Vikan - 03.12.1970, Blaðsíða 27
„Hin svokallaða „upplausn“ síðustu ára hefur frelsaS okkur undan oki úreltra skoðana, venja og
skipulags. Fólk hefur vaknað til meðvitundar um sitt eigið sjálf....“
PÉTUR EINARSSON
LEIKARI:
Jafnoki atómvoðans
Því miSur hlýt ég aS telja að
heimurinn hafi farið versnandi; horf-
ur í friðarmálum hafa ekki batnað,
bilið milli ríkra og snauðra hefur
breikkað og i ofanálag við ógn atóm-
sprengjunnar komið mengunin. Hún
hefur einmitt fyrst og fremst komið
til sögunnar þennan áratug sem full-
kominn jafnoki atómvoðans; hún
þarf ekki að eyðileggja nema einn
hlekk í keðju lífsins á jörðunni til
að öll keðjan verði að engu.
DR. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON, LEKTOR:
Verðum að varast vítin
Hvort heimurinn hafi batnað eða
versnað á síðasta áratug er ein þess-
ara spurninga, sem aldrei verður
gerð fullnaðar skil og ógerlegt er
að svara sómasamlega í stuttu máli.
í fyrsta lagi fer svarið eftir almennu
viðhorfi til gæða heimsins: hvert
mat viðkomandi leggur á efnahags-
Iegar framfarir, tekjuaukningu og
ýmiss konar þægindi, eða hvort hann
metur meira frið á jörð, fagurt um-
hverfi og annað sem ekki verður
beinlínis talið í peningum. I öðru
lagi er svarið háð því hvaða hlutar
heimsins eru taldir mikilvægari en
aðrir. Bændur í Vietnam, sem í upp-
hafi áratugsins ræktuðu óáreittir jörð
sína, sáðu og skáru upp, búa nú vjð
sviðna velli, brennda bústaði og
aðra óáran styrjaldar. Börnin í Bi-
afra, sem áður lifðu friðsömu lífi
með foreldrum og öðrum ættmönn-
um, eru nú velflest munaðarleys-
ingjar og þjökuð vegna næringar-
skorts. íbúar þessara heimshluta og
margra annarra búa þannig við verri
aðstæður en áður fyrr. Hinar auðugu
heimsálfur, Evrópa og Ameríka,
geta hinsvegar fagnað margvísleg-
um framförum, aukinni hagsæld og
velmegun. Afrakstur iSnbyltingar-
innar miklu hefur haldið áfram að
falla að mestu leyti í þeirra skaut.
Þær gjafir hafa þó í æ ríkara mæli
reynzt gallaðar. Hin gífurlega meng-
un lofts og vatns, sem nú er á hvers
manns vörum, hefur gjörbreytt
gæðamati milljóna manna. Það sem
áður var talið grundvöllur aukinnar
farsældar hefur æ oftar í reynd orð-
ið hinn mesti skaðræðisvaldur. Ibú-
ar stórborganna í Evrópu og Ameríku
munu eflaust þrátt fyrir aukin efna-
hagsgæði telja heiminn hafa versn-
að á síðustu árum. Þegar drykkjar-
vatn nálgast eiturstigið, allt líf deyr
í vötnum og andlitsgrímur eru nauð-
synlegar á götum úti, þá er óhjá-
kvæmilegt að matið á lífsgæðunum
breytist. Framfarir á íslandi hafa
blessunarlega enn sem komið er að
mestu verið lausar við hin neikvæðu
eftirköst iðnbyltingarinnar. Okkar
litla heimshorn, náttúra landsins,
heilnæmt loft og ferskt vatn, eru í
æ ríkara mæli að verða öfugdarefni
annarra þjóða. Eigi næsti áratugur
að vera okkur eins góður og hinn
liðni, verður að varðveita vel þessi
gæði. Ef við viljum eignast betri
heim, verðnm við að varast víti
annarra. Því hvað stoðar það mann-
inn þótt hann eignist allar verk-
smiðjur veraldar, ef hann hættir að
geta andað.
ÁSDÍS SKÚLADÓTTIR
KENNARI:
Eilítið skárra að vera
kvenmaður
Svar við þessari spurningu er háð
því hvar staldrað er við og hvert
litið. Það sem mér finnst mest um
vert er, að fólk er frjálsara í allri
hegðun og atferli. Hin svokallaða
„upplausn" siðustu ára hefur frels-
að okkur undan oki úreltra skoðana,
venja og skipulags. Fólk hefur vakn-
að til meðvitundar um sitt eigið
sjálf. Eilítið skárra er að vera kven-
maður í „veröld karlmannsins". For-
dómar í garð kvenmanna eru ekki
eins magnaðir (þó magnaðir séu).
Skilningur er að vakna á því að
konur eru „EKKI HÓPSÁLIR HELD-
UR EINSTAKLINGAR".
VIKAX-JÓLABLAÐ 27