Vikan


Vikan - 12.11.1970, Blaðsíða 44

Vikan - 12.11.1970, Blaðsíða 44
Tll ALLRA TERflA Dag- viku- og manaöargjald Lk 220-22 Wjl BÍLALEIGAN MJALUUl' * RAUÐARÁRSTÍG 31 Hassan Alisj svaraði: „Okkur er mikill heiður að hrósi yðar. Þér eruð snjallasti njósnari, sem nokkurn tíma hefur starfað í Egyptalandi." Að loknu þessu kurteisishjali var sterku ljósi beint í augu Lotz. Yfirheyrslan hófst. Hún stóð í fjóra daga og þrjár nætur — hvíldarlaust. Einu sinni var spurt eftirfarandi háskaspurn- ingar: „Eruð þér Gyðingur?" Lotz svaraði: „Nei. Þið getið kíkt eftir því ef þið viljið. Ég er ekki umskorinn.“ Hassan Alisj gerði sig ánægðan með það svar. Hann var helzt á því að Lotz væri fyrrverandi háttsettur foringi í SS, og hefðu ísraelsmenn feng- ið hann til njósna með hótunum um að ljóstra upp fortíð hans. Waltraud Lotz var yfirheyrð í öðru herbergi og enn verr far- ið með hana en mann hennar, en hún sagði alls ekkert. Liðs- foringinn sem stjórnaði yfir- heyrslunni reif utan af henni fötin. Hún þagði sem áður. Böðl- arnir hrintu henni á gólfið og tróðu hana undir fótum. Hún þagði. Hún var látin liggja í ís- vatni í klukkutíma, og féll þá í ómegin. En hún þagði. Þangað til farið var með hana á fund manns hennar, og hann sagði: „Elskan, segðu þeim það litla sem þú veizt.“ Þetta var fyrir- fram ákveðið merki milli þeirra; nú vissi hún að hún mátti segja allt, nema það að maður hennar væri ísraelskur. Undirbúningur hinna opinberu réttarhalda stóð í margar vikur. Yfirheyrsluskýrslurnar komust upp í tvö þúsund og fimm hundr- uð blaðsíður. Lotz hafði ekkert á móti því að leika það hlutverk, sem Egyptar ætluðu honum; hlutverk iðrandi njósnara, sem hafði beðið lægra hlut fyrir eg- ypzku leyniþjónustunni og var nú kominn að þeirri niðurstöðu að ekki borgaði sig að njósna gegn Egyptum. Hann kom meira að segja fram í sjónvarpinu í þessu hlut- verki. Þegar Nagi málaflutn- ingsmaður spurði hann, hvort hann vildi segja nokkur orð fyr- ir framan sjónvarpsmyndavél- arnar, sá Lotz þegar að þarna var tækifæri til að tilkynna fé- lögum hans í Tel Avív að honum væri fyrir mestu að þýzka „ævi- sagan“ hans stæðist. ísraelska leyniþjónustan fylgdist með eg- ypzkum sjónvarpssendingum, og í þeim herbúðum önduðu menn léttara er þeir heyrðu og sáu Lotz yfirlýsa á skerminum: „Ef ísraelsmenn vilja endilega njósna í Egyptalandi, ættu þeir að senda þangað eigið fólk.“ Og Waltraud Lotz sagði: „Eg iðrast af hjarta alls þess illa, sem við höfum gert egypzku þjóðinni." Hættast var Lotz kominn á öðrum degi réttarhaldanna, sem Egyptar sviðsettu með pompi og prakt í hæstaréttinum í Kaíró, í ágústbyrjun 1965. Nagi mála- flutningsmaður las upp bréf frá Þýzkalandi. Efni þess var á þá leið að Johann Wolfgang Lotz, fæddur 1921 í Mannheim, hefði flutt til Palestínu 1933 með móð- ur sinni, sem var Gyðingaættar. Hann væri alls enginn þýzkur i ríkisborgari, heldur foringi í ísraelska hernum. Hinn ákærði mótmælti há- stöfum. „Brjálæði! Hreinn upp- spuni! Svívirðileg lygabrögð!" Hann krafðist þess að fá að sjá bréfið. Samír Nagi neitaði; sagð- ist ekki vilja láta uppi hverjir hefðu gefið honum upplýsing- arnar. Hinn ákærði mætti ekki sjá undirskrift bréfsins. Réttarforsetinn skar þá undir- skriftina neðan af bréfinu, en gleymdi að taka bréfhausinn af líka, áður en hann fékk þeim ákærða pappírsörkina. Svo að Lotz sá hver bréfið hafði skrif- að: Dr. Alfred Seidl, málafærslu- maður í Múnchen. Dr. Seidl var málafærslumað- ur prófessors Wolfgangs Pilz, foringja sérfræðingahóps þess er vann að eldflaugasmíði fyrir Egypta. Svo sem getið er í fyrri grein hafði ísraelska leyniþjón- ustan reynt að ráða prófessorinn af dögum með haglega gerðri smásprengju, sem falin var í sendibréfi. En sú sem opnaði bréfið var Hannelore Wende, einkaritari og ástkona prófess- orsins, með þeim afleiðingum að hún særðist alvarlega og missti sjónina. Og það var í umboði Pilz prófessors sem dr. Seidl hafði skrifað bréfið, þremur ár- um eftir sprengjutilræðið. Hálftíma hlé var gert á réttar- höldunum. f hléinu útskýrði Wolfgang Lotz fyrir lögfræðing- um sínum að hér væri ljóslega um hefndaraðgerð að ræða af hálfu Pilz prófessors, sem væri bitur vegna sprengjutilræðisins. Pilz hefði gildar ástæður til að hata hann — Lotz — vegna þess að hann hefði gert sig að verk- færi ísraelsku leyniþjónustunn- ar. Nú hefði Pilz því hugsað sér að koma Lotz í gálgann með því að telja Egyptum trú um að hann væri ísraelskur herfor- ingi. Verjendur Lotz gripu þetta á lofti og fór svo að bréfið var lagt til hliðar. Þar með var mesta hættan liðin hjá. Tuttugasta og fyrsta ágúst 1965 var dómurinn felldur. Hann hljóðaði upp á ævilangt fang- elsi fyrir Lotz, en þriggja ára fyrir Waltraud. ísraelski njósn- arinn hlýddi dóminum feginn. Hann var sannfærður um að „strákarnir i Tel Avív“ hefðu einhver ráð með að ná honum úr prisundinni, fyrr eða síðar. Hann faðmaði konu sína að sér að skilnaði og sagði hughreyst- andi: „Hafðu engar áhyggjur, elskan; það líður ekki á löngu áður en við getum brugðið okk- ur á hestbak aftur!“ Wolfgang Lotz var settur í Túra-fangelsið alræmda, Wal- traud í kvennafangelsið Kana- ter. Fyrstu nóttina í Túra leizt Lotz ekki á blikuna. Klefinn sem hann var látinn inn í var bók- staflega smurður innan af óþverra, meðan sólar naut var þar óþolandi hiti en að sama skapi kalt um nætur. Ljós var ekki hægt að kveikja og stöðugt kváðu við vein meðfanganna, sem verðimir börðu sér til gam- ans. Wolfgang kom ekki dúr á auga. En allt í einu birtist varð- maður fyrir framan klefagrind- urnar og kastaði sígarettupakka til Lotz. „Með beztu kveðjum frá Victor. Hann hefur allt til- búið fvrir yður,“ sagði varð- maðurinn. Meðan á málsrannsókninni stóð hafði Lotz þegar heyrt Vict- ors getið. Hann var Gvðingur og hafði setið í Túra í fimmtán ár. Victor þekkti allar hliðar Aust- urlandalífsins eins og fiskurinn 44 VIKAN 46- tw.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.