Vikan - 07.01.1971, Blaðsíða 12
Mikaela kveikti á gasinu undir katlinum og tók fram tvo bolla úr
skáp. Hún hrökk við, þegar barið var harkalega að dyrum og
missti annan bollann í gólfið. Hver gat þetta verið? Hafði ein-
hver komiztá snoðir um eitthvað? Og Ingiríður enn sofandi.
NÝ OG SPENNANDI FRAMHALDSSAGA EFTIR LENU WINTER
FYRSTI HLUTI
Gleymdu
ef >ú
getiir
Mikaela sneri sér varfærnislega við í þröngu rúminu. Bara að hún hefði getað sofið
ofurlítið lengur, þó ekki væri nema stundarkorn. En það var sunnudagur og klukkna-
hringing frá kirkjunni. sem stóð neðar í götunni, hafði vakið hana. Hún vissi, að
það borgaði sig ekki að reyna að sofna aftur.
Hún lagðist á bakið og starði upp í loftið. Fíngert andlit hennar var fölt og áhyggjufullt.
Hún sá ekki rakablettina í loftinu yfir höfði sér. Hún sá allt annað, og þegar hún minntist
þess, reis hún eldsnöggt upp . . . Hvað mundu hún og Ingigerður taka til bragðs, ef ein-
hver kæmi og spyrði þær um það, sem hafði í raun og veru gerzt? Mundi þeim takast að
láta eins og þær vissu ekkert um það? Og ef þeim tókst það ekki, hvað yrði þá um þær?
Hún leit yfir herbergið til Ingigerðar, sem svaf í sófanum við hinn vegginn. Ingigerður gat
ef til vill sett upp sakleysissvip. En hún sjálf? Mundi hún geta logið, eins og Birgir Rosén
hafði sagt, að hún yrði að gera?
Stutt og dökkt hár Ingigerðar var allt i óreiðu og hún var eilítið sveitt á enninu. Hún
brosti í svefninum. Hvernig gat hún gert það? Hvernig gat hún sofið svona vært, á meðan
Mikaela sjálf . . . Hún lagðist niður aftur og dró sængina upp að höku. Hún reyndi að
gleyma því, sem hafði gerzt. En hjarta hennar barðist ótt og títt og varir hennar voru svo
þurrar af angist. Hvers vegna var þetta alltaf svona? Þær Ingigerður höfðu nú búið saman
í hálft ár og skipt öllu bróðurlega á milli sín: litlu íbúðinni, hinum naumu matarpeningum,
yfirleitt öllu. Ingigerður naut lífsins í ríkum mæli, en Mikaela hafði ekkert upp úr krafsinu
nema eintómar áhyggjur. Stafaði þetta af ólíku skapferli þeirra eða uppeldi? Ingigerði
virtist standa á sama um allt. En hún sjálf . . . Mikaela stundi þungan og kastaði sænginni
af sér. Hún gat ekki hvílt sig, svo að það var eins gott fyrir hana að fara á fætur.
Það var kalt í herberginu, og hún skalf á meðan hún sveipaði um sig dökkbláum
morgunslopp og smeygði fótunum í ilskóna. Henni mundi vafalaust hlýna, ef hún
fengi sér kaffibolla. Og ef henni tækist að kveikja upp í kamínunni, mundi vissulega
verða hlýtt og notalegt í herberginu. En alltof oft brást gamla, græna kamínan, og í gær-
kveldi höfðu þær ekki munað eftir að setja í hana þá fáu koksmola, sem þær höfðu ráð
á að eyða, til þess að frjósa ekki í hel á næturnar. Þær höfðu aðeins gleypt svefntöflur og
skriðið upp í rúmin sín. Birgir hafði sagt þeim að gera það, strax og þær kæmu heim:
farið í rúmið eins og venjulega. sofið vel og hugsið ekki meira um það, sem gerðist.
Hann ætlaði að sjá um það allt.
aga- Ný framhaldssaga • Ný framhaldssagí
12 VIKAN i- tbi.