Vikan


Vikan - 12.11.1970, Blaðsíða 24

Vikan - 12.11.1970, Blaðsíða 24
Fyrrverandi unnusta min skrifaði: - Það kom mér ekki á óvart, að þú hefðir FRAMiÐ skáldsögu. Þú gazt aldrei hamið fýsnir þínar. Þú kunnir heldur aldrei að skammast þín, og sennilega hefur þér ekki farið mikið fram í þeim efnum síðan. f rauninni ætti ég að fara í mál við þig. Fólk gýtur til mín hornauga, hvert sem ég fer... SAGAN UM SÖGUNA GAMANSÖM FRÁSÖGN UM PÍSLARGÖNGU UNGS SKÁLDS MEÐ FYRSTU BÖKINA SÍNA Einu sinni skrifaði ég stóra skáldsögu. Fyrst skrifaði ég með blýanti í venjulegar stílabækur Því næst gerði ég fjölda leiðrétt- inga og skrifaði allt saman aftur með bleki í aðrar stílabækur. Þar eð ég hafði enga löngun til að hlaupa á mig, stakk ég skáldsög- unni undir stól í hálft ár, áður en ég las hana aftur. Þá las ég hana enn og byrjaði á nýjum kladda. Nú nennti ég ekki að hreinskrifa hana og sendi hana til vélritun- arfirma, sem vélritaði hana snot- urlega á kvartarkir; þrjú hundr- uð kvartarkir á 50 aura stykkið, þ. e. hundrað og íimmtíu kall. Ég tók mér yfirvinnu hjá pökk- unarfirmanu þar sem ég vann og greiddi með gleði. Aðspurð sagði frúin, sem átti vélritunarfirmað við mig: — Ja, ef þér spyrjið mig blátt áfram hvað mér finnist um hana, þá geðjast mér ekki að nýtízku skáldsögum. Reyndar hefur yður bersýnilega skjátlazt hrapallega að einu leyti. —- Hvað eigið þér við? — Hjónaband getur ósköp vel haldið áfram, eins og ekkert hafi í skorizt, þó konan hafi ekki þörf fyrir að hafa mök við manninn. Eg svaraði gætilega: — Já, frú, ef báðir aðilar eru náttúrulausir, góðir félagar og hafa sameigin- leg áhugamál, þá má kannske gera ráð fyrir að. . . . En ef ann- ar aðilinn sem sé hefur vissa þörf? Nei. Ég get tæpast kallað slíkt hjónaband, sagði ég. — Náttúrulausir? Hvers kon- ar hryllingstalsmáti er þetta? Karlmaðurinn verður að gera svo vel að sitja á strák sínum. Karlmenn eru eigingirnin upp- máluð! Að láta svona, þótt kona sé hætt við erotikkina? —- Laukrétt, frú mín! Lauk- rétt! Hún sveipaði um sig kápunni og hljóp út á pcsthús. Maðurinn, sem gætti fjölritarans, hætti að snúa, dró augað í pung og sagði við mig- Prýðisbók. Alveg stór- fín! Unga daman sem sat við skrif- borðið við dyrnar brosti sætlega og sagði: Yður hefur orðið á al- varlegt axarskaft í sambandi við söguhetjuna. Maðurinn er alltof gamall. Fjörutíu og þriggja. Það hefur enginn áhuga á svo göml- um karlmönnum. — Afsakið, hve gömul eruð þér, ungfrú? — Tuttugu og eins. Karlmað- ur má ekki vera yfir þrítugt. Reyndar hafið þér líka gert aðra skyssu. Nú? Já, maður fær ekk- ert að vita um hvað verður um manninn á eftir. Því þér segið ekkert um það, hvort hann gift- ist hinni dömunni. — Það væri nú kannske hægt að ímynda sér það. — Já, en þér segið það alls ekki. Maður veit það ekki með vissu. — Andskoti góð bók, sagði maðurinn við fjölritarann aftur. Hann gaf mér merki að koma til sín og sagði lágt við mig: — Ég er sjálfur að skrifa eina. Vilj- ið þér lesa hana við tækifæri? Ég hafði nú eiginlega hugsað mér að senda forlagi handritið,, en ég var á báðum áttum og bað ráðskonuna mína að lesa það. Þegar ég kom heim sama kvöld- ið, var enn ekki búið eð leggja á borð, og ekki búið að kveikja upp í stofur.um. Ég barði að dyr- um hjá henni, og eftir langa bið lauk hún loks upp dyrunum, föl og rauðeygð — Eruð þér lasin? spurði ég. — Þetta var reglulega illa gert, sagði hún andstutt og fljótmælt. — Ég veit ekki til þess, að ég hafi gert yður neitt til miska. Ég verð að fá að hafa mitt einkalíf í friði. Reyndar var það alveg eins mikið honum að kenna og mér. Hann lagðist í drykkjuskap og þessi bölvuð drós, var bara að gefa honum undir fótinn til þess að næla sér í fyrirvinnu. Ást. ... Ég skil ekki hvernig þér getið fengið af yður að . . — Já, en góða . . . einkalíf yð- ar er mér lokuð bók. Það tók mig hálftíma að reyna að sannfæra hana um þetta, og vitanlega án árangurs. Hún tók saman föggur sínar sama dag og flutti. Dóm um það, hvort bókin væri góð eða slæm fékk ég skilj- anlega ekki hjá henni. Ég lánaði því handritið gömlum vini mín- um, sem verzlar með skófatnað í heildsölu. Hann sagði: — Ja, hún er ekki sem verst. Talsvert spennandi. En guð sé oss næstur, hvað þú getur verið barnalegur. Svona nokkru kippir maður í lag í hvelli, án alls umstangs. —- Ja.... — Jú, sjáðu til. Þú verður að umskrifa talsvert af henni, já, næstum alla bókina. Sjáðu til. Maðurinn og konan geta haldið áfram að vera eins og þau eru. En hann verður að vera klárari. Hann á ekki að vera að standa í neinu rifrildi. Hann er duglegur, nærgætinn, kaupir loðfeldi, blóm og bíltúra og kemur sér fyrir hjá nokkrum svona smávinkonum. Við skulum segja svona þremur, fjórum í senn. Halda við eina í einu? Kemur ekki til mála. Þá væri hann bölvaður asni. Nei, umskrifaðu allt saman. — Já, en Gustaf, ég er alls ekki að skrifa um þessa mann- gerð. — Bull og þvaður! Þeir eru allir eins, upp til hópa! Við höf- um það þannig, eins og ég segi. Lestu Frakka! Hjónaband og ást! Þú kemur af fjöllum! Daginn eftir bað ég gömlu fröken Telander að lesa skáld- söguna. — Já, en hvað ég skil þetta vel, sagði hún. — Þér hafið orð- ið fyrir vonbrigðum í ástamál- um og nú ætlið þér að komast yfir þau með því að skrifa um þetta. En vissuð þér virkilega að ég lenti í þessu endur fyrir löngu? Fyrirmynd yðar leynir sér ekki. Ja, ekki svo að skilja, að ég taki það nokkuð nærri mér. Lýsingin á honum er ekki sem verst. Hins vegar hefur yð- ur skjátlazt í því, að hann var skilinn áður en ég varð á vegi hans. Já, en ég gat ekki fengið af mér að giftast fráskildum manni. Ég varð angurvær, þegar ég las það. En látið hana ekki koma á prent. Skrifið heldur bók um virkilega ást, og látið þau eigast að lokum. Fæstir kæra sig um að lesa um ástarsorgir. Og okkur kvenfólkinu geðjast ekki að því, þegar maðurinn snýr sér að annarri. — Já, en athugið hvernig hér er ástatt! Konan þarfnast hans ekki nema sem peningabuddu. — Já, nú kemur mér ráð í hug! Látið hana iðrast. Látið hana verða ástfangna af honum. Látið allt fara vel. Þá skuluð þér sjá, að bókin flýgur út. Hví ekki láta allt fara vel? — Já, en skiljið þér það ekki, fröken Telander, að hún getur alls ekki orðið alvarlega ástfang- in af karlmanni. — Jú, það getur hún ábyggi- lega, sko, sem félagi. Ég hef oft óskað mér þess að ég ætti karl- mann að- félaga, en ekki meir. — Karlmaður gerir meiri kröfur en það. — Já, karlmenn eru svo sjálfs- elskir. Nei, skrifið þér heldur virkilega huggulega bók. Vinur minn, skrifstofustjórinn í pökkunarfirmanu, sagði: — Ég vil ekki sjá svona bækur! Ég hef sjálfur nóg af vandamálum. eins og Jack London, vinur minn. Hann er einasti rithöfundurinn, sem vert er að iesa. Ég kann þær utanað, allar bækurnar hans. En þetta er rusl. — Hefurðu lesið nokkuð eftir Conrad? — Ja, ég byrjaði einu sinni á Taifún. Ósköp þunn. Alltof lang- dregin. Dostojefski? -—- Æ, minnstu ekki á hann ógrátandi. Nei, skrifaðu eitthvað skemmtilegt og spennandi.. Óstyrkur á taugum sneri ég mér til útgáfuforlags nokkurs. Forstjórinn sagði: — Komið þér aftur eftir sex vikur. Ég mætti aftur sex vikum seinna. -— Hef ekki haft tíma til þess, sagði hann. — Komið þér aftur eftir sex vikur. Einkaritari forstjórans hafði lesið handritið, og henni leizt vel á það. En hann varð vitanlega að láta bók- menntaráðunaut lesa það. Og það tók sinn tíma. Ég rabbaði dálítið við einka- ritarann í fremri skrifstofunni. Jú, henni fannst bókin geta geng- ið. Hún væri vel skrifuð og líka spennandi. En hins vegar lagði hún til, að ég skrifaði fyrri helm- inginn að nýju. Konan væri dá- lítið ósennileg. Jú, henni væri vitanlega ljóst, að slíkar konur væru til, en.... Nei, það færi betur á því, að konan hefði elsk- huga, hélt hún. Hún brosti um leið og gaut augunum glettnis- lega til mín. — Já, en þá verður þetta allt önnur bók, sagði ég. Já, og því ekki það. Ég kom þangað aftur að liðn- um sex vikum Forstjórinn var enn önnum kafinn. Því var skil- að til mín, að ég gæti komið aft- ur eftir sex vikur. Að þeim tíma Framhald á bls. 41 24 VIKAN 46- tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.