Vikan


Vikan - 03.12.1970, Side 95

Vikan - 03.12.1970, Side 95
FYRSTA FLOKKS FRÁ FÖNIX Neðstu þrepin slitna örar- en lausnin er á efsta þrepinu! HAFIÐ ÞÉR TEKIÐ EFTIR ÞVÍ — að teppið á neðstu stigaþrepun um slitnar örar en á hinum. Sandur, stein- korn, glersalli og önnur gróf óhreinindi, sem berast inn af götunni, þurrkast af skónum á neðstu þrepun- um, setjast djúpt í teppið, renna til, þegar gengið er á því, sarga sundur hárin við botninn og slíta þannig teppinu ótrúlega fljótt. Og grófu óhreinindin berast líka inn á gólfteppin í sjálfri íbúðinni, inn um opna glugga og á skónum, því ekki er alltaf gengið um teppalagðan. stiga. En æðrist ekki - lítið bara upp hinn tæknilega þróunarstiga - þar blasir lausnin við - Á EFSTA ÞREPINU: NILFISK - heimsins bezta ryksuga! NILFISK VERNDAR GÓLFTEPPIN — því ekki skortir sogaflið, og afbragðs teppasogstykkið rennur mjúk- lega yfir teppin, kemst undir lágu húsgögnin (mölur!) og DJÚPHREINSAR fullkomlega. NILFISK slítur ekkí teppunum, hvorki bankar né burstar, en hreinsar mjúklega með nægu, stillanlegu sogafli. FJÖLVIRKARI — FLJÓTVIRKARI — VANDVIRKARI - ÞÆGILEGRI — HREINLEGRI — TRAUSTARI • fleiri og betri fylgistykki # fjöldi aukastykkja: bónkústur, fatabursti, málningarsprauta, hitablás- ari, húsdýraburstar, blástursranar o.m.fl. • meira sogafl • stöðugt sogafl • stillanlegt sogafl • hljóður gangur • hentug áhaldahilla • létt og lipur slanga • gúmmístuðari • gúmmíhjólavagn, sem eltir vel, en taka má undan, t.d. í stigum • hreinlegri tæming úr málmfötunni eða stóru, ó- dýru Nilfisk pappírs-rykpokunum • áratuga reynsla • dæmalaus ending • ábyrgð • traust vara- hluta- og viðgerðaþjónusta • gott verð og greiðsluskilmálar. SlMI 2 44 20 — SUÐURGÖTU 10 ir óprýða lieimili, ef úti liggur fyrir augum manna, var þarna saman komið. Á brott var altari og bekkir. Ég gekk inn í kórinn. Yfir reis dimmblá kirkjuhvelfingin. Ég skyggnist kringum mig. Á gaflinum þóttist ég sjá móta fyrir altaristöflu. Það reyndist rétt við nánari skoðun. Á vinstri væng töfl- unnar hékk hákarlsruða. Á hægri væng töflunnar hékk ullarpoki. Hann var slitinn mjög og gubbaði og vall úr- tíningi víðs vegar. Ég opnaði altaristöfluna. Myndirnar kannaðist ég við. Þær voru af postulum Krists 'og báru þeir rauða og bláa kyrtla. Mér leið illa. Hér var Kristur sjálfur úrelt ævintýr og postular lians óslcilakind- ur, er nauðsvn bæri til að aðkenna. Hvernig var þessu farið? — Ilafði ekki þetta hús verið vígt Drottni? Og hafði ekki þetta hús verið nefnt: Guðshús? Hafði Drottinn nú afsalað sér eignarréttinum ? Eða hafði Drottinn tekið eittlivað í skiptum fyrir það? Hafði Guð sent einhvern til að gera kaupsamning þann fyrir sina hönd? Eða hafði Guð engu afsal að sér? Ég liraða mér út úr kirkj- uuni. Tek hest minn og ríð úr garði. Ég geri ekki ráð fyrir að stiga fæti oftar í Fellskirkju. Guð hlessi minningu henn- ar og þeirra bein er þar hvila. ☆ OSKILABARNIÐ Framhald af bls. 31. það geti verið einhver sennileg skýring á því að hún hagaði sér þannig? Hann sat þögull um stund, án þess að hreyfa legg eða lið, en loksins tók hann hendurnar frá andlitinu og horfði á Cissi. Eitt- hvað af reiðinni var komið aftur í augnaráð hans. — Að vísu skruppum við burt í fyrravetur. En það var aðeins í hálfan mánuð. Hvers vegna kom hún ekki, þegar við vorum komin heim aftur? — Vegna þess að hún hafði lent í klónum á Leo á meðan og hún þorði ekki að koma til ykk- ar. — Þorði ekki? Hvaða barn þorir ekki að koma til foreldra sinna? Cissi virti hann fyrir sér. — Segið mér, — þegar þér komuzt að því að Leo hafði log- ið að yður og að Katja van í Svíþjóð, hvað gerðuð þér þá? — Ég talaði auðvitað við hann. Þegar hann settist við hlið mér í bílnum, hafði ég mesta löngun til að snúa hann úr háls- liðnum. Það hefði ekki verið erf- itt, því að hann var dauðadrukk- inn. — En þér gerðuð það ekki. Hvers vegna? Skopalski barði krepptum hnefunum á ‘hné sér í van- máttka reiði. Ég held ég viti hverju hann hótaði! Hann sagði að það væri á valdi hans að láta vísa dóttur yðar úr landi, að hann gæti lát- ið senda hana til Póllands. Og við vitum öll hvað hendir fólk, sem sent er aftur til kommún- istaiandanna. Þér vilduð, þrátt fyrir allt, vernda hana. Þér elsk- ið ennþá dóttur yðar, herra Skopalski! Hann starði fram fyrir sig, án þess að svara. — En yður hefur ekki dottið í hug að hann hafi, ef til vill, hótað henni því sama! Það var einmitt það sem hann gerði. Hann neyddi hana til að sækja þessar svallveizlur og til að fara í einu og öllu eftir skipunum hans. Og þar sem hún hafði lát- ið hræða sig til þess einu sinni, þorði hún ekki að reyna að ná sambandi við ykkur. Það getur verið að hún hafi haft einhverj- ar minningar frá æskuárunum, þið hafið kannske verið ströng við hana.... Augu þeirra mættust og í fyrsta sinn sá hún vonarneista í augum hans. - - Fröken Caronius, haldið þér — að það sé einhver von um. . . — Já, jafnvel meira en von. Hún á sér ekki heitari ósk en að hitta ykkur aftur, ef hún væri viss um að þið vilduð reyna að skilja hana. Ég veit reyndar að hún elskar mann, sem elskar hana. Ég held að allt lagist hjá henni innan skamms. Hann hrukkaði ennið. VIKAN-.TÓI.ABLAÐ 95 L
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.