Vikan


Vikan - 07.01.1971, Blaðsíða 22

Vikan - 07.01.1971, Blaðsíða 22
Max Merk var svo illa farinn eftir flugslysið, að samkvæmt öllum þekktum læknisfræðilegum lögmál- um hefði hann ekki átt að eiga sér viðreisnar von. Piranga, Indíánahöfðinginn sem bjargaði lífi verkfræðingsins með undralyfinu. Dr. Walter Strathmeyer, sem með gerjunarrannsóknum sínum komst á svipað spor og einhverjir vísinda- menn Indíána fyrir ótal öldum. Undralyfið er geymt í holum trjástofni, og þegar það er tilreitt safnast Indí- ánarnir að, skreyttir sem til hátíða. Þýzkur verkfræðingur stór- slasaðist er flugvél hans hrapaði í frumskógum Brasilíu, en undralyf, sem Indíánar þar höfðu varð- veitt frá tímum Inka, bjargaði lífi hans. Etin hafa vísindin ekki að fullu get- að upplýst, hvernig þetta lyf verður til. I Indíánakofa langt inni í Amazonas-frumskóginum lá hvítur maður og rotnaði lif- andi. Flugvél hans hafði hrap- að í óveðri. Hann hafði slasazt hroðalega, fæturnir voru brotn- ir og flest rifin. Fyrst tveimur dögum eftir hrapið vaknaði hann upp úr æðislegum hitasóttarórum og uppgötvaði þá að vinur hans, sem flogið hafði með honum, var ekki lengur lífs. Hann hafði fallið á hvassan bambustein- ung, sem gengið hafði í gegn- um hann. Indíánar fundu þann slasaða og önnuðust hann. En hverju sinni er hann komst til með- vitundar hafði honum hrakað. Hann gerði sér ljóst, að hann hafði varla nokkurn möguleika á að lifa þetta af. Áverkarnir útvortis vildu ekki gróa í rök- um hitanum, en auk þess voru nýrun illa farin. Líðan hans fór síversnandi. Það gróf í sár- unum, kviðurinn þrútnaði og verkirnir gengu næst viti hans. Max Merk var aðeins þrítug- ur að aldri. Engu að síður var þessi þýzki náma- og vélaverk- fræðingur þegar þekktur mað- ur meðal sinna líka. Hann var yfirverkfræðingur stórfyrir- tækis, sem boraði eftir olíu í Suður-Ameríku. Til ferðalaga milli hinna og þessara staða í frumskóginum notaði hann tveggja sæta flugvél. Þá sjaldan er Max Merk hafði meðvitund hugsaði hann um dauðann, sem hann taldi sig nú eiga vísan á hverri stundu. Þangað til Piranga kom. Piranga var höfðingi Indíána- ættbálks nokkurs er Coregua- jes heita. Verkfræðingurinn þýzki hafði kynnzt honum og fólki hans ári áður upp með einu fljóti þeirra er í Amazon- as renna. Indíánarnir höfðu staðið á fljótsströndinni og starað á hann. Hann var fyrsti hvíti maðurinn, sem þeir höfðu séð, og þar eð hann hafði auk heldur komið ofan úr loftinu, voru þeir í engum vafa um upprunann. En þessi guðlega vera brosti vingjarnlega til þeirra og þegar ljóst var að enginn voði stafaði frá henni, breyttist hræðsla Indíánanna í tilbeiðslu. Síðan hafði Merk heimsótt ættbálkinn reglubundið. Hann hafði þá með sér salt, pappírs- hnífa og verktól og færði Indí- ánunum að gjöf. Hann veitti því undireins athygli, að þeir voru gerólíkir öðrum Indíán- um, sem hann hafði fyrirhitt í skóginum. Aldrei hafði hann séð ættbálk svo heilbrigðan og öflugan að sjá og algerlega lausan við úrkynjunarein- kenni. Flugslysið spurðist til bú- staðar Piranga í frumskógin- um, og hann lagði af stað gegn- um græna vítið vini sínum til hjálpar. Leiðin var áttatíu kílómetrar og skiptust þar á fljót og jarðglufur, vafnings- viðarflækjur og fen. Þegar hann kom inn í kof- ann, þar sem hvíti maðurinn lá, virtist sjúklingurinn ekki eiga langt eftir. Piranga setti ilátið, sem hann hafði tekið með sér, við flet Þjóðverjans og leit á meiðsli hans. „Vertu óhræddur, höfuðsmaður, við gerum þig heilbrigðan,“ sagði hann. Síðan kallaði hann nokkrar fyrirskipanir til Indí- ánanna, sem stóðu í kring. Þeir hurfu á brott og komu eftir nokkra stund með einhverjar jurtir og vatn. Piranga hellti vatni í ílátið og marði jurtirnar út í, hellti brugginu úr ílátinu í annað, hellti tilbaka, hrærði. Þannig leið nokkur stund. Síðan var veika manninum gefið að drekka. Merk raknaði við. Hann bar kennsl á Piranga og reyndi að brosa. Honum leið betur og fann nú í fyrsta sinn eftir slys- 22 VIKAN 1. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.