Vikan


Vikan - 03.12.1970, Blaðsíða 31

Vikan - 03.12.1970, Blaðsíða 31
hann, þegar hann missti ökuleyf- ið fyrir glannalegan akstur. En Leo notaði hann samt alltaf. — Þótt hann hefði ekki öku- leyfi? Ók hann án þess? — Nei, síður en svo. Hann lét aðra keyra fyrir sig. Cissi kinkaði hægt kolli. Nú vissi hún hver hafði eyðilagt tækin í vél Leos, hvenær það skeði og hvers vegna. . . . Það var þetta venjulega hálf- rökkur í stiganum, þegar Cissi gekk niður. Há þrepin voru úr kalksteini og birtan féll á þau gegnum mjóa gluggana og lýsti upp fornaldardýrin eins og hvít- gula bletti. Þar sem lengi var búinn að vera þessi óþolandi hiti, var loftið í stigaganginum þungt og mollulegt. Þegar Cissi hringdi dyrabjöll- unni leið góð stund þangað til hún heyrði silalegt fótatak inn- an við dyrnar. Eins og venju- lega opnaði Sara Skopalski að- eins rifu á dyrnar. Hún var hræðsluleg á svipinn og Cissi sá í augum hennar að hún hafði verið að drekka. Og hún varð viss í sinni sök, þegar hún fann vínlvktina. — Já, hvað vantar yður? Tortryggnin leyndi sér ekki og Cissi gat ekki varizt þeirri hugs- un að konuna grunaði erindi hennar. — Ég ætlaði að vita hvort ég gæti ekki fengið að tala við herra Skopalski? — Um hvað? Sara hafði ekki sleppt hurð- inni, það var eins og hún væri á verði. —■ Það er vegna kranans í eld- húsinu okkar, hann lekur, laug Cissi. — Ég ætlaði að vita hvort hann gæti ekki gert við hann. Ég held að það sé biluð pakkn- ing. ... Takið á hurðinni losnaði svo- litið, en rödd konunnar var jafn- kuldaleg. — Hann er niðri í kyndiklef- anum. Ég skal segja honum það, þegar hann kemur upp. -— Þakka yður fyrir, sagði Cissi brosandi, en um leið og Sara lokaði dyrunum, læddist hún niður í kjallarann. Þetta var einmitt það sem hún hafði von- að, að fá tækifæri til að tala einslega við hann. Henni lá við að snúa við, þeg- ar hún kom að kjallarastiganum. Þetta hús var svo gamalt, frá þeim tíma, þegar þjónustufólkið eitt gekk um kjallarana. Mjór og brattur stigi lá milli hrjúfra steinveggja og eina ljósið var frá daufri ljósaperu, sem hékk í loftinu á lausri snúru. Sumarhit- hafði ekki náð þarna niður, loftið var kalt og hráslagalegt, eins og í grafhvelfingu. Cissi fálmaði sig varlaga áfram og hún gretti sig, þegar hún kom við vegginn, þar sem rykið var sem mest. Þegar hún hafði farið niður tíu eða tólf þrep í svarta myrkri, kom önn- ur ljósapera. Dyr stóðu opnar út á þröngan kjallaraganginn og Cissi sá að hún hafði farið rétta leið. Hún gekk inn í klefann og sá á bakið á Hans Skopalski. Hann var í óhreinum samfestingi og hann sneri sér við um leið og hún kom inn. Hann hrökk við og kipraði augun. Cissi sá að hann gjóaði augunum að verk- færahillunni. Cissi sá flöskuna á hillunni; það var einhver einkennilegur miði á henni. Þetta var þá smyglaða brennivínið. Flaskan var tæplega hálf og Cissi hugs- aði með sér hvort það gæti ver- ið að hann hefði drukkið þetta allt núna í dag. Það leit helzt út fyrir það, því hann var ekki vel stöðugur á fótunum og augun voru blóðhlaupin. -— Góðan dag, herra Skop- alski! Cissi fannst sjálfri þessi kveðja bláfalleg og hún heyrði sjálf að rödd hennar var ósköp vesældarleg. Var það skynsam- legt af henni að tala við hann þarna niðri, sérstaklega þar sem hann var drukkinn? Það myndi enginn heyra til hennar ef hún öskraði og það gat verið að hún yrði að öskra. — Hvað viljið þér mér? Ég ætlaði að biðja yður að hjálpa mér með svolítið. - Hjálpa? Hann var greinilega mjög undrandi. Hann hafði örugglega ekki búizt við því að hún myndi biðja hann að hjálpa sér. En tortryggnin hvarf ekki. •— Hvers konar hjálp á það að vera? Cissi hugsaði sig vel um, áður en hún bar fram næstu spurn- ingu. Þér þekktuð Leo van der Heft vel, var það ekki, herra Skopalski? Hvern fjandann eigið þér við? Cissi sá að hann kreppti hnef- ana og hún hörfaði ósjálfrátt nokkur skref aftur á bak. Hún sá að hún var nær dyrunum en hann. Ef í hart færi gat hún komizt undan. Þess vegna hélt hún áfram. — Aðeins það að þér voruð einkabílstjóri fyrir hann eftir að hann missti ökuskírteinið.... —- Og hvað um það? — Þá hafið þér ekið honum í samkvæmi um borgina og í ná- grennið. Hann svaraði ekki, en hún fann að augu hans hvíldu á henni, eins og hann væri á verði. Þér sáuð sitt af hverju, Skopalski. Meðal annars hvaða konum hann var með. Hann hreyfði sig ekki, en Cissi hafði það á tilfinningunni að hann væri reiðubúinn til að stökkva á hana. En hún var ákveðin í að halda áfram. — Hvaða konur voru það, herra Skopalski? — Versta sort! Hann spýtti. —- Allra versta sort! Stúlkur, sem gera hvað sem er fyrir pen- inga! Þær voru allar eins! — Er það víst, herra Skop- alski? Hugsið ef ein þeirra eða fleiri hafa gert það gegn vilja sínum! — Gegn vilja sínum, endur- tók hann með fyrirlitningu. ■—■ Hvernig er hægt að þvinga stúlkur til annars eins? — Leo van der Heft gat það! Á nákvæmlega sama hátt og hann gat þvingað yður til að aka fyrir hann, þótt þér hefðuð and- styggð á honum. Hvaða vald hafði hann á yður, Skopalski? — Hann sagði að . . . hann lofaði að . . . o, það var ekkert! — Ó, jú! Hann lofaði yður einhverju? Var það að hann hafði náð sambandi við Catarina dóttur yðar? Að hann hefði hitt hana á einni ferð sinni til Pól- lands og að hann gæti ef til vill hjálpað til að koma henni til Svíþjóðar? Cissi sá að hún hafði gizkað á það rétta. Hann opnaði munn- inn til að svara, en lokaði hon- um aftur og nú starði hann á hana, greinilega dauðhræddur. Cissi mjakaði sér svolítið nær dyrunum, áður en hún hélt áfram: — En svo komuzt þér að því að hann hafði farið á bak við yður. Catarina var fyrir löngu komin til Svíþjóðar. Þér sáuð hana einu sinni, þegar þér voruð að sækja Leo í eina af svall- veizlunum. Sjáið þér til, ég sá nefnilega mynd nýlega, mynd af Kötju, eins og hún er kölluð hér, þar sem hún var að kyssa Leo. Bak við var hægt að greina bíl- inn hans og þar stóðuð þér. Leo vissi ekki að þér voruð þarna. Hans Skopalski hreyfði sig ekki ennþá, en Cissi sá að reið- in vék fyrir örvæntingu. Svo hneig hann hægt niður á stól- garm og faldi andlitið í höndum sér. Þegar hann loksins talaði, var það rétt svo að Cissi gat greint orðin. — Hún kom til Svíþjóðar. en hún kom ekki til okkar! Hún kom ekki til sinna eigin for- eldra! Við vorum ekki nógu fín! Við vorum of fátæk! Þess vegna perðist hún hóra Leos og vina hans. Hún.. . . - Þar skjátlast yður, Skop- alski, tók Cissi fram í fyrir hon- um. Hún kom beint til ykk- ar begar hún kom frá Póllandi, en þið voruð ekki heima. Hefur vður aldrei komið til hugar að Framhald á bls. 95 VIKAN-J ÓLABLAÐ 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.