan er sú sama. Cissi biaðaði við- utan gegnum gömlu dagblöðin, tók varla eftir nafn- inu og myndinni. En þá sló niður í huga hennar, eins og eld- ingu: - Það var að minnsta ‘ kosti ein manneskja í húsinu, sem hafði haft tækifæri til að eyðileggja tækin í flugvél Leós.... Katja kinkaði kolli. — Já, ég veit að ég er sjálfri mér lík. Þau myndu þekkja mig strax, ef þau hittu mig. — En hvers vegna þorirðu ekki að fara til þeirra? Þau yrðu svo hamingjusöm! Katja teiknaði merki í sand- inn með tánum. — Það held ég ekki. Ekki eft- ir það sem hefur hent mig. Það getur verið, ef ég hefði hitt þau strax, þegar ég kom hingað. En nú er það of seint. — Hvenær komstu til Sví- þjóðar? — Fyrir einu og hálfu ári. — En hvers vegna....? Katja horfðist í augu við Cissi, þegar hún svaraði: — Ég kom hingað í óleyfi, ólöglega, án nokkurra skilríkja eða atvinnuleyfis. Ég hafði ekki einu sinni venjulegt vegabréf. Og ég hef engin skilríki ennþá. Cissi starði undrandi á hana. Þessum upplýsingum hafði hún ekki búizt við. Hugsunin ein um að einhver lifði utan við hið vel skipulagða sænska þjóðfélag, var hreinlega óskiljanleg. —- En hvernig hefurðu þá getað fengið samastað og hvern- ig hefurðu getað unnið fyrir þér? — Ég bý hingað og þangað. Hjá vinum mínum. — En hvers vegna fórst þú ekki beint til foreldra þinna? Þau hefðu getað hjálpað þér til að fá öll skilríki, svo þú gætir búið löglega í landinu. Katja leit niður fyrir sig og teiknaði ennþá í sandinn. Hún kinkaði kolli og sagði lágt: Ég veit það nú, — en ég vissi það ekki þá. Þú getur ekki ímyndað þér hvernig það er að vera flóttamaður. En ég get sagt þér að ég var hrædd. ofsalega hrædd við allt og alla. Þetta er eins og að búa í draugahúsi. Allt sem hreyfist, hvert hljóð, er ógnun. Og maður er algerlega hjálparvana. Ég átti enga vini, enga peninga og gat ekki sagt eitt einasta orð á sænsku. — Hvernig komstu hingað? — Ég laumaðist um borð í skip í Gdynia og gat falið mig undir segli í björgunarbát. Þar lá ég í tvo sólarhringa. Það var kalt, en kyrrt í sjóinn og ég gat borðað súkkulaði og vatn sem var í bátnum. Svo heyrði ég að skipið lagðist að bryggju og ég læddist í land, án þess að ég sæ- ist. Að öllum líkindum hef ég Framhald á bls. 36

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.