Vikan - 03.12.1970, Blaðsíða 29
JÖLASAGA FYRIR BÖRN EFTIR
HERDÍSI EGILSDÖTTUR
MYNDSKREYTT AF HÖFUNDI
Myndi Rósa verða svona,
þegar hún yrði stór?
En hún sagði aðeins:
„Við hendum ekki brúðunni.
Það er nú það minnsta,
að hún fái að vera
í geymslunni um jólin.
Það er þó skárra
en að henda henni á haugana."
Hún skipaði Rósu
að fara niður í tunnugeymslu
og sækja brúðuna.
Síðan var henni komið fyrir
á hillu í geymslunni.
Rósa lét sér það vel líka,
en gleðin í augum mömmu
var slokknuð þann daginn.
Á aðfangadagskvöldið
fékk Rósa stóran kassa
frá ömmu sinni.
í honum var stærri
og fínni brúða, en Rósu
hafði dreymt um.
Hún var með gullið lokkaflóð
niður um allt bak,
kjóllinn bylgjaðist utan um hana
stífur í allar áttir,
hún gat hlegið, grátið
talað og gengið.
Mamma laumaði kjólnum
sem hún hafði saumað
ofan í skúffu.
Hann var hvort sem var
allt of lítill.
Seint um kvöldið,
þegar búið var að borða
kynstrin öll af
allskonar góðgæti,
og syngja sálma,
og velta fyrir sér
jólagjöfunum
fóru allir að hátta.
Rósa bar gjafirnar sínar
syngjandi glöð
upp í herbergið sitt.
„Marnrna," sagði hún.
„Brúðan er svo falleg,
að ég tími ekki
að láta hana sofa hjá mér.
Ég gæti skemmt hana.“
„Það er alveg rétt,
hún er of fín til alls,
það má helzt ekki
snerta hana sýnist mér,“
sagði mamma
og hugsaði til
gömlu brúðunnar,
sem hímdi nú í geymslunni.
Kjóll nýju brúðunnar
var svo stífur
og mikill um sig,
að hún varð að sitja
á stól úti á miðju gólfi.
Rósa komst varla fyrir sjálf
í herberginu sínu,
þegar hún var að hátta.
Svo smeygði hún sér
varlega undir
hreina, iimandi sængina
og horfði hýreyg á brúðuna.
Mamma og pabbi
buðu henni góða nótt
og hún sofnaði strax.
En mamma og pabbi
töluðu lengi saman.
Mamma sagði honum
Framhald á bls. 61
VIKAN-JÓLABLAÐ 29
o