Vikan


Vikan - 12.11.1970, Blaðsíða 46

Vikan - 12.11.1970, Blaðsíða 46
 LIQUI - MOLY AFTUR FYRIRLIGGJANDI HVAÐA ÞÝÐINGU HEFUR LIQUI-MOLY SMURHÚÐIN FYRIR BIFREIÐAEIGANDANN? Ein dós af LIQUI MOLY sem kostar rúmar kr. 150,00 myndar slitlag á núnings- fleti vélarinnar sem endist 4800 kílómetra. Á þessu timabili er rétt að skipta um olíu eins og venjulega, en eiginleikar LIQUI MOLY slitlagsins breytast ekki við það. Þetta gífurlega sterka slitlag, sem er 50—- 60% hálla en olía, smyr því betur sem leguþrýstingurinn er meiri og engin hætta er á að það þrýstist burt úr legunum eða renni af og niður í pönnuna eins og olía þó vélin kólni að næturlagi eða í löng- um kyrrstöðum og útilokar því þurra (ósmurða) gangsetningu sem talin er valda 90% af öllu vélasliti. LIQUI MOLY auðveldar gangsetningu og eykur endingu rafgeymisins, jafnvel í 20° frosti snýst vélin liðugt. LIQUI MOLY slitlagið minnkar núningsmótstöðuna, við, það eykst snúningshraðinn og vélin gengui kaldari, afleiðing verður bensín- og olíusparnaður. • Minnkar sótun vélarinnar. • Veitir öryggi gegn úrbræðslu. • Eykur tvímælalaust endingu vélarinnar. • LIQUI-MOLY fæst í bensínafgreiðslum og smurstöðvum. Nánari upplýsingar veittar hjá LIQUI MOLY-umboðinu á íslandi. ÍSLENZKA VERZLUNARFÉLAGIÐ HF. Laugavegi 23 — Sími 19943 man úr næsta klefa, „það er komið stríð! Þetta hlaut Nasser að eiga eftir.“ Og undir tóku hróp úr fleiri klefum: „Það er stríð! Gyðingarnir koma! Það verður hent á okkur sprengjum! Niður með Nasser!“ Stríðsmarsar drundu úr fang- elsishátalaranum, og síðan var lesin í hann tilkynning: „Sprengjuflugvélar Síonista hafa gert árásir á nokkra staði í ná- grenni höfuðborgarinnar. Flest- ar þeirra skaut lofther okkar niður. . . . Foringi okkar, Gamal Abdel Nasser, hefur fyrirskipað að Palestína verði þegar hertek- in. . . . Hersveitir okkar sækja fram!“ Svo var egypzki þjóð- söngurinn leikinn. Wolfgang Lotz efaðist ekki andartak um sigur ísraels. Hann þekkti egypzka herinn og vissi hve mikilla afreka var af hon- um að vænta. Áhyggjulaus var hann þó ekki. Skyldu Egyptar myrða pólitísku fangana í bræði sinni yfir ósigrinum? í fimm daga og nætur kom fanga nr. 388 ekki dúr á auga. Á sjötta degi var stríðinu lokið. Þá kom tilkynning, sem vakti meiri æsing en nokkur önnur: „Nasser hefur boðizt til að segja af sér!“ Fögnuðurinn átti sér engin takmörk; flestir bjuggust við að frelsið væri skammt und- an. En Mústafa Amín varaði við of mikilli bjartsýni. „Nasser er að leika á fólkið! Hann situr sem fastast," sagði þessi fyrrver- andi trúnaðarmaður einræðis- herrans. Við Lotz sagði hann: „Stríðið verður yður til gæfu. Þér verðið heima í Þýzkalandi áður en langt um líður.“ Og hinn ókrýndi konungur Túra reyndist hafa rétt fyrir sér. Snemma árs 1968 var gert leynilegt samkomulag milli Kaíró og Tel Avív. Það var á þá leið að ísrael skyldi skila 4481 egypzkum stríðsfanga, en fá njósnasnilling sinn í staðinn. Voru ísraelsmenn á einu máli um að þeir græddu heldur á þeim fangaskiptum. Nasser setti það eina skilyrði að ísraels- menn gæfu ekki upp hver Lotz væri í raun og veru, ef hann skyldi eftir allt saman vera israelskur, til að egypzka leyni- þjónustan slyppi við álitshnekki. Lotz yrði látinn laus opinber- lega sem vestur-þýzkur ríkis- borgari. Þriðja febrúar 1968 var farið með Lotz inn í skrifstofu fang- elsisstjórans, Haanýs höfuðs- manns. Hann sat við stórt skrif- borð, brosti súrt og sagði: „Eg óska yður til hamingju, herra Lotz! Þér eruð frjáls!“ Lotz minntist þess síðar að á því augnabliki hafði hann ekki fundið til neinnar hrifningar. „Þakka yður góðar fréttir, höf- uðsmaður," sagði hann þurr- lega . Ennþá einu sinni voru hand- járn sett á njósnarann og síðan fóru tveir lögreglumenn með hann í vörubíl til Kaíró. Þeir fóru til „Múgamma", risavax- innar byggingar sem egypzka innanríkisráðuneytið hélt til í. Þegar bíllinn nam staðar við innganginn, heyrði Lotz konu sína kalla: „Wolfgang!" Wal- traud horfði brosandi út um glugga á annarri hæð og veif- aði. Örfáum minútum síðar var hún í örmum hans. Vestur-þýzki konsúllinn kom og afhenti hjónunum flugfar- miða og peninga. Svo óku Wolf- gang og Waltraud í síðasta sinn gegnum Kaíró með lögreglu- menn allt í kringum sig. Hálf- tíma síðar sátu þau um borð í flugvél frá Lufthansa á leið til Aþenu og Munchen. En þegar vélin lenti í Mun- chen, sást ekki tangur eða tet- ur af njósnaranum og frú hans. Aðeins töskur þeirra voru enn í vélinni, og þær tóku ísraelsk- ir erindrekar í sína vörzlu. Lotz- hjónin höfðu farið úr flugvél- inni í Aþenu og síðan leynilega með næstu flugvél til Tel Avív. ☆ 30 ÁRA AFMÆLI... Framhald af bls. 9. tækið á markaðinn hinn fræga „Overland Four“, en vél hans var fyrirrennari jeppavélarinnar. Hún varð hins vegar ekki fyllilega til fyrr en árið 1940, og það sama ár var fyrsti jeppinn, fjögurra hjóla drifs, aðal farartæki seinni lieims- styrjaldarinnar. 11. nóvem- ber það ár, fór fyrsti jepp- inn frá Toledo til Ilolabrid- herstöðvarinnar í Maryland. Herinn fékk þegar áliuga á jeppanum og verksmiðjan liélt áfram að vinna að end- urbótum á honum. YVillys jeppinn var svo valinn eftir margar prófanir og rann- sóknir og full framleiðsla hófst árið eftir, 1941, þegar Bandaríkjamenn höfðu ákveðið að taka þátt í seinni heimsstyr j öldinni. Willys var fyrsta bílaverk- smiðjan sem einbeitti sér að hernaðarfarartækjum, og eftir að Bandaríkjamenn hófu þátttöku í stríðinu af fullum krafti, jókst frani- leiðnin að sama skapi. Söguna siðan þekkja allir, en það er öruggt mál, að enginn liermaður, sem ók Willvs-jeppa í striðinu, lét sér detta í hug að 30 árum siðar vrði jeppinn oxðinn eins og raun ber vitni, og meðfylgjandi inyndir bei’a með sér. ☆ ROOF TOPS ... Framhald af bls. 33. sjálfir lögin á plötunni okkar, og er þegar eitthvaS af músík- inni orðið til. Eigið þið ekki sögu, eitt- hvert ævintýri, handa mér í lokin? — Við gætum kannski sagt honum frá siglingunni á Reyð- arfirði . . . byrjaði Guðmundur. — Nei, ertu vitlaus, maður, greip Jón Pétur fram í, — við yrðum teknir fastir! Svo sneri hann sér að mér: — Það var alls ekki á Reyðarfirði, heldur Eg- ilsstöðum! ☆ JANIS CAROL... Framhald af bls. 32. kafla úr „Stríðsmessunni". Má því segja með góðri samvizku, 46 VIKAN 46. tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.