Vikan


Vikan - 07.01.1971, Blaðsíða 17

Vikan - 07.01.1971, Blaðsíða 17
in eins langt aftur í aldir og verkast vildi? — Nú skuluð þið sjá, segir læknirinn, tekur tvö epli úr skál og leggur á borðið. — Hérna höfum við ömmu og afa í móðurætt. Afinn er sjúkling- ur og situr í hjólastól. Það er því amman, sem hefur forustu fjölskyldunnar á hendi. Dóttir þeirra (minna eplið) skynjar ósjálfrátt frá bernsku að kon- an sé sterki aðilinn. Karlmað- urinn þarf því að njóta meiri nærgætni og tillitssemi. Eign- ist þessi dóttir svo um síðir börn, dreng og stúlku, sýnir hún trúlega drengnum gífur- lega umhyggju í þeim tilgangi að hann verði ekki jafn veill og bágborinn og afi hans. Stúlkan á hins vegar að geta séð um sig sjálf — hún er alia- vega kvenmaður! Þannig ganga foreldrar móð- urinnar aftur í hennar börnum. Stúlkan verður sterk og sjálf- stæð. Hún velur sér efalaust starf, sem krefst mikillar kunn- áttu og hæfileika. En hún gæti vel átt það til að giftast manni með veika persónugerð. Sonurinn verður hins vegar spilltur og veill af öllu eftir- íætinu. Hann er ófær um að brjótast áfram í atvinnulífinu. Og reynir áreiðanlega að verða sér úti um sterka konu til trausts og halds. Því að öryggiskenndin er eitt af því sem flest fólk þráir mest. Stamandi frnmburðir Oluf Martensen-Larsen telur einnig skipta mjög miklu máli að aðstæður foreldranna hafi verið góðar fyrir fæðingu barnsins. Hvort þau hafa paop- íra upp á að þau séu hjón skipt- Dr. Martensen-Larsen mcð ættar- tölu, sem sýnir hvaða aðstæður í ætt og fjölskyldu gera mann að dryklijusjúklingi. ir ekki meginmáli. En tilfinn- ingar móðurinnar um ró eða öryggisleysi hafa bein líkam- leg áhrif á hana og um leið barn hennar. — Ég hef oft, segir læknir- inn, — kynnzt fólki, sem hef- ur fljótt á litið búið við mjög góðar aðstæður í bernsku, en þó þróað með sér einhverja geðflækju síðar á ævinni. Og það getur einfaldlega stafað af því, að móðirin hafi búið við takmarkað öryggi meðan hún gekk með barnið. Þess vegna er ættfræði ekki einungis skemmtilegt tóm- stundaviðfangsefni. Hún getur líka hjálpað okkur til að leysa úr mörgum ráðgátum okkar lífs og barna okkar. Ég er líka viss um að vissir sjúkdómar eins og astmi, flogaveiki og mígrena geta átt sínar orsakir í afstöðu sjúklingsins til syst- kinanna. Foreldrar eru oft strangastir við elzta barnið, og reynsla mín sýnir að astma- sjúklingar og stamarar eru oft elzt í systkinahópnum. Hvað leiðir af þessu? Þeir sem til Martensen-Lar- sens leita verða oft furðu- lostnir yfir því hversu ná- kvæmlega rétt hann lýsir eig- inleikum ættmenna þeirra bæði aftur og fram, en sjálfur er hann löngu hættur að furða sig á þótt kenningar hans standi heima. — Hver manneskja fær sitt hlutverk í fjölskyldunni, segir hann. — Stórasystir verður hjálparhella mömmu. Hún vel- ur sér og sennilega ábyrgðar- starf síðar á ævinni. Yngsta barnið nýtur annaðhvort of mikillar verndar og umhyggju eða lendir í skugga eldri syst- kinanna. Til dæmis um þau áhrif, sem einhver atvik aftur í ætt geta haft, nefnir doktorinn Stig Wennerström, sænska herfor- ingjann, sem áreiðanlega er frægasti njósnari og kvisling- ur í sögu sinnar þjóðar. Daginn sem ofursti Wenn- erström var handtekinn hitti ég einn ættingja hans, konu. Hún sagði mér frá atviki, sem vakti athygli mína. Þegar móð- ir Wennerströms var í bernsku, varð faðir hennar, sem var her- foringi, sviptur stöðu sinni vegna bess að hann var flækt- ur í mútumál. Þegar lítil stúlka verður fyrir slíkri reynslu, tek- ur hún vitaskuld upp hanzk- ann fyrir föður sinn. Og þeg- ar hún svo síðar meir eignast Framhald á bls. 32. Stendur þcrð heima með þitt fólk ? Heppinn athafnamaður í kaupsýslu og atvinnurekstri er oftast nær stóribróðir. Móðir hans og amma í föð- urætt hafa verið stórusystur. Amman hefur trúlegast átt marga bræður. Kona sem er áí'engissjúkl- ingur er ósjaldan úr fjöl- skyldu, þar sem konur hafa yfirtökin, annaðhvort vegna þess að þær eru fleiri eða karlmennirnir veilir og und- anlátssamir, mikið fjarver- andi eða sjálfir drykkjusjúk- ir. Konurnar verða líka oft- ast eidri en karlmenn þessara ætta. Margar drykkjusjúkar konur misstu föður sinn fyr- ir fimmtán ára aldur. Þær eru yfirleitt óvissar í viðhorfi sínu til karlkynsins, líkt og kynvilltar konur. Eiginkona drykkjusjúklings er oftast stórasystir. Afi henn- ar í föðurætt hefur verið næsta ráðríkur, afinn í móð- urætt hins vegar veiklyndur eða dáið löngu á undan ömm- unni. Lyfsalinn og forfeður hans hafa oft misst móður sína snemma. Kona með astma er oft lit.lasystir. Rafvirkinn á áreiðanlega marga bræður og föðurbræð- ur. Kynvilltur karlmaður get- ur að vísu sjálfur átt bræð- ur, en móðir hans er áreiðan- lega úr fjölskyldu, þar sem konurnar höfðu yfirtökin. Hennar móðir hefur trúlega átt margar systur. Afanna hefur gætt lítt eða ekki. Sam- komulag foreldra sjálfsagt báglegt. Starfsfólk hótela og veit- ingastaða er líka mjög oft úr fjölskyldum, sem búið hafa við mikið konuríki. Amma verkfræðingsins átti áreiðanlega allnokkra bræður. Ættarsaga blaðamanna (þeirra sem eru karlmenn) er oftast svipuð og presta. Dr. Martensen-Larsen hefur varla hitt nokkurn karlkyns blaðamann, sem hefur átt afa er verið hefur yngsti bróðir í fjölskyldunni. En sjálfur þarf hann ekki endilega að vera elzti sonur. Kona í blaðamannastétt hefur venjulega sterkan per- sónuleika, er oft elzta systir. Eða hún hefur misst föður sinn snemma. Móðir lögfræðingsins á oft- ast bæði eldri og yngri syst- ur. Móðir kennarans hefur lík- lega misst móður sína snemma. Faðir kennslukonunnar er ósjaldan kennari sjálfur. Eðá þá að hann er mikið gefinn fyrir uppeldismál og hefur ekki fengið tækifæri til að sinna þeim nóg að eigin dómi. Móðir hennar hefur einnig misst sína móður í bernsku. Nuddkonur eiga fimm sinn- um oftar en aðrar konur bróður sem er yngri en þær. Móðir tónlistarmannsins er oftast litlasystir. Lesblindir drengir hafa oft- ast átt í erfiðleikum með sambúðina við föður sinn. Feður þeirra og föðurfeður hafa áreiðanleða átt yngri bræður. Lesblind telpa hefur oft átt í hliðstæðum erfiðleikum með móður sína, og konur í ætt hennar hafa yfirleitt ekki verið mjög aðsópsmikl- ar. Hjúkrunarkonan hefur átt svipaða ömmu í föðurætt og kennslukonan. Amman hefur misst móður sína snemma. Afinn í föðurætt var mynd- arlegur, ríkiandi og föðurleg- ur, en missti föður sinn snemma. Amman í móðurætt átti eldri systur, var jafnvel yngsta systir. Leikkonan missti trúlega föður sinn í bernsku. (Þegar Martensen-Larsen notar sögn- ina að missa, á hann ekki endilega við dauðsfall, held- ur stundum skilnað og langa fjarveru). Fiölskyldusaga tannlækna er oft svipuð og rafvirkja. Annar hver piparsveinn (og til þeirra telur læknirinn Framhald á bls. 32. í. tbi. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.