Vikan


Vikan - 07.01.1971, Blaðsíða 10

Vikan - 07.01.1971, Blaðsíða 10
úreltu og óhaefu þjóðfélagskerfi og skammsýnum, hæfileikalaus- um og spilltum forustumönnum. Verði haldið lengur áfram á sömu braut og hingað til, líður varla á löngu, áður en hag okkar verður svipað komið og á Sturlungaöld, er frelsið var ofurselt þeim hinum gamla Hákoni og ráðgjafa hans, Gullskó. í heimi nú- tímans er enn meira um hákona og gullskó en nokkru sinni fyrr, og utanstefnur hafa aldrei verið tíðari. Nýlega gerði það fólk, er byggir Sahararíkið Malí, uppreisn og steypti af stóli leiðtoga sín- um, er nefnist Keita. Þótt ef til vill sé skárri fnykur af nöfnum okkar forustumanna, ætlum við, að leitun sé að þeim þjóðhöfð- ingjum í svörtustu Súdan, sem reynzt hafa þegnum sínum gráð- ugri mannætur en þeir, sem undanfarið hafa ráðskað með ís- lenzka þjóð. Enda er hann Eskimói í aðra röndina, hugsaði aðmírállinn. —- Leyfi mér að tilkynna yður hérmeð, admiral, sir, að það er búið að gera byltingu í Reykjavík, eða svo segir sjónvarpið þeirra, sagði Eskimóinn. Það lá við að aðmírállinn reiddist, en bæði var að hann var af hreinum engilsaxneskum stofni allt ofan frá Mayflower-leiðangr- inum og hafði auk heldur til að bera það jafnaðargeð, sem hæfi- legt og reglubundið viskísötur upp á hvern dag skapar. Hann lét sér nægja að skæla sínar slapandi kinnar. — You say something, varð honum að orði. — Og eru þá væntanlega búnir að hengja upp þá President Fireiron og Prime- minister Seastone? — Þeir hafa engan hengt, sir, sagði aðstoðarforinginn með Pegat* bylfíng vat* gerh í Reykjavík . • • íslendingar. Á elleftu stundu höfðum við, börn Endurreisnar- byltingarinnar, gripið í taumana, rétt í þann mund og starblindir \)g úrræðalausir forustumenn okkar voru að hleypa vagni þjóðar- búsins niður fyrir heiðnabjarg tortímingarinnar. Fórnfúsir liðs- menn okkar hafa þegar tekið á sitt vald þessa borg og nágrenni hennar, mótspyrnulaust og án blóðsúthellinga. Ríkisstjórninni hefur verið vikið frá og ráðherrarnir eru fangar okkar. Innan skamms verður tilkynnt myndun nýrrar stjórnar á vegum Endur- reisnarbyltingarinnar. Borgarbúar og aðrir landsmenn eru hvattir til að sýna ró, enda hefur enginn góður íslendingur neitt að óttast af hálfu byltingar- innar. Fólki er eindregið ráðlagt að halda sig innan dyra, enda verður dagskrá útvarps og sjónvarps haldið áfram að tilkynningu þessari lesinni. Athugið. Af skiljanlegum ástæðum hefur lögreglulið borgar- innar verið látið hætta störfum í bili, en við hennar störfum mun taka sérstök byltingarlögregla. Til aðgreiningar frá öðrum lands- mönnum mun hún klæðast grænum framsóknarúlpum og frýg- verskum húfum, rauðum. Nafn yfirmanns lögregluliðs þessa verð- ur ekki látið uppi að svo komnu, en tilkynningar sínar mun hann undirrita með dulnefninu Brennisóleyjan. Góða skemmtun. Síðan birtist Smart spæjari aftur á skerminum. SUÐUR Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI hafði yfirmaður varnar- liðs Bandaríkjanna á fslandi, Yellowstone aðmíráll, nýlega búið sig undir rólegt kvöld, kveikt sér í vindli, blandað sér bourbon og byrjað að fletta síðasta heftinu af Nick Carter, the Killmaster. Þá hringdi síminn. Aðmírállinn seildist stynjandi eftir símtólinu. — Damn it, tautaði hann, hvern djöfulinn þurfa þeir að vera að ónáða mann um þetta leyti. Varla svo gott, að eitthvert þess- ara rússnesku herskipa, sem hafa verið að spóka sig í landhelg- inni síðustu mánuðina, hafi anað upp í fiöru. Nema það sé þá eitthvert þessara íslenzku squareheads í ráðuneytinu inni í Rin- kydink. Þetta þurfti aldrei annað en hella í sig slatta af þessu brennivíni, sem það fær ókeypis út á starfið, bá fer það að líta á sig sem stórveldi og hringja með umkvartanir og þvaður í að- mírála raunverulegs stórveldis. — Aðmíráll Yellowstone, sagði hann í símann. Það var einn aðstoðarforingja hans, sérvitringur frá Alaska, sem hafði tekið upp á því að læra íslenzku og leiddist út í ýmis- legt skrýtilegt hátterni af þeim sökum, til dæmis að horfa á ís- lenzka sjónvarpið. þykkju, nefmæltur af snússneyzlu. Hann var orðinn vinveittur þeim innfæddu út á tungumálanámið og var farinn að tileinka sér hætti gáfumanna í landinu. — íslendingar drepa ékki menn svo teljandi sé og bera ekki vopn hvað sem það kostar, sem sést á því, að þeir vilja heldur hafa okkur hér, heldur en að stofna sinn eigin her og lát.a okkur kosta hann. En þetta er ekkert joke, sir. Og ég er búinn að fá staðfest, að þeir hafa rofið símasambandið frá borginni. — Bloody hell, varð aðmírálnum að orði. — Þetta er þá al- vara. •• Hann svitnaði. Kommúnistarnir auðvitað. Þetta bjó þá undir öllu þessu flandri í sovézka flotanum upp við landsteinana. Og auðvitað þurfti þetta að ske einmitt þegar ég var hérna. Hann þreif símann aftur. — Gerið svo vel að gefa mér samband við aðgerðaforingjann, sagði hann skjálfraddaður. En aðgerðaforinginn var ekki á sínum stað og heldur ekki her- foringi sá, sem hafði umsjón með eftirlitsfluginu kringum landið. — Hvernig læt ég, sagði aðmírállinn við sjálfan sig. — Hvar ætli þeir séu nema á fylliríi með íslenzku flugfreyjunum í offí- seraklúbbnum. Guð veit nema þeir séu komnir með þeim í hórarí heim á hótel. Dear God. Hann tvísteig af taugaóstyrk, meðan hann hringdi í klúbbinn og beið eftir einhverjum næstráðenda sinna. Um síðir fékk hann samband við aðgerðaforingjann. — Hver fjandinn gengur eiginlega á í Reykjavík, spurði að- mírállinn. — Veit það eiginlega ekki, aðmíráll, sagði Colonel C.I.A. Bloke með drafandi Suðurríkjahreim. — But those goddam Mojacks in there sýnast vera gengnir af vitinu. Eg bíð skipana, sir. Helvítið þitt, hugsaði aðmírállinn. Eins og ég viti ekki, að þú situr um að rægja mig við pakkið í Pentagon til að komast í djobbið mitt. En bíddu bara, vinurinn, ég skal sjá til þess, að það verðir þú sem ferð til Víetnam en ekki ég. Guð gefi bara, að stríðinu Ijúki ekki, svo að þú komist í það. — Hafið strax samband við Washington, skipaði hann myndug- lega. — Það er þegar reynt, sir. En það er ómögulegt að ná síma- sambandi út fyrir beisinn. Og sendistöðin er öll eitt bloody mess. Einhver hefur gerzt helzt til nærgöngull við tækin. — Hvað þá? Skemmdarverk? Einhver af okkar mönnum í vit- orði með þessum eskimóakommum? — Fjandi hræddur um það, sir. Eg gruna einn gæjanna á loft- Framhald á bls. 44 10 VIKAN 1 tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.