Vikan


Vikan - 07.01.1971, Blaðsíða 32

Vikan - 07.01.1971, Blaðsíða 32
VELKOMINN HENRY í dag kynnum við HENRY, nýju myndasöguhetjuna okkar. Hann kemur í stað Eddu, sem við hættum við á miðju síðasta ári og er ekki að efa, að HENRY kemur til með að njóta sömu, ef ekki meiri vinsælda en tán- ingurinn Edda. HENRY er ekki margmáll, en hann hugsar því meira og kemur alltaf á óvart með ýmsum uppátækjum. Höf- undur HENRY er Bandaríkja- maðurinn DON TRACHTE. — Við bjóðum HENRY velkom- inn og hann óskar lesendum VIKUNNAR árs og friðar. STENDUR ÞAÐ HEIMA... Framhald af bls. 17. þá, sem ekki hafa kvænzt um fjörutíu og fimm ára aldur) hafa alizt upp í heimili, sem hefur splundrazt. Mæður þeirra hafa í meiri en helmingi tilfella misst annaðhvort for- eldra sinna í bernsku. Til að vera góður elskhugi og ástkona þurfa bæði faðir og móðir að hafa staðið í góðu sambandi við hitt kynið. Karl- mennirnir verða og að hafa verið ríkjandi í ættinni. Að endingu segir doktor Marten- sen-Larsen: — Veljið yður eig- inkonu eða eiginmann, sem á marga bræður, móður- og föð- urbræður í fjölskyldunni! ☆ ÞANKABROT Framhald af bls. 31. vildu gjarnan leggja á sig smá- vegis vinnu fyrir eigið og ann- arra gaman. Þá yrði lögð á það mikil áherzla að hljómsveit- irnar kynntu sitt efni á þessum hljómleikum, þannig að fólk gæti fylgzt með hvað þarna færi fram í raun og veru. (Þá er sú hugmynd ekki frá- leit, að lesendur blaðanna, annaðhvort Vikunnar eða dag- blaðanna kysu þær hljómsveit- ir sem þarna ættu að koma fram). Allt yrði gert til að skipu- lagning færi ekki úr skorðum —- og rík áherzla lögð á að að tjaldabaki væri ekki fólk sem þar á ekki að vera, en á fyrri hljómleikum er yfirleitt hópur af alls konar fólki, vinum og kunningjum listamannanna, sem gerir lítið nema að þvæl- ast fyrir og auka á ringulreið- ina. Þá er ekki fráleitt að hljómplötuútgefendur sæju um að þessir hljómleikar væru hljóðritaðir og gefnir út á plötu — eða plötum. En eins og áður segir, þá er þetta einungis hugmynd. Ef eitthvað nánar fréttist af henni þá gerir VIKAN sitt til að halda lesendum sínum við efn- ið, því einir slíkir hljómleikar gætu orðið íslenzkri popptón- list (og jafnvel fleiri tegund- um) mikil lyftistöng. ó. vald. SEGÐU HVER ÞÚ ERT... Framhald af bls. 11. reglu ætti að mega rekja áhrif- son, er þess vart að vænta að hún innræti honum verulega virðingu fyrir fósturlandinu, sem meðhöndlaði föður henn- ar svo svívirðilega að hennar dómi. Að hvaða hagkvæmum nið- urstöðum hefur doktor Mart- ensen-Larsen þá komizt með rannsóknum sínum? Við sálarlækningar á börn- um og unglingum getur þurft að taka með í reikninginn sögu löngu liðinna forfeðra, til að skýra vandamál sem fyrir liggja. Foreldrar verða að skipta ábyrgðinni, sem þau leggja á börnin, niður á milli þeirra. Ekki láta þau eldri verða ein- hvers konar staðgengla. Og í þriðja lagi: Með því að notast við reglur Martensen- Larsen væri ekki einungis hægt að sjá fyrir persónuleika barns, sem maður eignast, heldur og hvaða starf henti því bezt. ☆ 32 VIKÍÍVN 1. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.