Vikan


Vikan - 07.01.1971, Blaðsíða 9

Vikan - 07.01.1971, Blaðsíða 9
Meðan bollaleggingarnar um þetta vandræðaástand stóðu sem hæst, voru dyrnar opnaðar án þess barið væri. Inn komu nokkrir rmgir lögregluþjónar, sem nýlega höfðu verið teknir í götulög- regluna. Sumir þeirra voru vopnaðir skammbyssum úr vopna- forða þeim, sem lögreglan átti til að grípa til í neyð. Sá, sem fremstur stóð, kinkaði kolli til hinna: — Handjárnin á þá, skipaði hann. Dg við þá sem fyrir voru, sagði hann: — Það er Endurreisnarbyltingarráðið, piltar. Ég er hræddur um, að þið séuð settir af til bráðabirgða. Ég verð að biðja ykkur að flytja ykkur niður í kjallarann. Þið fáið félagsskap þar. Þannig gekk það til. Forsetar Hæstaréttar og Sameinaðs al- þingis voru sóttir heim til sín, svo og borgarstjóri Reykjavíkur. Þeim var öllum ekið í Síðumúla, sem byltingarmenn höfðu einn- ig náð á sitt vald. Um sama leyti fór lítill flokkur manna inn í Landssímahúsið og rauf símasamband út á land og við útlönd. Um sama leyti var gert hlé á sendingum útvarps og sjónvarps. Grunlausir hlustendur og áhorfendur héldu auðvitað fyrst, að þetta væri ekki annað en ein af þessum venjulegu bilunum. En 'þeir komust fljótt í aðra þanka, þegar áður ókunn rödd flæddi fram úr tækjunum: — Góðir íslendingar, sagði röddin þingmannlega. Það er kunn- ara en frá þurfi að segja, að undanfarin ár hefur þjóðfélag okkar verið á hraðri leið fram á glötunarbarminn. Hér er um að kenna — l»ið eruð hérmeð teknir fastir, sagði hann formálalaust. — l»að er meining okkar og vilji að forðast illindi, svo að ég vona, að þið sýnið ekki mótspyrnu . . . TEIKNINGAR: HALLDOR PÉTURSSON i. tbi. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.