Vikan


Vikan - 07.01.1971, Blaðsíða 15

Vikan - 07.01.1971, Blaðsíða 15
— En hann gæti sem hægast verið kvæntur, án þess að þú vissir það. — Já, það getur vel verið. — En ef þú elskar í raun og veru . . . ef þér er verulega annt um hann, hvernig geturðu þá ver- ið svona róleg? Mikaela sneri sér við og starði út um gluggann. — Þú veizt svo lítið um lífið, Mikaela, sagði Ingigerður svolítið óþolinmóð. — Ég er stúlkan hans Birgis, og mér er það nóg. Við njótum þess í ríkum mæli að vera saman, og við ætlum að halda því áfram. Ingigerður leit aftur á hana, eins og hún vildi segja henni miklu meira. En hún þagði. Mikaela Linder og hún áttu ekki margt sameiginlegt, og stundum iðraðist hún þess, að þær skyldu taka upp á því að búa saman. En Mikaela hafði verið svo einmana, eftir að móðir hennar dó, og sjálf var hún orðin dauðþreytt á að búa í leigu- herbergjum. Þegar þeim bauðst þessi litla íbúð, fannst henni góð hugmynd að þær byggju saman. En hún hefði átt að gera sér bet- ur Ijóst, að Mikaela var af allt öðru sauðahúsi en hún. Ef til vill hafði það verið fráleit hugmynd, að Mikaela og Sixten Strömberg hæfðu hvort öðru. Hún hafði áIit- ið, að Mikaela gæti sýnt honum nógu mikla þolinmæði og umborið hann, einmitt af því að hún var ekki eins og flestar aðrar stúlkur. Birgir hafði líka beðið hana að út- vega Sixten einhverja góða stúlku. Og þegar allt kom til alls, þá hafði Mikaela þó verið með einum manni áður. Algerlega saklaus var hún því ekki, þótt útlit hennar benti eindregið til þess. En núna mátti Ingigerður vissulega iðrast þess, að hún skyldi hafa Mikaelu með sér á veitingahúsið og kynna hana fyrir Sixten. En þó gat hana engan veginn grunað, að þetta færi, eins og það fór. ingigerður yppti öxlum. Þetta var í rauninni eintóm viðkvæmni og vitleysa allt saman. Þær Mika- ela höfðu nú góðar aðstæður til að njóta Iffsins, ekki sízt Mikaela eft- ir að móðir hennar var látin. Hún var ekki lengur bundin af henni. Hvað henni sjálfri viðkom, þá hafði líf hennar svosem ekki ver- Ingigerður yppti aftur öxlum. Hún er í rauninni leiðinda- skjóða, hugsaði hún. Og samt er hún bráðfalleg með þetta hár sitt — miklu fallegri en ég. Hvernig gat það verið svona Ijóst, næstum eins og silfur, — það skil ég ekki. Karlmennirnir mundu falla fyrir henni eins og lauf á hausti, ef hún væri ekki svona kuldaleg og af- undin við þá. — Ætlarðu ekki að lesa bréfið þitt, spurði Mikaela og sneri sér aftur frá glugganum. — Guð, ég var búin að stein- gleyma því. Hvar léztu það? ingigerður tók umslagið upp af borðinu. — Júlíus Brodin, las hún hálf- hátt. — Hann Júlli! Hvað í ósköp- unum vill hann mér? Það eru jú hundrað ár siðan . . . Hann er þó ekki svo vitlaus að halda . . . Mikaeia hlustaði ekki á hana. Hún gekk fram í eldhúskytruna til þess að útbúa morgunkaffið handa þeim. Hún hreyfði ekki brotin af bollanum, sem hún hafði misst í gólfið. Hún lét þau liggja þar sem þau voru. Ingigerður var í sjöunda himni, þegar hún hafði lesið bréfið og kallaði fram til hennar: — Ég sagði þér strax, að þetta mundi vera skemmtilegt bréf. Júlli hefur ekki gleymt mér, þótt það sé langt síðan við vorum saman. Hann vill, að ég komi til Gautaborgar á stundinni og hlaupi í skarðið fyrir aðra stúlku, sem er veik. Þetta er engin statistarulla, heldur raun- verulegt hlutverk, þótt það sé ekki stórt. Ég á að senda honum skeyti strax og leggja síðan af stað í dag. — En Ingigerður! Þú getur það ekki, hrópaði Mikaela. — Víst get ég það. Dettur þér í hug, að ég láti slíkt tækifæri ganga mér úr greipum? Blessaður karlinn hann Júlli gamli! Ég fæ sextíu krónur á viku, og ég skal borga áfram minn hluta af húsaleigunni. — Það er ekki það, sagði Mika- ela náföl. — En ef eitthvað kemur fyrir. Ég á við, síðan þetta gerðist í gær. . . — Það gerist ekki neitt. Birgir Framhald á bls. 37 \ý framhaldssaga • Ný framhaldssaga • Ný f r ið neinn dans á rósum. Fátt af því, sem hana dreymdi um, þegar hún var yngri, hafði orðið að veruleika. En hún var samt staðráðin í að njóta lífsins eins vel og tök voru á. Og eitt var víst: Hún var hrifin af Birgi. Þau voru sem sköpuð hvort fyrir annað. En Mikaela . . . i. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.