Vikan


Vikan - 12.11.1970, Blaðsíða 34

Vikan - 12.11.1970, Blaðsíða 34
ATHUGIÐ Ef þú ert að byggja eða þarft að bæta og jafnvel ef þú vilt breyta, þá teljum við það hagkvæmt að líta við hjá okkur, því að sjón er sögu ríkari gagnvart vöruúrvali. Gott verð. LITAVER ÍSVB32-Z4 30280-3262 SAMKVÆMISSPIL FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA 6 spil í einum kassa DAM - DERBY - HALMA - GÆSASPIL LUDO - MYLLA Spilareglur á íslenzku Heildsölubirgðir: Páll ^æmundsson Laugavegi 18A - Símar 14202-14280 STJ'O RNUSPfl*^ ¥ Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Viðskipti sem þú hefur átt hlut í upp á síðkastið valda þér vonbrigðum, og væri réttast fyrir þig að losa þig úr þeim áður en það er of seint. Þú dvelur líklega fjarri borginni um tíma. W9 Nautsmerkið (21. aprll — 21. mal); Þú átt ánægjulegar samverustundir með félögum þínum á kyrrlátum stað. Heppnin verður að mörgu leyti með þér og þú nýtur lífsins í ríkum mæli. Varastu að eiga of náin samskipti við amor. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júnl): Þú verður mjög fljótur að ljúka af ákveðnum skyldustörfum þínum og getur þess vegna notað tima þinn til eigin þarfa. Vinur þinn reynist þér nokkuð torráðinn, en iáttu það kyrrt liggja í bili. Krabbamerkið (22. júnl — 23. júlí): Þú ert nokkuð spenntur að vita um úrslitin í ákveðnu máli og má segja að þau komi öllum á óvart. Náin skyldmenni þín taka sér vafasamt athæfi fyrir hendur. Þú dvelst um stund við sveitastörf. Ljónsmerkið (24. júlf — 23. ágúst); Þú ert grænn af öfund vegna tækifæris sem kunn- ingjum þínum hlotnaðist um síðustu helgi. Með góðu móti ættirðu að geta komið þér í svipaða að- stöðu. Gamall kunningi verður ráðunautur þinn. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): •Láttu engan vita um næstu fyrirætlun þína í sam- þandi við starf þitt, þvi það eru margir sem gætu hagnýtt sér hana og eyðilagt fyrir þér. Ýmislegt gamalt og gleymt rifjast upp af sérstöku tilefni. & Vogarmerkið (24. september — 23. október): Þú þarft að taka á þig nokkra áþyrgð fyrir nokkra félaga þina. Eldri persónur hlaupa undir hagga með þér er mikið liggur við. Sýndu samferðamönnunum meiri tillitssemi og hafðu þig upp úr vonleysinu. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Nú losnarðu bráðum við nærveru persónu og hef- ur gert þér lífið leitt að undanfömu. Reyndu að nota þér fjarveru hennar og koma þér vel fyrir, svo til fleiri árekstra þurfti ekki að koma. Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. des.): Maður er þú átt nokkur viðskipti við kemur fram við þig á mjög drengilegan hátt, er vissir hiutir ganga úrskeiðis fyrir þér. Þú ættir að leggja meiri rækt við félaga þina og leita frétta af þeim. £ Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar); Það eru margir sem álíta að þú svíkist um siðferði- iegar skyldur þínar, en þú ert neyddur til að halda striki þínu áfram enn um sinn. Þú færð skemmti- lega heimsókn og góða hjálp frá náskyldum. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Vinir þínir taka sig saman og aðstoða þig við um- fangsmikið verk. Vikan verður mjög skemmtileg. Ýmsir verða til að ráðleggja þér að hætta við fyrir- ætlanir þínar, en sennilega verður sigurinn þinn. Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Einhver verður til þess að hnupla frá þér hlut sem þér er nokkuð annt um. Yfirmaður þinn er fremur úrillur og viðskotaillur þessa dagana og skaltu láta sem minnst fyrir þér fara, því smámistök eru slæm. 34 VIKAN 46 tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.