Vikan - 07.01.1971, Blaðsíða 16
Segðu hver þú ert, og hann
getnr sagt þér hvah bömin
ín
veröa
Danski geSlæknirinn Oluf Martensen-Larsen
fullyrðir að starfsval fólks byggist á
því hvar það sé í röðinni í systkinahópnum. En
fjölmargt fleira varðandi ætt og
forfeður ræður hér líka miklu um ....
Epli, gamlar fjölskyldumyndir og sendibréf — allt þetta notar doktor Martensen-Larsen til að skýra flókin sam-
bönd ættingja.
Er prestur í ætt yðar?
Sé svo, er hann sennilega
elzti sonurinn í fjölskyldunni.
Kannski er pabbi hans líka
elzti sonur, og líka prestur.
Gjarnan líka báðir afarnir.
Áreiðanlega er hann ekki
einbirni, heldur á miklu frekar
heilan hóp yngri systkina. Því
að enginn getur orðið hirðir án
hjarðar....
Þetta kennir að minnsta kosti
danskur geðlæknir, doktor Ol-
uf Martensen-Larsen. Hann
heldur því fram að persónu-
leiki manneskjunnar, val henn-
ar á starfi og lífsförunaut sé að
verulegu leyti undir því kom-
ið, hvar hún sé í röðinni í syst-
kinahópnum. Og ekki nóg með
það; staða foreldra og þeirra
foreldra i fjölskyldunni og
systkinahópnum hefur sér sitt
að segja.
— Meðal sjúklinga minna
eru margir ofdrykkjumenn,
segir hann. Og þegar fyrir
mörgum árum fór ég að furða
mig á, hvernig á því stóð að
svo margir karlkyns drykkju-
sjúklingar voru einbirni eða
yngstu bræður.
Þegar ég athugaði málið nán-
ar sýndi sig oftast að móðir
sjúklingsins hafði verið elzta
systirin í sinni fjölskyldu. Og
hennar móðir hafði mjög oft
átt marga bræður. Við þessar
aðstæður verður konan að jafn-
aði óvenju sterk persóna, og
það hefur sína þýðingu í þessu
sambandi.
Martensen-Larsen fékk enn
meiri áhuga á rannsóknarefn-
inu er hann uppgötvaði að
einnig afar og ömmur beggja
foreldra sjúklingsins höfðu oft
verið elzt í systkinahópnum.
Vön að stjórna og skipa fyrir.
Dugleg og einbeitt og gerandi
jafn háar kröfur til annarra
sem sjálfra sín.
Af þessu dró geðlæknirinn
eftirfarandi ályktun: Áfengis-
sjúklingurinn getur verið bráð-
gáfaður. En honum tekst samt
sem áður ekki að fullnægja
kröfum fjölskyldunnar ogsjálfs
sín um að verða jafnduglegur
hinum. Og svo reynir hann að
flýja vanmáttarkennd sína með
hjálp áfengisins.
Nú taldi dr. Martensen-Lar-
sen sig vera kominn á slóð. Og
svo fór hann að gera athugan-
ir á fjölskyldusögu annarra
sjúklinga sinna. Kannski gæti
hún haft sitt að segja fyrir líf
þeirra líka?
í dag er vinnustofa hans við
Stormeade í Kaupmannahöfn
full af ættartölum. Þær eru
flokkaðar eftir starfsgreinum
og siúkdómum. Þarna eru með-
al annarra sér í flokki kennar-
ar. eimlestarstjórar, hjúkrunar-
konur, stamarar og lesblindir.
Áhrif frá foreldrum.
Allir sjúklingarnir hafa ver-
ið látnir fylla út eyðublöð um
systkinafjölda, aldur þeirra,
kyn, starf og sjúkdóma og gefa
jafnframt hliðstæðar upplýs-
ingar eins langt aftur í fjöl-
skylduna og unnt reynist að
rekja. Og nú er Martensen-
Larsen viss í sinni sök: rætur
forlaga einstaklingsins eru í
bernskuaðstæðum foreldranna!
Hvernig rökstyður doktorinn
þá kenningu sína um þá þýð-
i'ngu, sem jafnvel löngu látnir
forfeður virðast hafa fyrir líf
einstaklingsins og barns hans?
- Þegar við erum börn, seg-
ir hann, — byggjum við skiln-
ing okkar á heimi og fólki að
miklu leyti á samlífi föður og
móður, eins og við skynjum
það. Og þegar við sjálf komum
okkur upp fjölskyldu, mótum
við ómeðvitað börn okkar eftir
þessum fyrirmyndum.
En foreldrarnir hljóta þó að
hafa orðið fyrir áhrifum af
sínum foreldrum? Eftir þessari
reglu ætti að mega rekja áhrif-
Jfi VIKAN i-tbi.