Vikan


Vikan - 07.01.1971, Blaðsíða 14

Vikan - 07.01.1971, Blaðsíða 14
Mikaela opnaði dyrnar fram í skonsuna, sem var á milli her- bergis þeirra og inngangsins. Þar var gaseldavélin og þar þvoðu þær sér á bak við skerm. Það var leið- inlegt, að það skyldi verða að ganga í gegnum þessa kompu, áð- ur en komið var í herbergið, en við því var ekkert að gera. Ofurlítil bót í máli var, að útidyrnar hjá þeim voru ekkert verri en dyr að stærri og fínni íbúðum. Þær höfðu sitt eigið nafnskilti og eigin bréf- rifu. Enginn í húsinu vissi hið minnsta um þær. Ingigerður u'ndi hag sínum vel. Hún hafði áður búið í leiguher- bergi og varla mátt laga sér kaffi í eldhúsi húsmóðurinnar. Nú höfðu þær þó sína eigin gaseldavél, enda þótt hún gæti engan veginn talizt glæsileg. Slangan var bætt með einangrunarbandi hér og þar. Þær áttu nokkra potta og pönnur. Mika- ela hafði haft fáein búsáhöld með sér, þegar hún varð að flytja að heiman. Annars hafði hún selt allt sem nýtilegt var af búslóð móður sinnar. Þrátt fyrir það hafði hún með naumindum getað staðið straum af kostnaðinum við veik- indi móður sinnar . . . Hún beit á vör og skolaði kaffipokann yfir vaskinum, sem einhvern tíma hafði verið fagurlega emaleraður, en var nú orðinn allur skellóttur. Það þýddi ekki að gráta yfir því sem liðið var. Það sem var liðið, var liðið, og hún varð að læra að taka lífinu eins og það var. Ingiríður gat það. Mikaela kveikti á gasinu und- ir katlinum og tók fram tvo bolla úr skáp. Hún hrökk við, þegar barið var harkalega að dyrum og missti annan bollann á gólfið. Hver gat þetta verið? Hafði einhver komizt á snoðir um eitt- hvað. . . Og Ingigerður enn sof- andi . . . Hún gat ekki ein . . . Það var barið að dyrum aftur, en í þetta sinn léttari högg en fyrst. Mikaela gægðist út. Póstur- inn! Að hún skyldi ekki láta sér detta hann í hug þegar í stað. Hann var vanur að berja að dyr- um, þegar póstur var til þeirra í von um, að önnur hvor þeirra kæmi fram og spjallaði við hann stundarkorn. En hún hafði engar taugar til að opna hurðina í þetta sinn og gat ekki hugsað sér að sjá rautt og kringluleitt andlit hans. Ef enginn opnaði, mundi hann álíta, að þær svæfu enn. Ingigerður vaknaði við bankið og settist upp í rúminu. Hún geispaði og teygði sig, og Mikaela fann til örlítillar gremju, þegar hún sá hve áhyggjulaust andlit vinkonu henn- ar var. Henni stóð bersýnilega hjartanlega á sama um allt, sem gerðist. Hún þjáðist svo sannarlega ekki af stöðugum kvíða og angist. — Var að koma bréf, spurði Ingiríður glaðlega. — Þú skalt sjá til, að það er eitthvað reglulega skemmtilegt. Mikaela svaraði ekki. Hún opn- aði dyrnar varfærnislega og gægð- ist út, en pósturinn var horfinn og þessi venjulega sunnudagskyrrð ríkti á ganginum. Síðan opnaði hún póstkassann og tók bréfið. Umslagið var langt og það var stílað til Ingigerðar. Það var skraut- legt merki fyrirtækis aftan á því: Julius Brodin, ráðningarstofa leik- ara. — Það er til þín, sagði hún og lagði bréfið á borðið. — Ég er bú- in að laga kaffi, bætti hún við. — En vilt þú ekki reyna að kveikja upp í kamínunni. Þú ert miklu duglegri að fást við hana en ég. Það hefur drepizt í henni í nótt og mér er svo hræðilega kalt. — Þú ert náföl í framan, sagði Ingigerður og smeygði öðrum fæt- inum fram úr rúminu. — Heldurðu, að þú sért bara ekki að veikjast? — Nei, svaraði Mikaela og reyndi að sýnast hressari en hún var. — Það er bara þetta, sem gerð- ist í gær. Ég er hrædd, svo að ég segi þér alveg eins og er. — Vertu nú ekki svona heimsk, sagði Ingigerður hranalega. — Ég var búin að segja þér, að þú þyrft- ir ekki að hafa neinar áhyggjur at þessu. Birgir sér um þetta. Hann lofaði því og hann stendur alltaf við það, sem hann lofar. Við þurf- um ekki að hugsa um þetta neitt frekar. Bara að ég gæti verið viss og treyst þessu, hugsaði Mika- ela, en upphátt sagði hún: — Ég get ekki að því gert, að ég er óróleg út af þessu. Hún gat ekki leynt því, að rödd hennar titraði. — Já, ég heyri það, svaraði Ingrgerður, sneri sér við og leit snöggt á vinkonu sína. Augnaráð hennar lýsti í senn gremju og sam- úð. — Þú hefur áhyggjur af öllum sköpuðum hlutum, þótt engin ástæða sé til þess, hélt hún áfram. — Það var annars svei mér gott, að Birgir skyldi vera þarna í gær- kveldi. — Já, þú segir það. En við höf- um ekki séð fyrir endann á þessu enn þá, og ’ ekkert okkar veit, hvaða afleiðingar þetta kann að hafa. Og ef við . . . — í guðanna bænum, hættu þessu nú! Ingigerður var komin að kamín- unni og skaraði rösklega í öskunni undir henni. — Við gátum ekkert að þessu gert og þetta hlaut að gerast fyrr eðo síðar. Birgir sagði mér það. Hann sagði, að Sixten hefði verið veikur fyrir, á vissan hátt að minnsta kosti. Þetta kom honum að minnsta kosti ekki vitund á óvart. Og hann veit líka, hvað hann á að segja, ef einhver spyr um þetta. Þér er óhætt að treysta Birgi. — Gerir þú það? — Já, hvort ég geri! Við höfum verið saman bráðum í tvö ár. — En þú veizt ekki neitt um hann. — Veit ég ekki, át Ingigerður upp eftir henni og hló. Mikaela blóðroðnði, en hélt áfram: — Ég á við, að þú veizt ekkert hvað hann gerir. Þú veizt ekki hvar hann býr eða hvað hann heit- ir í raun og veru. Þú veizt bara, að hann . . . — Að mér geðjast vel að hon- um sem karlmanni. Og er það ekki nóg? Lítið og brúðulegt andlit Ingi- gerðar varð alvarlegt andartak. — Mér finnst það að minnsta kosti skipta mestu máli. Og hann er hrifinn af mér, og við erum saman í hvert skipti, sem hann er í Stokkhólmi. Hann er ekki með neinni annarri hér, það geturðu verið viss um. aga • Ný framhaldssaga • Ný framhaldssaga • 14 VIKAN i- tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.